Handbolti

Eyjakonur í góðum málum fyrir seinni leikinn

Kvennalið ÍBV vann öruggan sjö marka sigur er liðið mætti tékkneska liðinu Sokol Pisek í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta, 27-20. Leikið var í Vestmannaeyjum, en leikurin taldist þó sem heimaleikur tékkneska liðsins.

Handbolti

Ekkert smit greindist innan íslenska hópsins

Leikmenn og starfsfólk íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem nú dvelur í sóttvarnarbúbblu á Grand Hótel fyrir komandi Evrópumót í handbolta fóru í PCR próf í gær og greindist enginn með kórónuveiruna.

Handbolti

Lærisveinar Alfreðs unnu gegn Sviss

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta unnu fjögurra marka sigur er liðið mætti Sviss í dag. Lokatölur urðu 30-26, en leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir EM sem hefst í næstu viku.

Handbolti

Svíar höfðu betur gegn Hollendingum

Svíþjóð og Holland áttust við í vináttulandsleik í handbolta í kvöld þar sem Svíar höfðu betur 34-30. Leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku, en Hollendingar eru með íslensku strákunum í riðli.

Handbolti

„Þá skall þetta bara á okkur“

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, slapp við kórónuveirusmit en tólf úr leikmannahópi og starfsliði hans hafa greinst með smit eftir æfingamót í Póllandi á milli jóla og nýárs.

Handbolti