Friðrik Ólafsson, einn áhrifamesti skákmaður Íslandssögunnar, fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og fagnar því níutíu ára afmæli í dag. Hann var heiðraður með opnu húsi í Eyri í Hörpu í dag
Friðrik varð sex sinnum Íslandsmeistari í skák, fyrst árið 1952. Þá varð hann Norðurlandameistari í skák 1953 og 1971, alþjóðlegur skákmeistari 1956 og fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák árið 1958. Friðrik var forseti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) frá 1978-1982, ritstjóri Lagasafns Íslands frá 1982-1983 og skrifstofustjóri Alþingis frá 1984-2005.
Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ævina og þennan stóráfanga í vikunni.
Fjöldi fólks mætti í Hörpu í dag eins og sjá má á myndunum hér að neðan sem RAX, ljósmyndari Vísis, tók.






