Lífið

BBQ kóngurinn: Þríhyrningssteik með pico de gallo

„Ég er búinn að vera að vinna svolítið með ódýra vöðvar hérna heima og smakka þá alla. Rosalega gott kjöt ef maður sker það rétt. Þvert yfir vöðvaþræðina, þunnar sneiðar. Gott og bragðmikið!,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn á Stöð 2. 

Lífið

„Misskilningur að ég sé fáviti“

Björgvin Páll segir að sumir misskilji hann og haldi að hann sé fáviti, vegna hegðunar inni á handboltavellinum í gegnum árin. Hann viðurkennir að hafa ýkt þessa hegðun og jafnvel meitt leikmenn viljandi á yngri árum. 

Lífið

John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin

John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin.

Lífið

Samsæriskenningin sem reyndist sönn

„Þetta var bara bomba,“ segir Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðingur um vitnisburð söngkonunnar Britney Spears fyrir helgi. Elva Björg heldur úti hlaðvarpinu Poppsálin og fór hún yfir Britney málið í Bítinu á Bylgjunni í dag.

Lífið

„Við vorum bara handviss um að hann myndi ekki lifa af“

Karen Ingólfsdóttir og Ragnar Hansen gengu í gegnum martröð allra foreldra þegar nýfæddur drengur þeirra barðist fyrir lífi sínu í öndunarvél í átta daga. Ástæðan var svokölluð GBS baktería sem Karen hafði greinst með á meðgöngu án nokkurrar vitundar og borið til sonar síns. Talið er að fjórðungur kvenna á barneignaraldri séu GBS berar. Á Íslandi er ekki skimað sérstaklega fyrir bakteríunni.

Lífið

„Treysti mér ekki til að vinna í þessu athugasemdarlaust“

Arnar Þór Jónsson dómari við Héraðsdóm í Reykjavík ákvað að skella sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn um daginn. Hann segir í viðtali í hlaðvarpinu 24/7 að það sé mikilvægt að það eigi sér stað vitundarvakning í samfélaginu um réttarkerfið. 

Lífið

Hrika­legt á­fall að missa pabba sinn

Björg­vin Franz Gísla­son segir að fólk verði að leita sér hjálpar til að vinna úr sorginni eftir missi ást­vina. Hann segir það hafa verið hrika­legt á­fall að missa föður sinn Gísla Rúnar Jóns­son, sem svipti sig lífi síðasta sumar.

Lífið

Segir mögulegt að virðast tíu árum yngri með andlitsæfingum

„Við förum í líkamsrækt til þess að byggja upp vöðvana og stinna húðina, líta betur út og líða betur. Þannig er hægt að gera með andlitið, við erum með yfir 40 vöðva í andlitinu,“ segir Ragnheiður Guðjohnsen andlitsþjálfari. Hún heldur námskeið þar sem hún kennir fólki að þjálfa andlitið til þess að gera útlitið unglegra.

Lífið