
Sport

Kyssti andstæðing í miðjum bardaga
Sérkennilegt atvik kom upp í bardaga Seans O’Malley og Merabs Dvalishvili í UFC 306 um helgina.

Gat ekki kastað því liðsfélaginn ældi á boltann
Furðulegt atvik átti sér stað í leik Green Bay Packers og Indianapolis Colts í NFL-deildinni vestanhafs í gær. Magapest sóknarlínumanns fyrrnefnda liðsins hafði áhrif á leikinn.

Neymar fannst helvíti líkast að spila með Mbappé
Brasilíumaðurinn Neymar þoldi ekki að spila með Kylian Mbappé hjá Paris Saint-Germain og varaði landa sína hjá Real Madrid við honum.

Klutz réði ekkert við GoldDiggers
Baráttan var hörð og ýmislegt gekk á í 2. umferð Míludeildarinnar í Valorant á föstudagskvöld þar sem sannfærandi sigur GoldDiggers á Klutz kom lýsendunum Mist Reykdal Magnúsdóttur og Daníel Mána Óskarssyni einna helst á óvart.

Hljóp á ljósmyndara en setti met
Minnstu munaði að tillitslaus ljósmyndari ylli því að tvöfaldi ólympíumeistarinn Beatrice Chebet næði ekki að klára 5.000 metra hlaupið á Demantamótinu í Brussel á föstudagskvöld.

Sjáðu markaflóðið úr Bestu deild karla í gær
Sextán mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Bestu deild karla í gær. Þau má öll sjá í fréttinni.

„Það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt“
Stjarna nýliðins landsliðsverkefnis karla í fótbolta var ekki innan vallar er Ísland mætti Svartfellingum og Tyrkjum í Þjóðadeild karla. Aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen vakti mikla, og verðskuldaða athygli.

Kærir Richarlison og sakar hann um illa meðferð
Fyrrverandi aðstoðarmaður brasilíska fótboltamannsins Richarlisons hefur kært hann og sakar hann um illa meðferð.

Segist eiga meiri möguleika á að vinna dansþátt en Spurs að vinna titil
Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur ekki mikla trú á að Tottenham vinni langþráðan titil á þessu tímabili.

Fékk skelfilegan skurð í UFC-bardaga
Irene Aldana fékk afar ljótan skurð í bardaga sínum gegn Normu Dumont í UFC um helgina.

„Arsenal spilaði eins og meistaralið“
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Arsenal hafi spilað eins og meistaralið í sigrinum á Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær.

Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet
Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur.

Dagskráin í dag: Lokaumferðin klárast og Íslendingar mæta Hollywood-liðinu
Það er sitthvað sem má sjá á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Meðal annars klárast lokaumferðin í Bestu deild karla og Íslendingar í liði Birmingham mæta Wrexham, sem er í eigu Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney.

Osimhen stökk upp í stúku eftir fyrsta leikinn
Victor Osimhen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Galatasaray í gærkvöldi og lagði upp mark í 5-0 sigri gegn Rizespor. Eftir leik stökk hann svo upp í stúku til stuðningsmanna og virtist yfir sig ánægður hjá nýja félaginu.

Berbrjósta kylfusveinar fagna sigri á kvennagolfmóti
Lið Bandaríkjanna vann lið Evrópu á Solheim bikarmótinu í golfi. Evrópa hafði unnið síðustu fjórar keppnir en komst ekki nálægt titlinum í ár.

Arteta ánægður með þroskaða frammistöðu í fjarveru lykilmanna
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hrósaði sínum mönnum í hástert fyrir þroskaða frammistöðu í 0-1 sigri í nágrannaslagnum gegn Tottenham.

Nýju mennirnir skoruðu í öruggum sigri Atlético
Atlético Madrid fagnaði 3-0 sigri gegn Valencia í fimmtu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Conor Gallagher og Julian Álvarez skoruðu sín fyrstu mörk fyrir félagið.

Dumfries bjargaði stigi gegn nágrannaliðinu í næsta bæ
Ítalíumeistarar Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn nágrannaliðinu Monza í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar. Inter missti þar af tækifæri til að taka toppsætið aftur af Napoli.

Luke Littler lyfti áttunda titli ársins
Luke Littler vann fjórða sjónvarpstitilinn, og þann áttunda í heildina á árinu, þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í Hollandi á heimsmeistaramótinu í pílukasti.

Tímabilið byrjar vel hjá Bjarka sem varð markahæstur í stórsigri
Bjarki Már Elísson hefur farið vel af stað á nýju tímabili með Veszprém í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta. Hann varð markahæstur í 26-38 sigri gegn Balatonfured í dag.

„Gífurlega svekkjandi augnablik“
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK sagðist heilt yfir vera sáttur með frammistöðu HK í 5-3 tapinu gegn Blikum í dag. Hann sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar.

„Held það vilji það allir sem fylgjast með boltanum“
„Bara mjög góður sigur. Erfitt HK-lið og mjög erfiðir við að eiga. Þeir komust yfir og við komum þeim inn í þetta. Þetta er mjög sterkt,“ sagði Aron Bjarnason eftir 5-3 sigur Breiðabliks á nágrönnum sínum í HK í dag.

Uppgjörið: Breiðablik - HK 5-3 | Blikar völtuðu yfir nágrannana í síðari hálfleik
Breiðablik er aftur komið með þriggja stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar eftir 5-3 sigur á HK í Kópavogsslag í dag. Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar gengu frá liði HK í síðari hálfleiknum.

Sjáðu fyrsta mark Jóhanns Berg í Sádi-Arabíu
Jóhann Berg Guðmundsson er kominn á blað í sádiarabísku úrvalsdeildinni. Hann skoraði annað mark Al-Orobah í 3-3 jafntefli á útivelli gegn Al-Kholood.

Lukaku skoraði aftur og Napoli tyllti sér á toppinn
Napoli vann þriðja leik sinn í röð í ítölsku úrvalsdeildinni þegar liðið heimsótti Cagliari og sótti 0-3 sigur. Romelu Lukaku skoraði þar sitt annað mark í jafnmörgum leikjum.

Tvö glæsimörk skoruð í endurkomusigri Newcastle
Newcastle skoraði tvö glæsimörk og sótti 1-2 útivallarsigur eftir að hafa lent undir gegn Wolverhampton Wanderers í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Heimir: Þetta víti var brandari
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH var ekkert sérstaklega sáttur í leikslok eftir jafnteflið við Fram í Úlfarsárdal í dag.

Stefán aftur á skotskónum og spennandi fallbarátta framundan
Þrír leikir fóru fram síðdegis í norsku úrvalsdeildinni og Íslendingar tóku þátt í þeim öllum. Stefán Ingi Sigurðarson var sá eini sem komst á blað þegar hann skoraði opnunarmarkið í 2-2 jafntefli Sandefjord og Brann.

„Gaman að geta hjálpað liðinu loksins“
Rúnar Már gerði sigurmark ÍA í 1-0 heimasigri liðsins gegn KA í dag. Leikurinn í dag var fyrsti leikur Rúnars í mjög langan tíma sem hann spilar frá byrjun til enda og markið hans fyrsta fyrir ÍA.

Davíð Smári: Ekkert verra en að fá þetta í andlitið
Vestri er enn í fallsæti Bestu deildarinnar eftir síðustu umferð fyrir skiptingu deildarinnar sem fram fór í dag. Liðið tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni í bragðdaufum leik.