Handbolti

Íslendingaliðin Álaborg og Magdeburg unnu örugga sigra í Meistaradeildinni
Íslendingaliðin Álaborg og Magdeburg unnu örugga sigra í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Álaborg vann 12 marka útisigur gegn Pick Szeged, 29-41, og Magdeburg lagði Wisla Plock á heimavelli með marka mun, .

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 36-27 | Eyjamenn áfram ósigraðir eftir stórsigur
Eyjamenn voru, ásamt Valsmönnum, eina taplausa lið Olís-deildar karla fyrir leik kvöldsins. Þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í fyrsta leik 5. umferðar og unnu sannfærandi níu marka sigur, 36-27.

Valdi dóttur sína í sænska landsliðið
Sænski landsliðsþjálfarinn í handbolta hefur valið úrtakshópinn sinn fyrir EM kvenna sem fer fram í Slóveníu, Norður Makedóníu og Svartfjallalandi í næsta mánuði.

Fimm sem verða að gera betur: „Þetta er dýr leikmaður“
Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson tók saman lista yfir þá fimm leikmenn sem helst af öllum þyrftu að gera betur, í Olís-deild karla í handbolta, miðað við frammistöðuna hingað til á tímabilinu.

Leikhléið sem allir eru að tala um: „Mariam, þú ert gjörsamlega út á þekju“
Valskonur eru áfram ósigraðar á toppi Olís deildar kvenna í handbolta eftir sigur á Íslandsmeisturum Fram í gærkvöldi. Leikhlé Ágústs Þórs Jóhannssonar, þjálfara Vals, vöktu sérstaka athygli.

Valsmenn mæta Íslendingum í erfiðum riðli og fara til Benidorm
Íslands- og bikarmeistarar Vals eiga fyrir höndum leiki í spennandi en afar erfiðum riðli í Evrópudeildinni í handbolta í vetur en dregið var í riðla í dag.

„Ótrúlega gaman að spila í Eyjum“
Hergeir Grímsson og félagar í hans nýja liði Stjörnunni hafa farið heldur rólega af stað í Olís-deildinni í handbolta og eru með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 27-22 | Valur sterkari á ögurstundu gegn Fram
Valur og Fram leiddu saman hesta sína í þriðju umferð í Olís deild kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur í jöfnum leik urðu 27-22 Val í vil.

Stjarnan ekki í vandræðum með KA/Þór
Stjarnan vann öruggan 11 marka sigur á KA/Þór í Olís-deild kvenna í kvöld, 29-18.

Brasilíska loftbrúin stöðvar ekki á Ísafirði
KA/Þór tilkynnti rétt í þessu nýjasta liðsstyrk félagsins en KA/Þór hefur samið við hina brasilísku Nathália Baliana fyrir komandi átök í Olís-deildinni.

Valur getur lent í riðli með fjórum Íslendingaliðum
Svo gæti farið að karlalið Vals í handbolta verði í riðli með fjórum Íslendingaliðum í Evrópudeildinni. Dregið verður í riðla í fyrramálið.

„Ég hef bullandi áhyggjur af KA“
Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni.

Hergeir vissi lítið um afrek tengdapabba en íhugaði að fara til Ungverjalands
Handboltamaðurinn Hergeir Grímsson segir það hafa komið til greina að hann færi í atvinnumennsku til Ungverjalands í sumar, áður en hann skrifaði undir samning hjá Stjörnunni. Tengdaforeldrar hans eru ungverskir.

Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“
„Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann.

Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi
Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka.

Jóhanna Margrét þriðji Íslendingurinn í liði Skara HF
Handknattleikskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við sænska félagið Skara HF. Jóhanna gengur til liðs við félagið frá Önnereds.

Daníel og félagar sóttu sín fyrstu stig
Hnadboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson og félagar hans í danska liðinu Lemvig sóttu sín fyrstu stig á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið vann þriggja marka útisigur gegn Nordsjælland í kvöld, 22-25.

Íslendingalið Kolstad úr leik eftir tap í vítakastkeppni | Teitur og félagar örugglega áfram
Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félögum þeirra í norska liðinu Kolstad tókst ekki að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta eftir tap í vítakastkeppni gegn spænska liðinu Bidusoa Irun í kvöld.

Einar Þorsteinn skoraði eitt í naumum sigri Fredericia
Handboltamaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar hans í Fredericia unnu nauman tveggja marka sigur er liðið tók á móti SønderjyskE í dönsku úrvasldeildinni í handbolta í dag, 34-32.

Einar í bann fyrir að vega að heilindum eigin leikmanns
Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Einar Jónsson, þjálfara karlaliðs Fram í handbolta, í eins leiks bann vegna ummæla hans eftir leikinn gegn FH á föstudaginn.

Arnar Daði reiður þegar hann sá spjaldið sitt: „Ekkert eðlilega léleg heimavinna“
„Ég kem ekki hingað aftur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson og strunsaði út úr síðasta þætti af Seinni bylgjunni eftir að þeir Theodór Ingi Pálmason höfðu skipst á að gefa hvor öðrum einkunnaspjald um handboltagetu.

Kross 4. umferðar: Bjarni Hinn og vitsugan Björgvin Páll
Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

Spila á Dalvík vegna árshátíðar
Karlalið Þórs í handbolta bregður nú á sama ráð og karlalið KA í fótbolta þurfti að gera á síðustu misserum, með því að spila heimaleik á Dalvík vegna aðstöðuleysis á Akureyri.

„Þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna er þeir tóku á móti Fram í 16. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö mörkum, 34-27.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-27| Valsmenn halda áfram sigurgöngunni
Valsmenn fengu Fram í heimsókn í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 16-15 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik tóku Valsmenn leikinn yfir og unnu með sjö mörkum 34-27.

Einar biðst afsökunar á ummælum sínum
Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn.

„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“
Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta.

Ulrik Wilbek að missa heyrnina
Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta og borgarstjóri í Viborg, þjáist af heyrnarkvilla.

Samherji Viggós kom út úr skápnum
Lucas Krzikalla, leikmaður Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, greindi frá því um helgina að hann væri samkynhneigður.

Segir Ísfirðinga hafa reynt að fá Hauk Þrastarson
Hörður frá Ísafirði er nýliði í Olís deildinni í handbolta og eru enn stigalausir eftir fyrstu þrjá leiki sína en það verður ekki annað sagt en að forráðamenn liðsins séu metnaðarfullir.