Skoðun

Rétturinn til að ráða bú­setu og at­vinnu sinni er bara orð á blaði

Helga Thorberg skrifar

Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“

Skoðun

Kjósum ungt fólk á Alþingi

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifa

Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið.

Skoðun

Hvað dvelur hrað­prófin?

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja.

Skoðun

Heil­brigðis­mál eru kosninga­mál

Erna Bjarnadóttir skrifar

Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli.

Skoðun

Íslandssagan er full af bulli

Bryndís Víglundsdóttir skrifar

Ef við lesum skráða sögu okkar kemur í ljós að hún er saga hraustra karla og hetja. Hún er ekki saga fólks sem bjó við vanheilsu eða fötlun og hún er ekki saga kvenna og barna.

Skoðun

Myglaður meiri­hluti

Björn Steinbekk skrifar

Málefni Fossvogsskóla hafa verið í umræðunni og þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra og aðfinnslur hefur harla lítið gerst. Í raun hefur svo mörgum tekist að gera svo lítið að um einhverskonar met í lélegri stjórnsýslu ætti að falla í skaut hins myglaða meirihluta og þeirra sem þau hafa sett í nefndir, ráð og forystu innan skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Skoðun

Um spænska togara og hræðsluáróður II

Ingvar Þóroddsson skrifar

Þann 11. ágúst birti ég á Vísi greinina „Um spænska togara og hræðsluáróður“ en markmiðið með þeim skrifum var fyrst og fremst að svara þeim ógnarrökum sem iðulega heyrast frá andstæðingum Evrópusambandsaðildar sem vilja meina að framtíð íslensks sjávarútvegs væri það svört innan sambandsins að það er ekki einu sinni þess virði að halda áfram aðildarviðræðum. Ég var fullmeðvitaður um það að með skrifum mínum væri að stíga inn á ákveðið jarðsprengjusvæði og þess vegna kom mér það nokkuð á óvart þegar viðbrögð við greininni frá ESB-andstæðingum voru lítil sem engin.

Skoðun

Hvar eru múturnar? Annar hluti

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Ég skrifaði grein hér á Vísi fyrir helgi sem kallaðist Hvar eru múturnar? Tilefni spurningarinnar var hvernig stjórnmálastéttin hefur linnulaust dælt völdum, auðlindum og fé fjöldans til hinna fáu ríku. Svo gegndarlaust að ef við fréttum af einhverju viðlíka í öðru landi myndum við strax spyrja: Hvar eru múturnar?

Skoðun

Spilling er lævís og lipur

Árni Múli Jónasson skrifar

Spilling þrífst á kúgun og þöggun og grefur þannig undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Hún byggist á mismunun fólks og fyrirtækja og leiðir til enn meiri mismununar. Hún er illvíg meinsemd sem skaðar hagsmuni almennings á öllum sviðum þjóðlífsins. Spilling gagnast þeim auðugu og valdamiklu, sem reyna því jafnan að verja hana og viðhalda og hún bitnar alltaf mest og verst á þeim sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga.

Skoðun

Eðlilegt líf – Já takk

Vilhjálmur Árnason skrifar

Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið.

Skoðun

Dóta- og dýradagarnir

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi.

Skoðun

Eigum við öll rétt til mennsku?

Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Mig setur hljóðan þessa dagana.Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur.Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra.

Skoðun

Verkalýðurinn

Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar

Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni?

Skoðun

Börnin okkar

Helgi Héðinsson skrifar

Í heimi sem einkennist af síauknum hraða og kapphlaupi við lífsins gæði, hættir okkur til að gleyma því sem mestu máli skiptir. Við gleymum að hugsa um heilsuna og vöknum upp við það einn daginn að við erum komin upp við vegg. Við gleymum að rækta samböndin sem allt í einu eru kulnuð. Við gætum ekki að því að njóta samvista með börnunum okkar sem allt í einu eru orðin fullorðin. Við gerum öll sömu mistökin. Dag eftir dag, ár eftir ár.

Skoðun

Gaslýsing: Siðlaus samskiptatækni í nánum samböndum

Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar

Ómerkilegasta en um leið ein áhrifamesta gaslýsing sem ég hef heyrt af hófst með lykli. Lykill týndist í vörslu manns. Hann sór fyrir það að hafa ekki týnt lyklinum heldur sett hann í póstkassa eiganda. Þegar póstkassinn var opnaður var engan lykil þar að finna. Þá sagði maðurinn ákveðinn að hann hefði ruglast á kassa og sett lykilinn í póstkassa nágrannans. Þegar leitað var til nágranna var engan lykil þar heldur að finna.

Skoðun

Sjávarútvegsstefna Viðreisnar

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan.

Skoðun

Allt of fáir að leita sér hjálpar vegna þunglyndis

Fanney Björk Guðmundsdóttir skrifar

Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu.

Skoðun

Ég á vin...

María Rut Kristinsdóttir skrifar

Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11

Skoðun

Viðreisn er komin til að vera

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Ólafur Þ. Harðarson birti ágæta greiningu á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hann að það væri mikil einföldun að kalla Viðreisn klofningsflokk úr Sjálfstæðisflokki. Þegar Viðreisn bauð fyrst fram komu rúm 30% kjósenda flokksins frá Sjálfstæðisflokki og tæp 30% úr Samfylkingu. Samtals um 60%. Restin eða um 40% kom frá öðrum flokkum, Framsóknarflokki, Pírötum og meira að segja VG eða hreinlega nýjum kjósendum. Hann bendir á að viðhorf kjósenda Viðreisnar sé mjög frábrugðin viðhorfum kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

Skoðun

Heilsa og heil­brigðis­varnir, út fyrir boxið

Geir Sigurður Jónsson skrifar

Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga.

Skoðun

Sumir og aðrir - um tekjur og heil­brigði

Drífa Snædal skrifar

Upplýsingar um ofurtekjur karla (og nokkurra kvenna) liggja nú fyrir í álagningarskrám skattayfirvalda. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við fáum upplýsingar um tekjur fólks og ekki síst framlag til samfélagsins og þeirra kerfa sem við treystum öll á og gætum ekki lifað án.

Skoðun

Hvar eru múturnar?

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Spurningin sem vofir yfir íslenskum stjórnmálum, en er aldrei lögð fram er: Hvar eru múturnar? Öll grunnkerfi samfélagsins hafa verið sveigð að þörfum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, auðugasta fóiki landsins. Þetta hefur verið gert af stjórnmálafólki, sem kjörið er til að gæta hagsmuna almennings.

Skoðun

„Sami rassinn undir þeim öllum“

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Það var árið 2012 sem við sáum til lands í fjármálum ríkisins, gátum lokað fjárlagagatinu og hafið uppbyggingu eftir stórkostlegt efnahagshrun. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009 voru stýrivextir 18% og verðbólgan líka um 18%.

Skoðun

Það sem enginn þorir að ræða!

Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar

Grænir orkugjafar hafa verið grundvöllur lífsskilyrða í landinu og knúið efnahagslífið áfram. Við Íslendingar höfum náð eftirtektarverðum árangri við útskiptum jarðefnaeldsneytis fyrir hreina orkugjafa og nú liggur fyrir að taka þarf enn stærri skref.

Skoðun

Brjósta­gjöf - vitundar­vakning um á­hrif tungu­hafta

Júlíana Magnúsdóttir og Sonja Magnúsdóttir skrifa

Undanfarin ár hefur orðið mikil vitundarvakning um áhrif tunguhafta á almenna heilsu. Með aukinni vitneskju leita foreldrar í auknum mæli eftir aðstoð ef brjóstagjöf gengur ekki sem skildi, ef barn á erfitt með að meðhöndla mat eða á í erfiðleikum með framburð.

Skoðun

Um vegna áhættu og ábata

Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar

Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt.

Skoðun

Hin­segin réttindi - hvar stendur Ís­land

Bergrún Andradóttir og Rúnar Freyr Júlíusson skrifa

Þegar jafnréttisbarátta hinsegin fólks er til umræðu í samfélaginu nú til dags er oft einblínt á persónulegu hliðina. Við fáum að heyra reynslusögur og skoðanapistla um fordóma og mismunun í garð hinsegin fólks. Þessar sögur eiga fyllilega rétt á sér, það er mikilvægt að þær séu sagðar, og að á þær sé hlustað, en þær einar og sér birta ekki heildarmyndina.

Skoðun