Lífið

„Maður getur þakkað ís­lenskum bók­menntum fyrir H.C. Ander­sen“

Annette Lassen er verðandi prófessor á Árnasafni í Kaupmannahöfn og áður rannsóknarprófessor við Árnastofnun í Reykjavík. Hún sker sig þó úr að miklu leyti hvað danska miðaldafræðinga varðar. Fyrir það fyrsta talar hún lýtalausa íslensku, er ríkisborgari lýðveldisins og hún er jafnframt í hópi fárra danskra fræðimanna sem telur menningararf Íslendinga, tilheyra Íslendingum.  Hún segir tímabært að danska þjóðin geri upp langt og flókið samband sitt við Ísland og viðurkenni áhrif Íslendinga á bókmenntir þeirra og sögu.

Lífið

Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgar­stjórar og tón­list

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið

Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu

Í heimi þar sem karlar hafa löngum verið ráðandi stendur Veiga Dís Hansdóttir , 155 sentimetrar á hæð, og rústar öllum hugmyndum um hvað „litlar konur“ geta eða geta ekki gert. Á seinasta ári braut hún blað í fjörtíu ára langri sögu keppninnar um Sterkasta mann Íslands með því að verða fyrsta konan til að dæma á mótinu.

Lífið

Sann­færð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf

„Mamma og pabbi hafa stundum sagt að það hafi verið eins og þau hafi fengið rangt barn heim til Íslands,“ segir Guðrún Runólfsdóttir sem greindist öllum að óvörum með geðhvörf þegar hún var sautján ára gömul. Við tóku erfið ár sem einkenndust af vinkvennaslitum og ofbeldisfullu ástarsambandi. Síðar birti til og er Guðrúnu í mun að uppræta fordóma gagnvart geðhvörfum sem hún þurfti sjálf að horfast í augu við.

Lífið

For­seta­hjónin létu sig ekki vanta

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á Íslandi fyrir fullum sal gesta í Bíó Paradís í gærkvöldi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Lífið

Upp­skrift að hinu full­komna vinkonukvöldi

Það er fátt sem jafnast á við notalega kvöldstund með góðum vinkonum þar sem hægt er að slaka á, kúpla sig frá hversdagsleikanum og hlaða batteríin. Lífið á Vísi setti saman hugmyndir að ógleymanlegu vinkonukvöldi heima fyrir. 

Lífið

Þor­steinn og Rós orðin hjón

Þor­steinn Bald­ur Friðriks­son, athafnamaður og stofnandi Plain Vanilla, og Rós Kristjáns­dótt­ir, gullsmiður og ann­ar eig­andi skartgripafyrirtækisins Hik & Rós, eru orðin hjón. Frá þessu greinir Rós í hringrásinni (e.story) á Instagram.

Lífið

Á bata­vegi fjórum mánuðum eftir slysið

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á Ríkissjónvarpinu, gekkst undir margþætta aðgerð á vinstra hné í gær eftir að hafa slasast á fjallaskíðum á Snæfellsjökli um liðna páska. Hún segist nú vera á batavegi og stefnir á að mæta aftur til starfa í október.

Lífið

Örn Eld­járn kaupir hús Jóns Ólafs­sonar

Gítarleikarinn Örn Eldjárn og eiginkona hans, Karen Lena Óskarsdóttir, hafa fest kaup á einbýlishús við Skeljagranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið var áður í eigu tónlistarhjónanna Jóns Ólafssonar og Hildar Völu Einarsdóttur. Kaupverðið nam 189,9 milljóna króna.

Lífið

Cruise af­þakkaði boð Trump

Tom Cruise hafnaði boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að vera heiðraður af Kennedy-listamiðstöðinni. Skýrðist það af því að tímasetningin stangaðist á við aðrar skuldbindingar leikarans. Cruise hefur ekki tjáð sig um málið.

Lífið

Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“

Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann.

Lífið

„Það var aldrei upp­gjöf í hans huga, alltaf já­kvæðni“

Þegar RAX hóf störf á Morgunblaðinu 16 ára gamall var Árni Johnsen, þá blaðamaður, einn sá fyrsti sem bauð hann velkominn og tókst með þeim mikil vinátta. Þeir urðu fljótlega að teymi blaðamanns og ljósmyndara og fóru í alls kyns svaðilfarir til að afla frétta. Skipsströnd, eldgos, og hvalrekar voru meðal þess sem félagarnir gerðu saman fréttir um.

Lífið

Tíramísú sem morgun­matur fyrir alla fjöl­skylduna

Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir, deilir reglulega hollum, næringarríkum og barnvænum uppskriftum á Instagram-síðu sinni, auk ýmiss fróðleiks um heilsu. Nú hefur hún fært hinn klassíska ítalska eftirrétt tíramísú í hollari búning.

Lífið

„Yngsti „self made“ milljóna­mæringur undir þrí­tugu“

Eigendur Metta Sport, Pétur Kiernan og Samúel Ásberg O’Neill, eru nýkomnir heim úr sumarfríi í Króatíu ásamt kærustum sínum, Valdísi Hörpu Porcu og Þuríði Guðrúnu Pétursdóttur. Ferðalagið einkenndist af sólríkum dögum og vellystingum ef marka má myndir á samfélagsmiðlum.

Lífið

Heillandi arki­tektúr í Garða­bæ

Við Hofslund í Garðabæ stendur fallegt 280 fermetra einbýlishús frá árinu 1975, teiknað af Hilmari Ólafssyni, arkitekt. Útveggir hússins eru úr sjónsteypu sem setja afar heillandi svip á eignina. Ásett verð er 239 milljónir.

Lífið

Valdi hættur að spila í neðri deildunum

Viðskiptavinir í Geisladiskabúð Valda þurfa ekki lengur að draga inn magann og halda niðri í sér andanum þegar þeir mætast í búðinni. Flutningar eru á næsta leiti í sögufrægt húsnæði þar sem verður nóg pláss til að vafra um.

Lífið

Hall og Oates ná sáttum

Daryl Hall og John Oates, sem saman mynduðu popptvíeykið Hall & Oates en hafa undanfarin misseri eldað grátt silfur, hafa náð sáttum fyrir dómi.

Lífið

Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar

Björg Ingadóttir er einn af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins. Hún dvelur mikið í sumarbústað sínum í Borgarfirði sem er vægast sagt óhefðbundinn. Bústaðurinn er 38 fermetrar og með útisturtu í skjóli sem gert er úr torfi en hún notar einnig óhefðbundnar aðferðir við hönnun, meðal annars á innsetningarfötum Höllu Tómasdóttur.

Lífið