Lífið

Lag Bjarkar og Rosalíu kemur út á fimmtu­daginn

Lagið Oral, úr smiðju tónlistarkonunnar Bjarkar með Rosalíu sem gestasöngkonu, kemur út fimmtudaginn næstkomandi, þann 9. nóvember. Lagið er að sögn Bjarkar framlag til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. 

Lífið

Tinna Alavis eignaðist dreng

Áhrifavaldurinn og fegurðardísin Tinna Alavis hefur eignast dreng. Hún deildi gleðifregunum á samfélagsmiðlum í gær með fallegri mynd af syninum.

Lífið

Þegar pönkararnir héngu á Hlemmi

Á níunda áratug síðustu aldar gegndi Hlemmur öðru hlutverki sem samkomustaður en í dag. Þegar skýlið á Hlemmtorgi var opnað á sínum tíma var í fyrsta sinn komið opið almenningsrými á Íslandi, þar sem fólk, óháð stétt og stöðu, gat leitað skjóls. Þar sem nú er mathöll var því fyrr á árum nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir einstaklinga sem lifðu utan við og á jaðri samfélagsins.

Lífið

Perry borinn til grafar

Leikaranum Matthew Perry var fylgt til grafar í Los Angeles í gær. Fjölskylda, vinir og vandamenn voru viðstödd athöfnina.

Lífið

Barn Bar­ker og Kar­dashian komið í heiminn

Fyrsta barn trommarans Travis Barker og raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian er komið í heiminn. Kardashian tilkynnti um óléttuna í júlí þegar hún hélt á skilti á tónleikum Travis, sem er trommarinn í hljómsveitinni Blink-182, sem á stóð: „Travis, ég er ólétt.“

Lífið

90 ára af­mæli Hvolsvallar fagnað með rjóma­tertu

Blásið verður til mikillar afmælisveislu á morgun sunnudag á Hvolsvelli því þá verður 90 ára afmæli þorpsins fagnað. Mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og hefur sjaldan eða aldrei verið byggt eins mikið á staðnum eins og núna.

Lífið

„Ég er ekki þessi níu til fimm pabbi“

Rapparinn Friðrik Róbertsson, betur þekkur sem Flóni, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir ríflega sex árum. Þrátt fyrir að vera þekktur fyrir einlægni veitir Flóni sjaldan viðtöl og segist vera frekar prívat maður.

Lífið

Snjórinn fallinn

J-dagurinn, svonefndi, er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim til að fagna því að jólabjórinn sé mættur. Dagskrá hófst á Dönsku kránni klukkan 12:00 í dag og „snjórinn féll“ klukkan 20:59.

Lífið

Öðru­vísi föstudagspítsa að hætti Brynju Dan

Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar, deildi girnilegri pítsuuppskrift á samfélagsmiðlum á dögunum. Perur, döðlur og camembert smurostur að dansa saman - hversu spennandi?

Lífið

„Þetta er mjög löng og ströng bar­átta sem er fram­undan“

Hin þriggja ára gamla Glódís Lea Ingólfsdóttir greindist með illvígt krabbamein í júlí síðastliðnum og í kjölfarið snerist líf hennar og fjölskyldunnar á hvolf. Undanfarna mánuði hefur Glódís þurft að gangast undir stranga lyfjameðferð til að vinna bug á meininu og baráttunni er enn ekki lokið. 

Lífið