Fækka eftirlitsaðilum verulega Árni Sæberg skrifar 2. september 2025 16:42 Ráðherrarnir ætla að einfalda regluverk. Vísir/Bjarni Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt fyrirhuguðum breytingum verði ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færð frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfis- og orkustofnunar og ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Þannig verði eftirlitsaðilar tveir í stað ellefu. „Þetta er stærsta breyting á eftirlitsumhverfi fyrirtækja sem ráðist hefur verið í svo áratugum skiptir. Breytingin er jafnframt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks og samræmingu eftirlits og stjórnsýslu í þágu vaxtar og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Fækka ekki störfum Ráðherrarnir hefðu lagt áherslu á að markmið breytinganna væri ekki fækkun eða tilfærsla opinberra starfa milli landshluta. Þvert á móti yrði lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að störfin haldist í heimabyggð. Eftirlit á landsvísu yrði samræmt og þjónusta þannig bætt til muna. Útgáfa starfsleyfa yrði miðlæg og á vegum fyrrgreindra stofnana. Fram hafi komið í máli ráðherranna að meginhvatinn við fyrirhugaðar breytingar væri að gera ferli vegna eftirlits og leyfisveitinga einfaldara og skilvirkara og bæta þjónustu. Lengi hefði verið bent á að núverandi fyrirkomulag væri flókið að uppbyggingu, ábyrgðarsvið væri á tíðum óljóst, oft væri ósamræmi í aðferðarfræði og erfitt fyrir þjónustuþega að nálgast upplýsingar. Á undanförnum árum hefði fjöldi greininga og skýrslna varpað ljósi á að breytinga væri þörf. „Við erum að einfalda regluverkið og gera eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum traustara og skilvirkara með hagsmuni atvinnulífsins og neytenda að leiðarljósi,“ er haft eftir Hönnu Katrínu. Víðtækst samráð Í tilkynningunni segir að áform ráðherranna byggi meðal annars á vinnu stýrihóps sem skipaður hafi verið fulltrúum ráðuneytanna,Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Samtaka atvinnulífsins og innviðaráðuneytisins. Þá hafi áheyrnarfulltrúar frá Matvælastofnun og Umhverfis- og orkustofnun einnig setið fundi hópsins og tekið virkan þátt í rýni. Haldnir hafi verið samráðsfundir með sveitarfélögum, heilbrigðiseftirlitssvæðum og fyrirtækjum þar sem málefnalegar umræður hafi átt sér stað um helstu áskoranir. Einnig hafi borist margar gagnlegar ábendingar, meðal annars í gegnum samráðsgátt stjórnvalda, sem unnið hafi verið úr við gerð skýrslu stýrihópsins. Langur aðdragandi Málið eigi sér langan aðdraganda og framkvæmd eftirlits með matvælum hafi verið til skoðunar í meira en áratug. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi í formlegu áminningarbréfi bent á að fyrirkomulag matvælaeftirlits á Íslandi standist ekki kröfur EES-samningsins. Helstu áhyggjuefni varði skort á samræmi, skýrri ábyrgð og yfirstjórn eftirlits. Áformaðar breytingar séu skýrt svar við fyrrgreindum ábendingum. Fyrirhuguð útfærsla sé raunhæf, uppfylli lagakröfur og markmið um skilvirkt, óhlutdrægt og samræmt opinbert eftirlit. Áformaskjal verði lagt fram í samráðsgátt nú í vikunni og drög að frumvarpi í október næstkomandi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra muni síðan leggja fram frumvarp á Alþingi í nóvember næstkomandi. Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt fyrirhuguðum breytingum verði ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færð frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfis- og orkustofnunar og ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Þannig verði eftirlitsaðilar tveir í stað ellefu. „Þetta er stærsta breyting á eftirlitsumhverfi fyrirtækja sem ráðist hefur verið í svo áratugum skiptir. Breytingin er jafnframt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks og samræmingu eftirlits og stjórnsýslu í þágu vaxtar og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Fækka ekki störfum Ráðherrarnir hefðu lagt áherslu á að markmið breytinganna væri ekki fækkun eða tilfærsla opinberra starfa milli landshluta. Þvert á móti yrði lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að störfin haldist í heimabyggð. Eftirlit á landsvísu yrði samræmt og þjónusta þannig bætt til muna. Útgáfa starfsleyfa yrði miðlæg og á vegum fyrrgreindra stofnana. Fram hafi komið í máli ráðherranna að meginhvatinn við fyrirhugaðar breytingar væri að gera ferli vegna eftirlits og leyfisveitinga einfaldara og skilvirkara og bæta þjónustu. Lengi hefði verið bent á að núverandi fyrirkomulag væri flókið að uppbyggingu, ábyrgðarsvið væri á tíðum óljóst, oft væri ósamræmi í aðferðarfræði og erfitt fyrir þjónustuþega að nálgast upplýsingar. Á undanförnum árum hefði fjöldi greininga og skýrslna varpað ljósi á að breytinga væri þörf. „Við erum að einfalda regluverkið og gera eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum traustara og skilvirkara með hagsmuni atvinnulífsins og neytenda að leiðarljósi,“ er haft eftir Hönnu Katrínu. Víðtækst samráð Í tilkynningunni segir að áform ráðherranna byggi meðal annars á vinnu stýrihóps sem skipaður hafi verið fulltrúum ráðuneytanna,Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Samtaka atvinnulífsins og innviðaráðuneytisins. Þá hafi áheyrnarfulltrúar frá Matvælastofnun og Umhverfis- og orkustofnun einnig setið fundi hópsins og tekið virkan þátt í rýni. Haldnir hafi verið samráðsfundir með sveitarfélögum, heilbrigðiseftirlitssvæðum og fyrirtækjum þar sem málefnalegar umræður hafi átt sér stað um helstu áskoranir. Einnig hafi borist margar gagnlegar ábendingar, meðal annars í gegnum samráðsgátt stjórnvalda, sem unnið hafi verið úr við gerð skýrslu stýrihópsins. Langur aðdragandi Málið eigi sér langan aðdraganda og framkvæmd eftirlits með matvælum hafi verið til skoðunar í meira en áratug. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi í formlegu áminningarbréfi bent á að fyrirkomulag matvælaeftirlits á Íslandi standist ekki kröfur EES-samningsins. Helstu áhyggjuefni varði skort á samræmi, skýrri ábyrgð og yfirstjórn eftirlits. Áformaðar breytingar séu skýrt svar við fyrrgreindum ábendingum. Fyrirhuguð útfærsla sé raunhæf, uppfylli lagakröfur og markmið um skilvirkt, óhlutdrægt og samræmt opinbert eftirlit. Áformaskjal verði lagt fram í samráðsgátt nú í vikunni og drög að frumvarpi í október næstkomandi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra muni síðan leggja fram frumvarp á Alþingi í nóvember næstkomandi.
Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira