
Sport

„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
„Ég er mjög ánægð með það sem ég hef afrekað, þó það sé engin draumastaða ef ég þarf að hætta svona,“ segir Katrín Ásbjörnsdóttir, Íslandsmeistari og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta.

Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu
Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni.

Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina
Golden State Warriors og Orlando Magic verða með í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en liðin tryggði sig inn með sigri í umspilinu í nótt.

Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar
Marcel Römer var fyrirliði Lyngby í efstu deild Danmerkur en þó ekki í myndinni hjá þjálfarateymi félagsins. Hann grínaðist með að vilja prófa eitthvað nýtt og er nú mættur til Akureyrar þar sem hann mun spila fyrir bikarmeistara KA í Bestu deild karla í fótbolta.

Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn
JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, tók á móti meistaraliði Ohio State háskólans í Hvíta húsinu en bauð upp á vandræðalegt atvik.

Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA
Að venju eru sannkölluð veisludagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport. Við fáum endanlega staðfest hvaða lið komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta, Besta deild kvenna í fótbolta heldur áfram að rúlla sem og umspilið í NBA-deildinni í körfubolta.

Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug
Luka Dončić hefur stolið öllum fyrirsögnunum síðan hin ótrúlegu félagaskipti hans frá Dallas Mavericks til Los Angeles Lakers áttu sér stað. Skiptunum fylgdi gríðarleg treyjusala sem gerði það að verkum að treyja með Dončić og 77 á bakinu er nú sú vinsælasta í NBA.

Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu
Sænska B-deildarliðið Östersund hefur gefið út að markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson verði frá keppni um ókomna tíð. Ekki er um meiðsli að ræða en leikmaðurinn hefur beðið um frí vegna persónulegra ástæðna.

„Holan var of djúp“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum.

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Álftaness, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni strax eftir sigurinn gegn Njarðvík í kvöld en Álftnesingar tryggðu sig í undanúrslit í fyrsta sinn með 104-89 sigri.

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
„Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu.

„Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Selfoss byrjar á sigri
Selfoss lagði ÍR með fjögurra marka mun í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta, lokatölur 31-27 á Suðurlandi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í næstu umferð.

„Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“
Þróttur sigraði Fram 3-1 á AVIS vellinum í 1. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Þróttur hafði öll völd á vellinum og voru spiluðu vel á meðan Fram átti í töluverðum erfiðleikum að ógna að marki Þróttar og margt sem ekki gekk nægilega vel.

Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti
Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu tímabilið í Bestu deild kvenna í fótbolta af krafti og sýndu af hverju því er spáð að þær standi uppi sem meistarar að tímabilinu loknu. Uppgjörið og viðtöl væntanleg.

„Gott að vera komin heim“
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld þegar þær kjöldrógu nágrana sína í Stjörnunni 6-1 í fyrstu umferð Bestu deild kvenna. Frábær byrjun á mótinu hjá Íslandsmeisturunum.

Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park
Vandræðalegt atvik átti sér stað þegar spila átti lag Meistaradeildar Evrópu fyrir leik Aston Villa og París Saint-Germain í 8-liða úrslitum keppninnar. Þess í stað var Evrópudeildarlagið spilað.

Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn
Það var rafmögnuð stemming í Kaldalónshöllinni í kvöld þar sem Álftnesingar gátu tryggt sig í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni. Þeir mættu til leiks án miðherjans David Okeke en það virtist hreinlega ekki há þeim neitt.

Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik
Haukar unnu í kvöld fyrsta leikinn í einvígi liðsins gegn ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. Lauk leiknum með sannfærandi sigri Hauka, 26-20, en ÍBV var þó tveimur mörkum yfir í hálfleik.

Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit
París Saint-Germain lenti í allskonar vandræðum gegn Aston Villa á Villa Park í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Lokatölur í kvöld 3-2 heimamönnum í vil en þökk sé 3-1 sigri á heimavelli vinnur PSG einvígið 5-4 samanlagt.

Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona
Borussia Dortmund lagði Barcelona 3-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem Barcelona vann fyrri leikinn 4-0 eru lærisveinar Hansi Flick komnir áfram á meðan Dortmund er úr leik.

Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit
Stjarnan er komin í undanúrslit eftir 74-80 sigur á útivelli í fjórða leik gegn ÍR. Stjarnan var með fína forystu allan leikinn en missti hana niður í fjórða leikhluta, aðeins eitt stig þegar ein mínúta var eftir. Nær komst ÍR hins vegar ekki og liðið er á leið í sumarfrí.

Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni
Þróttur Reykjavík tók á móti nýliðum Fram í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta en þetta var fyrsti leikur kvennaliðs Fram í efstu deild frá árinu 1988. Fór það svo að Þróttur vann 3-1 sigur á nýluðunum. Uppgjörið og viðtöl væntanleg.

Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking
Sif Atladóttir gæti leikið með liði Víkings í Bestu deild kvenna í sumar. Hún hefur fengið félagaskipti til liðsins þar sem Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður hennar, er í þjálfarateyminu.

Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal
Jude Bellingham segist alltaf vera að heyra og sjá sama orðið, „remontada“, fyrir seinni leik Real Madrid við Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Carlo Ancelotti vill að leikmenn sínir sýni „hug, hjarta og hreðjar“ annað kvöld.

„Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“
Elín Metta Jensen hefur gengið frá samningi við Val og mun því spila með Valsmönnum í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar.

Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns
NBA körfuboltafélagið Phoenix Suns ákvað í gær að reka þjálfara sinn Mike Budenholzer eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með stórstjörnulið.

„Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins.

Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“
Real Madrid tekur á móti Arsenal annað kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en útlitið er ekki bjart hjá spænska stórliðinu.

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Berglind Björg Þorvalsdóttir er mætt heim til Breiðabliks eftir vondan viðskilnað við Val, staðráðin í að sanna sig á ný eftir erfitt tímabil í fyrra. Hún kemur inn í mótið í ár í góðu formi, ekki misst af æfingu eða leik á undirbúningstímabilinu.