

Íslenski landsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður franska liðsins Lille er undir smásjá ítalska stórliðsins Roma.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun og framundan Evrópumótið í fótbolta í Sviss. Áður en þangað er haldið kemur liðið hins vegar við í Serbíu.
Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri, vann nokkuð öruggan sautján marka sigur á Mexíkó, 41-24, á HM tuttugu og eins árs landsliða í Póllandi í dag.
Ibrahima Konaté, varnarmaður Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, er sagður vilja bíða með frekari viðræður við félagið um nýjan samning eftir að hafa orðið fyrir vonbrigðum með upphaflegt samningstilboð félagsins.
Umspilsleik um fallsæti í ítölsku Serie-B var aflýst vegna óeirða í stúkunni í gær. Stuðningsmenn létu illum látum og köstuðu meðal annars blysum og sætum inn á völlinn.
Xabi Alonso þjálfari Real Madrid segir að Antonio Rudiger hafi kvartað undan rasískum ummælum sem áttu sér stað í leik þeirra gegn Pachuca á HM félagsliða.
Sænska undrabarnið Roony Bardghji hefur ákveðið að skrifa ekki undir nýjan samning hjá félagi sínu FCK, samkvæmt danska fjölmiðlinum Bold. Hann virðist á leið til Barcelona.
Íslenski landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, segist aldrei hafa séð föður sinn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, eins glaðan og sáttan í einu og sama verkefninu. Hann telur aðeins tímaspursmál þar til allt smelli hjá KR og segir líkingar föður síns, sem borið hefur á í viðtölum, ekki nýjar af nálinni.
Tyrese Haliburton, leikmaður Indiana Pacers, sleit að öllum líkindum hásin í oddaleiknum gegn Oklahoma City Thunder í nótt.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar, er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag að mati handboltaþjálfarans Rúnars Sigtryggssonar sem hefur þjálfað þýska úrvalsdeildarfélagið Leipzig undanfarin ár.
Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar að 12.umferð fór af stað. Gylfi Þór Sigurðsson kom að báðum mörkum Víkings Reykjavíkur fyrir norðan, glæsimark leit dagsins ljós á Kaplakrikavelli og vandræði Skagamanna halda áfram.
Oklahoma City varð í nótt NBA-meistari eftir sigur gegn Indiana Pacers. Shai Gilgeous-Alexander var valinn MVP (mikilvægasti leikmaður) úrslitaseríunnar en hann ræddi tilfinningarnar eftir leik við ESPN.
Manchester City tryggði sig áfram í 16-liða úrslit HM félagsliða í nótt með sannfærandi sigri gegn Al-Ain frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.
Oklahoma City Thunder varð í nótt NBA meistarar eftir sigur þeirra gegn Indiana Pacers. Leikurinn fór 103-91, en var gríðarlega spennandi.
Allt bendir til þess að spænski landsliðsmaðurinn Nico Williams yfirgefi uppeldisfélag sitt Athletic Bilbao en hann dreymir um að komast til Barcelona.
Sædís Rún Heiðarsdóttir mætir væntanlega mjög kát til móts við íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í vikunni eftir að hafa átt stórleik í lokaleik Vålerenga fyrir EM-frí.
Það er fullt af beinum útsendingum á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á mánudögum.
Samfélagsmiðlar fóru á mikið flug í kvöld þegar í ljós kom að forráðamenn Oklahoma City Thunder eru svo öruggir með sigur í oddaleiknum um NBA titilinn í nótt að þeir séu langt komnir með að undirbúa sigurhátíðina.
Þetta verður stórt sumar hjá íslenska landsliðsmarkverðinum Viktori Gísla Hallgrímssyni en þetta var líka stórt hjá kappanum.
Fjölskylda Florian Wirtz græðir öll mikið á vistaskiptum hans frá Bayer Leverkusen til Liverpool.
Víkingur styrkti stöðu sína á toppi Bestu deildar karla með 2-0 sigri á KA á norðan heiða nú í kvöld.
Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Þetta er spurningin sem svo margir körfuboltaáhugamenn hafa mikla skoðun á. Hjá flestum stendur valið á milli þeirra Michael Jordan og LeBron James.
Vandræði Skagamanna halda áfram en þeir steinlágu 3-0 á heimavelli á móti Stjörnumönnum í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson var bæði með mark og stoðsendingu þegar Víkingar náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld eftir 2-0 sigur á KA á Akureyri.
Real Madrid vann í kvöld sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti félagsliða og um leið sinn fyrsta leik undir stjórn Xabi Alonso.
Viking nýtti sér vel að bæði Brann og Rosenborg misstigu sig í toppbaráttu norsku deildarinnar og Íslendingaliðið er komið með níu stiga forskot á toppnum eftir 3-0 sigur á Fredrikstad í kvöld.
ÍR jók forskot sitt á toppi Lengjudeildar karla með því að ná í eitt stig á móti Keflavík í Reykjanesbænum í kvöld.
Harðar aðgerðir Bandaríkjaforseta í innflytjendamálum hafa risaáhrif á örlög margra sem hafa komið sér vel fyrir í Bandaríkjunum.
Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers mætast í kvöld í leik sjö í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta, hreinum úrslitaleik um titilinn. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugafólk fær svona leik.
Kevin Durant var uppi á sviði í dag og fyrir framan stóran hóp af fólki á Fanatics hátíðinni þegar hann frétti að búið væri að skipta honum til Houston Rockets.