Sport

Haaland yfir­gaf völlinn á hækjum og í spelku

Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins 1-2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna.

Fótbolti

„Okkar besti leikur á tíma­bilinu“

„Ég held að við getum sagt það að við erum sennilega að spila okkar besta leik á tímabilinu,“ sagði Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals eftir að lið hans tryggði sig inn í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn með stórsigri í kvöld á liðinu Iuventa Michalovce.

Handbolti

„For­réttindi að fá að vera hluti af þessu liði“

„Vá þetta var geðveikt! Ég bara bjóst aldrei við þessu að við myndum bara taka þær með tíu á heimavelli,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður Vals, eftir glæsilegan tíu marka sigur á Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins.

Handbolti

„Gerðum gott úr þessu“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur.

Íslenski boltinn

Skara í undanúr­slit eftir víta­keppni

Deildarmeistarar Skara í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta eru komnir í 4-liða úrslit eftir að hafa sópað Kristianstad út en þriðji og síðasti sigurinn var þó torsóttur. Grípa þurfti til framlengingar í tvígang og að lokum til vítakeppni.

Handbolti

„Getum brotið blað í sögu hand­boltans“

Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna.

Handbolti

Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembl­ey

Í enska bikarnum eigum við Ís­lendingar okkar full­trúa í átta liða úr­slitunum, Skaga­manninn Stefán Teit Þórðar­son, leik­mann Preston North End, sem verður í eld­línunni þegar að enska úr­vals­deildar­félagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag.

Fótbolti

Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið

Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu.

Enski boltinn

Stoppaði skyndisókn og stóð á haus

Aðstoðardómari í leik Espanyol og Atlético Madrid lenti í árekstri við leikmann sem var að bruna upp í skyndisókn, sem varð til þess að dómarinn féll til jarðar og kútveltist í grasinu.

Fótbolti

„Getum gert góða hluti gegn þessu liði“

„Mjög stór leikur fyrir okkur og við getum skrifað söguna“ sagði Valskonan Elín Rósa Magnúsdóttir um undanúrslitaleikinn sem framundan er á Hlíðarenda á morgun gegn Iuventa. Valur er tveimur mörkum undir eftir fyrri leikinn úti í Slóvakíu.

Handbolti