Íslenski boltinn

Sjáðu ótrúlegan vítadóm í Keflavík og fernu Söndru Maríu
Nítján mörk voru skoruð þegar önnur umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fór öll fram í gær. Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, var í miklum ham og eitt ótrúlegasta atvik sumarsins leit dagsins ljós í Keflavík.

Sandra María: Vil gera betur en í fyrra
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, fór á kostum í sigri liðsins gegn FH í dag en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk liðsins í 0-4 sigri.

Uppgjörið og viðtöl: FH - Þór/KA 0-4 | Óvæntur stórsigur gestanna
FH tók á móti Þór/KA í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í leik sem búist var við að yrði gríðarlega jafn. Annað kom á daginn en gestirnir unnu ótrúlegan sigur.

Uppgjör og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 3-0 | Sannfærandi sigur Blika á kraftmiklum Stólum
Breiðablik er enn taplaust í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir góðan sigur á Tindastól í dag. Á 82. mínútu var leikurinn í járnum og Tindastóll nær því að jafna en hitt. Á örfáum sekúndum snerust örlög Tindastóls við og öflugt lið Breiðabliks komið í 3-0 forystu.

„Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin“
Þróttur tapaði 1-2 gegn Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik.

Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Valur 1-2 | Amanda heldur áfram að skora
Valskonur unnu 1-2 útisigur gegn Þrótti á Avis-vellinum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem gerði sigurmarkið en þetta var hennar þriðja mark á tímabilinu.

„Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“
Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals.

Sharts í aðalhlutverki í endurkomusigri Stjörnunnar
Hannah Sharts var í aðalhlutverki þegar Stjarnan vann 2-3 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Hún fékk á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skoraði tvö mörk í þeim seinni og lagði upp sigurmark Garðbæinga.

Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 2-2 | Jafnt í nýliðaslagnum
Víkingur og Fylkir skildu jöfn 2-2 í nýliðaslag í 2. umferð Bestu deildar kvenna.

„Auðvitað voru þetta ekki gleðifréttir“
Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður Bestu deildar liðs KR, kýs að halda í bjartsýnina þrátt fyrir að eiga fyrir höndum endurhæfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik á dögunum.

Fékk prófessorsnafnið frá Gaupa: „Ég er bölvaður nörd“
Besta upphitunin hefur göngu sína að nýju og hitað verður upp fyrir hverja umferð deildarinnar í sumar líkt og verið hefur undanfarin ár. Gestur dagsins var Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.

Víkingar fengu góða sumargjöf
Stuðningsmenn Víkings fengu góða sumargjöf í gær. Þrír af efnilegustu leikmönnum félagsins skrifuðu þá undir nýjan samning við það.

Stórleikur í Garðabænum og Fram mætir þriðju deildarliðinu
Stjarnan og KR mætast í stórleik sextán liða úrslita Mjólkurbikars karla í fótbolta. Dregið var í hádeginu.

Berglind Björg komin með félagaskipti í Val
Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur gengið formlega frá félagsskiptum sínum yfir í Vals en félagsskiptin hafa nú verið staðfest á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Uppgjörið: Keflavík - Breiðablik 2-1| Sami Kamel afgreiddi Blika
Breiðablik freistaði þess að svara fyrir skellinn gegn Víkingi á sunnudaginn þegar liðið sótti Lengjudeildarlið Keflavíkur heim í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæðinu.

KR fékk ungan Svía fyrir gluggalok
Meiðslum hrjáð lið KR náði að krækja í leikmann fyrir komandi átök í Bestu deildinni á lokadegi félagsskiptagluggans í gærkvöld. Þeir bregðast þannig við fámenni í framliggjandi stöðum á vellinum.

350 þúsund krónur i sektir og tveir fá þriggja mánaða bann
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið hart á leikskýrslufölsun í leik KFK og Hvíta Riddarans í B deild Lengjubikarsins sem fram fór þann 22. mars 2024.

Tíu Grindvíkingar unnu í Eyjum
Bestu deildarlið Fram, Fylkis og Vestra tryggðu sér í dag öll sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta ásamt B-deildarliði Grindvíkinga.

Æfði með FH en fékk ekki samning og skipti síðan í Hauka
Guðjón Pétur Lýðsson er kominn með nýtt lið en hann hefur skipt úr Grindavík í Hauka og spilar því C-deildinni í sumar.

Bikarmeistararnir bjóða frítt á völlinn
Víkingar hafa unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla karla í fótbolta og eru handhafar Mjólkurbikarsins í bæði karla- og kvennaflokki.

„Hún á eftir að fá að skína aðeins meira“
Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir töluðu báðar vel um Víkingsliðið sem vann Stjörnuna í fyrsta leik sínum í Bestu deild kvenna í sumar.

Krakkalæti og langt bann eða gult og málið dautt?
Skiptar skoðanir eru um rautt spjald sem Grétar Snær Gunnarsson fékk að líta í stórleik gærkvöldsins í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Þjálfari hans hjá FH skilur ekkert í dómnum en leikmaður Vals segir hann hafa hagað sér eins og barn.

Taka gamlar hetjur fram skóna í bikarnum í dag?
FH-hetjurnar Steven Lennon og Atli Guðnason eru sagðar spila í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld með liði ÍH. Leikmennirnir hafa aftur á móti ekki fengið í gegn félagsskipti í morgunsárið.

„Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“
Heimir Guðjónsson var svekktur með 3-0 tap FH gegn Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann ræddi leikinn allan, rauða spjaldið sem hefði að hans mati ekki farið á loft í fyrra og félagaskiptaglugga FH við blaðamenn eftir leik.

„Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur“
Gylfi Þór Sigurðsson gaf tvær stoðsendingar í 3-0 sigri Vals gegn FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu sagðist hann ekki enn byrjaður að sýna sitt besta.

Lærisveinninn laut í lægra haldi
Stjarnan vann nauman 2-1 sigur á Augnabliki í lokaleik dagsins í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Þar má segja að lærifaðir hafi haft betur gegn lærisveini.

Tíu KR-ingar skoruðu níu í gölnum leik
KR komst áfram í Mjólkurbikar karla í kvöld eftir skrautlegan leik við KÁ, Knattspyrnufélaginu Ásvöllum, í Hafnarfirði.

Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag
FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Uppgjörið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri
Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega.

Vaktin: Lokadagur félagsskiptagluggans á Íslandi
Félagsskiptagluggi KSÍ lokar á miðnætti í dag, 24. apríl. Vísir mun fylgja eftir öllum helstu tíðindum dagsins í vaktinni.