Innlent Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Innlent 1.2.2024 17:00 Innantómir fagurgalar og Dagur augljóslega mjög áhrifamikill Borgarstjóri boðaði í dag sérstakan átakshóp í húsnæðismálum til að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrri átakshóp borgarstjórans sem hún segir að boðað hafi verið til árið 2022 aldrei hafa fundað. Sjálfur kannast borgarstjóri ekki við að hafa boðað slíkan hóp og segir uppbyggingu eiga að vera aðalatriði málsins. Innlent 1.2.2024 16:13 Segir vísindamenn komna með fingurna á erfðavísi langlífis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að í fyrsta sinn séu vísindamenn á réttri leið við að finna erfðavísa sem hafi áhrif á getu fólks til þess að verða gamalt. Innlent 1.2.2024 15:29 Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. Innlent 1.2.2024 15:18 Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. Innlent 1.2.2024 13:42 Tveir handteknir fyrir að virða ekki lokanir vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Vestfjörðum handtók í nótt ökumann og farþega bifreiðar sem virtu ekki lokunarpóst á veginum frá Súðavíkur til Ísafjarðar. Veginum hafði verið lokað vegna mikillar snjóflóðahættu. Innlent 1.2.2024 13:24 „Ríkisstjórnin eyðir eins og drukkinn sjómaður“ Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn sótti mjög að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra á þingi í morgun. Innlent 1.2.2024 13:19 Pallborðið á Vísi í dag: Er ógn eldgosa að færast nær höfuðborgarsvæðinu? Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands. Innlent 1.2.2024 12:15 Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. Innlent 1.2.2024 12:00 Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. Innlent 1.2.2024 11:59 Kona í gæsluvarðhaldi vegna andláts barnsins Kona um fimmtugt var úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Það er vegna andláts sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun. Innlent 1.2.2024 11:56 Búast við eldgosi á næstu dögum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Magn kviku er orðið svipað og það var fyrir síðasta gos. Jarðvísindamenn búast við nýjum atburði, kvikuhlaupi, sem gæti leitt til eldgoss á næstu dögum eða rúmri viku. Innlent 1.2.2024 11:51 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirstandandi kjaraviðræður í Karphúsinu sem nú standa yfir. Innlent 1.2.2024 11:33 Heift milli stjörnulögmanna brýst upp á yfirborðið Svo virðist sem stríð hafi brotist út milli lögmanna á samfélagsmiðlum og víðar. Eigast þar við Brynjar Níelsson annars vegar og hins vegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson auk þess sem Sveinn Andri Sveinsson blandast í slaginn. Innlent 1.2.2024 11:01 Vegagerðin varar við flughálku Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að flughált verði á sumum vegum í dag, helst á Suður- og Vesturlandi. Innlent 1.2.2024 10:42 Lögregla verst allra frétta af andláti barnsins Lögregla verst allra frétta af rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi í gær. Fjölskylda drengsins hefur minnst hans á samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn. Innlent 1.2.2024 10:34 Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. Innlent 1.2.2024 10:32 Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. Innlent 1.2.2024 09:00 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. Innlent 1.2.2024 08:23 Mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf Stjórn félags brjóstagjafaráðgjafa segir mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf. Innlent 1.2.2024 08:00 Ákærður fyrir að gabba lögregluna með sprengjuhótun: „Höfuð og hjörtu barna ykkar munu springa“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að senda tvær sprengjuhótanir sem bárust með tæplega 25 mínútna millibili í gegnum tölvupóst seint á febrúarkvöldi 2023. Innlent 1.2.2024 07:00 Ólíklegt að menn fáist til að fjárfesta í uppbyggingu í Hvassahrauni Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist telja ólíklegt að menn fáist til að fjárfesta í uppbyggingu í Hvassahrauni þar sem mikil óvissa ríkir um öryggi á svæðinu. Innlent 1.2.2024 06:31 Spyr ráðuneytið um langa bið fullorðinna eftir ADHD-greiningu Umboðsmaður Alþingis hefur beðið heilbrigðisráðuneytið um upplýsingar um fjölda þeirra sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, hver áætlaður biðtími sé og hvort og þá hvernig hann samræmist þeim viðmiðum sem landlæknir hefur sett um bið eftir heilbrigðisþjónustu. Innlent 31.1.2024 21:58 Þungur dómur Zuisma-bróður stendur Áfrýjunarbeiðni Einars Ágústssonar, sem kenndur hefur verið við Zuisma, til Hæstaréttar hefur verið hafnað. Þriggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Landsrétti stendur. Innlent 31.1.2024 20:00 Bjarni segir ekki hafa verið gerlegt að kanna hæfi hans gagnvart kaupendum Þingflokksformaður Pírata segir Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra reyna að kenna Alþingi um hans eingin mistök við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpum tveimur árum. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því að hann þyrfti ekki að kanna hæfi sitt gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Innlent 31.1.2024 19:20 Halda viðræðum áfram á morgun Fundi breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins var frestað í dag. Fundi verður haldið áfram á morgun klukkan tíu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti þetta við fréttastofu í dag Innlent 31.1.2024 18:44 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona er í haldi eftir að sex ára gamalt barn fannst látið á heimili sínu í Kópavogi. Rannsókn er á frumstigi en lögreglu barst tilkynning um málið snemma í morgun. Innlent 31.1.2024 18:00 Ekki gefið upp hvort grunaði ISIS-liðinn hafi mannslíf á samviskunni Talið er að maður, sem var handtekinn á Akureyri þann tólfta janúar og fluttur til Grikklands ásamt fjölskyldu sinni samdægurs, sé virkur meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Þær upplýsingar fengu íslensk stjórnvöld frá erlendum samstarfsaðilum, líkt og Europol og Interpol. Innlent 31.1.2024 17:01 Dómur Brynjars stendur þó ekki sé fallist á að netbrot séu nauðgun Kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvoru öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit teljast ekki til nauðgunar að mati Hæstaréttar. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar á hendur Brynjari Joensen Creed. Innlent 31.1.2024 15:45 Vegir víða lokaðir vegna veðurs Vegum víða hefur verið lokað vegna veðurs. Meðal þeirra eru helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu líkt og Mosfellsheiði og Kjalarnes. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Innlent 31.1.2024 15:34 « ‹ 316 317 318 319 320 321 322 323 324 … 334 ›
Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Innlent 1.2.2024 17:00
Innantómir fagurgalar og Dagur augljóslega mjög áhrifamikill Borgarstjóri boðaði í dag sérstakan átakshóp í húsnæðismálum til að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrri átakshóp borgarstjórans sem hún segir að boðað hafi verið til árið 2022 aldrei hafa fundað. Sjálfur kannast borgarstjóri ekki við að hafa boðað slíkan hóp og segir uppbyggingu eiga að vera aðalatriði málsins. Innlent 1.2.2024 16:13
Segir vísindamenn komna með fingurna á erfðavísi langlífis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að í fyrsta sinn séu vísindamenn á réttri leið við að finna erfðavísa sem hafi áhrif á getu fólks til þess að verða gamalt. Innlent 1.2.2024 15:29
Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. Innlent 1.2.2024 15:18
Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. Innlent 1.2.2024 13:42
Tveir handteknir fyrir að virða ekki lokanir vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Vestfjörðum handtók í nótt ökumann og farþega bifreiðar sem virtu ekki lokunarpóst á veginum frá Súðavíkur til Ísafjarðar. Veginum hafði verið lokað vegna mikillar snjóflóðahættu. Innlent 1.2.2024 13:24
„Ríkisstjórnin eyðir eins og drukkinn sjómaður“ Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn sótti mjög að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra á þingi í morgun. Innlent 1.2.2024 13:19
Pallborðið á Vísi í dag: Er ógn eldgosa að færast nær höfuðborgarsvæðinu? Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands. Innlent 1.2.2024 12:15
Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. Innlent 1.2.2024 12:00
Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. Innlent 1.2.2024 11:59
Kona í gæsluvarðhaldi vegna andláts barnsins Kona um fimmtugt var úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Það er vegna andláts sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun. Innlent 1.2.2024 11:56
Búast við eldgosi á næstu dögum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Magn kviku er orðið svipað og það var fyrir síðasta gos. Jarðvísindamenn búast við nýjum atburði, kvikuhlaupi, sem gæti leitt til eldgoss á næstu dögum eða rúmri viku. Innlent 1.2.2024 11:51
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirstandandi kjaraviðræður í Karphúsinu sem nú standa yfir. Innlent 1.2.2024 11:33
Heift milli stjörnulögmanna brýst upp á yfirborðið Svo virðist sem stríð hafi brotist út milli lögmanna á samfélagsmiðlum og víðar. Eigast þar við Brynjar Níelsson annars vegar og hins vegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson auk þess sem Sveinn Andri Sveinsson blandast í slaginn. Innlent 1.2.2024 11:01
Vegagerðin varar við flughálku Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að flughált verði á sumum vegum í dag, helst á Suður- og Vesturlandi. Innlent 1.2.2024 10:42
Lögregla verst allra frétta af andláti barnsins Lögregla verst allra frétta af rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi í gær. Fjölskylda drengsins hefur minnst hans á samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn. Innlent 1.2.2024 10:34
Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. Innlent 1.2.2024 10:32
Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. Innlent 1.2.2024 09:00
Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. Innlent 1.2.2024 08:23
Mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf Stjórn félags brjóstagjafaráðgjafa segir mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf. Innlent 1.2.2024 08:00
Ákærður fyrir að gabba lögregluna með sprengjuhótun: „Höfuð og hjörtu barna ykkar munu springa“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að senda tvær sprengjuhótanir sem bárust með tæplega 25 mínútna millibili í gegnum tölvupóst seint á febrúarkvöldi 2023. Innlent 1.2.2024 07:00
Ólíklegt að menn fáist til að fjárfesta í uppbyggingu í Hvassahrauni Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist telja ólíklegt að menn fáist til að fjárfesta í uppbyggingu í Hvassahrauni þar sem mikil óvissa ríkir um öryggi á svæðinu. Innlent 1.2.2024 06:31
Spyr ráðuneytið um langa bið fullorðinna eftir ADHD-greiningu Umboðsmaður Alþingis hefur beðið heilbrigðisráðuneytið um upplýsingar um fjölda þeirra sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, hver áætlaður biðtími sé og hvort og þá hvernig hann samræmist þeim viðmiðum sem landlæknir hefur sett um bið eftir heilbrigðisþjónustu. Innlent 31.1.2024 21:58
Þungur dómur Zuisma-bróður stendur Áfrýjunarbeiðni Einars Ágústssonar, sem kenndur hefur verið við Zuisma, til Hæstaréttar hefur verið hafnað. Þriggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Landsrétti stendur. Innlent 31.1.2024 20:00
Bjarni segir ekki hafa verið gerlegt að kanna hæfi hans gagnvart kaupendum Þingflokksformaður Pírata segir Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra reyna að kenna Alþingi um hans eingin mistök við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpum tveimur árum. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því að hann þyrfti ekki að kanna hæfi sitt gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Innlent 31.1.2024 19:20
Halda viðræðum áfram á morgun Fundi breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins var frestað í dag. Fundi verður haldið áfram á morgun klukkan tíu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti þetta við fréttastofu í dag Innlent 31.1.2024 18:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona er í haldi eftir að sex ára gamalt barn fannst látið á heimili sínu í Kópavogi. Rannsókn er á frumstigi en lögreglu barst tilkynning um málið snemma í morgun. Innlent 31.1.2024 18:00
Ekki gefið upp hvort grunaði ISIS-liðinn hafi mannslíf á samviskunni Talið er að maður, sem var handtekinn á Akureyri þann tólfta janúar og fluttur til Grikklands ásamt fjölskyldu sinni samdægurs, sé virkur meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Þær upplýsingar fengu íslensk stjórnvöld frá erlendum samstarfsaðilum, líkt og Europol og Interpol. Innlent 31.1.2024 17:01
Dómur Brynjars stendur þó ekki sé fallist á að netbrot séu nauðgun Kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvoru öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit teljast ekki til nauðgunar að mati Hæstaréttar. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar á hendur Brynjari Joensen Creed. Innlent 31.1.2024 15:45
Vegir víða lokaðir vegna veðurs Vegum víða hefur verið lokað vegna veðurs. Meðal þeirra eru helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu líkt og Mosfellsheiði og Kjalarnes. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Innlent 31.1.2024 15:34