Lífið

„Ég er búin að sætta mig við að ég mun lík­lega aldrei fá nein svör“

„Ég var bara ungabarn þegar mamma neyddist til að halda mér niðri öskurgrátandi á meðan læknir tók úr mér blóðprufu, svo þú gætir fengið staðfestingu hvort ég væri „þitt blóð“. Með þessum orðum hófst bréf sem Magdalena Katrín Sveinsdóttir tók tíu ár í að skrifa, og birti loks á facebook nú á dögunum. Bréfið var stílað á afskiptalaust foreldri, en hún hefur ekki séð blóðföður sinn í fimmtán ár.

Lífið

Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell

Hæfileikabúntið og Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, segir að fyrirhuguð þriggja mánuð búseta í Los Angeles hafi orðið að súrrealískum tíu árum. Á þessum tíu árum hefur hann landað hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum en síðast lék hann í verkefnum með stjörnum eins og David Schwimmer og Will Ferrell.

Lífið

Maríanna og Dommi trú­lofuð

Maríanna Pálsdóttir, eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, og Guðmundur Ingi Hjartarson eru trúlofuð. Guðmundur, eða Dommi, hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu við Laxár á Keldum, er eigandi Netheima og job.is og starfar sem ráðgjafi.

Lífið

Kú­rekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu

Eitt sögufrægasta þorrablót landsins, sjálft Kommablótið á Neskaupsstað var haldið síðastliðinn laugardag í 59. skiptið. Venju samkvæmt var skemmtanametið slegið og í þetta skiptið var þemað í anda villta vestursins.

Lífið

Prinsessan eignaðist dóttur

Sofia prinsessa af Svíþjóð er búin að eiga. Hún eignaðist dóttur klukkan 13:10 í dag. Þetta er fjórða barn hennar og Karls Filippusar.

Lífið

Segist vera nas­isti sem elskar Hitler

Kanye West hefur á síðustu klukkutímum sagst vera nasisti og elska Adolf Hitler. Hann segir gyðingahatur bull sem gyðingar bjuggu til og hann ætli aldrei aftur að biðjast afsökunar á ummælum sínum.

Lífið

Lítil þolin­mæði fyrir hrekk Audda

Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður betur þekktur sem Steindi jr. er ekki að flytja úr Mosfellsbænum og í Garðabæ líkt og fram kemur í nýjasta tölublaði Mosfellingsins. Þar lítur út fyrir að um viðtal við Steinda sé að ræða þegar raunin er sú að stríðnispúkinn Auðunn Blöndal heldur þar á penna.

Lífið

Að­stoðar­mennirnir og ástin

Ráðherrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hafa verið að ráða sér aðstoðarmenn undanfarnar vikur. Í einhverjum tilfellum má segja að ekki sé leitað langt yfir skammt.  Sumir aðstoðarmenn tengjast ráðherrum sökum þess að ástarguðinn Amor skaut örvum sínum og hitti beint í mark.

Lífið

Vefur um úti­vist í loftið

Nýr upplýsingavefur um útivistarmöguleika á höfuðborgarsvæðinu er kominn í loftið. Hann ber heitið utumallt.is og var formlega tekinn í notkun á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) síðastliðinn mánudag.

Lífið

„Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“

Ungt par í Laugardalnum gekk í gegnum martröð allra foreldra í maí 2023, þegar fjögurra ára sonur þeirra lést sviplega eftir skammvinn veikindi. Þau hafa bæði verið samstíga og farið sínar eigin leiðir í sorginni, sem hefur á köflum verið yfirþyrmandi. 

Lífið

Finnur þú fyrir upp­þembu eða ó­þægindum eftir mat?

Flestir hugsa um meltinguna í tengslum við líkamlega líðan, en hún hefur líka bein áhrif á andlega heilsu. Fáir vita að um 90% af serótóníni – oft kallað hamingjuhormón líkamans – myndast í þörmunum. Þegar meltingin er í ólagi getur það því haft áhrif á bæði líkamlega og andlega vellíðan.

Lífið samstarf

Mamma mætti á frum­sýningu Fjallsins

Það var húsfyllir og eftirvænting í lofti þegar kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Fjallið var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni á þriðjudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig var Erpur Eyvindarson rappari sem gjarnan er þekktur sem Blaz Roca.

Lífið

Ein­hleypan: Grænkeri sem hrífst af hug­rekki

Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir dýravelferð. Hún er einhleypan á Vísi í þetta skiptið, segist vera svakaleg dellukona, hugrekki heillar en afstöðuleysi og eigingirni heilla ekki. Leyndur hæfileiki Rósu kemur á óvart. 

Makamál

Frum­sýning á Vísi: Ó­væntir gestir hjá Væb-bræðrum

„Við erum búnir að vera að róa í heilt ár, yfirhöfin sjö, aðallega Atlantshafið samt þar sem við komum við í Grænlandi og í Færeyjum, í leit að tilgangnum, hvað skal gera næst,“ segja Væb-bræður sem frumsýna á Vísi tónlistarmyndband sitt við lagið Róa.

Lífið

Saknar ekki fullrar inn­keyrslu af glæsikerrum

Þórarinn Ævarsson athafnamaður segist hafa snúið blaðinu við eftir að hafa orðið ölvaður af eigin velgengni. Hann starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilningi þess orðs og segist ekki lengur eiga sportbíl heldur gamlan Subaru. Hann segist vilja brjóta á bak aftur tabú um hugvíkkandi efni og telur hugmyndafræði Ikea geta nýst vel í verkið.

Lífið

Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn

Katie Cassidy fyrirsæta og kærasta Liam Payne hefur í fyrsta sinn tjáð sig um andlát hans í Argentínu og síðustu augnablik þeirra saman. Hún segir að hefði hún vitað hvernig var hefði hún aldrei yfirgefið hann í Argentínu.

Lífið

Líkamsræktarfrömuður selur í Kópa­vogi

Líkamsræktarfrömuðurinn Birkir Vagn Ómarsson hefur sett slotið á sölu í Galtalind í Kópavogi. Birkir Vagn hefur undanfarin ár rekið líkamsræktarstöðina MGT og boðið þar upp á æfingar sem hafa slegið í gegn.

Lífið

Irv Gotti er látinn

Irv Gotti, tónlistarframleiðandi, útgefandi og stofnandi Murder Inc. Records, er látinn 54 ára að aldri.

Lífið