Sport

Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu
Martin Hermansson átti virkilega fínan leik þegar Alba Berlín lagði Ulm í efstu deild þýska körfuboltans.

Tvær breytingar á landsliðshópnum
Tvær breytingar hafa verið gerðar á hópi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mætir Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeild UEFA á næstu dögum.

Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot
Liverpool lagði Aston Villa 2-0 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það verður ekki annað sagt en Liverpool hafi hlaupið yfir gestina frá Birmingham sem réðu ekkert við ógnarhraða framherja lærisveina Arne Slot.

„Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“
Grindavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í Smáranum þegar lokaleikur sjöttu umferðar Bónus deild karla fór fram. Grindavík gat með sigri lyft sér upp að hlið Þórs Þ. í töflunni sem þeir gerðu með góðum 29 stiga sigri í dag, 99-70.

Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real
AC Milan missteig sig harkalega gegn Cagliari í Serie A, efstu deildar ítalska fótboltans. Eftir að vinna frækinn útisigur á Real Madríd í liðinni viku tókst liðinu aðeins að ná í stig á útivelli í dag, lokatölur 3-3.

Frábær þriggja marka sigur Vals
Valur vann öflugan þriggja marka sigur á Kristianstad frá Svíþjóð í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta. Lokatölur á Hlíðarenda 27-24 en síðari leikur liðanna fer fram í Svíþjóð að viku liðinni.

Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum
Willum Þór Willumsson heldur áfram að gera það gott með Birmingham City í ensku C-deildinni. Hann lagði upp mark liðsins í 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Northampton Town en gestirnir jöfnuðu í blálok leiksins.

Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð
Englandsmeistarar Manchester City töpuðu fjórða leiknum í röð þegar þeir sóttu Brighton & Hove Albion heim í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta.

Hermann Hreiðars tekur við HK
Hermann Hreiðarsson er tekinn við þjálfun Lengjudeildarliðs HK en Kópavogsliðið féll úr Bestu deildinni á dögunum.

Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum
Stórlið Bayern München vann nauman 1-0 útisigur á St. Pauli í efstu deild þýsku knattspyrnunnar. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen náðu aðeins jafntefli á útivelli gegn Bochum og Borussia Dortmund mátti þola tap gegn Mainz.

Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar
Gróttukonur unnu tólf marka stórsigur á ÍBV, 31-19, í Vestmannaeyjum í Olís deild kvenna í handbolta í dag.

Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu
Grindavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í lokaleik 6. umferðar Bónus deild karla í dag. Fyrir akkurat ári síðan mættust þessi lið í síðasta leik sem fram fór í Grindavík. Í þeim leik hafði Grindavík betur og það varð enginn breyting í ár því Grindavík hafði betur 99-70.

Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og félagar í Nordsjælland náðu í dag þriggja stiga forskot á toppi dönsku deildarinnar eftir 2-0 sigur á B93.

Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði
Birkir Bjarnason skoraði í öðrum leiknum í röð og í þriðja sinn í síðustu fimm leikjum þegar Brescia varð að sætta sig við 3-2 tap á heimavelli sínum á móti Cosenza í ítölsku b-deildinni.

Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ
Framkonur komust upp að hlið Haukum í öðru sæti Olís deildar kvenna í handbolta eftir sex marka sigur á Stjörnunni í Mýrinni í dag, 24-18. Framliðið endaði fyrri hálfleikinn vel og var með ágæt tök á leiknum í seinni. Alfa Brá Hagalín skoraði átta mörk fyrir Fram.

Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri
„Heilt yfir er ég ánægð. Ánægð með þennan sigur, ekki sjálfgefið að taka tvo punkta hér,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir sigur síns liðs á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Lokatölur 18-24 og með sigrinum er Fram komið í annað sæti deildarinnar.

Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid
Real Madrid tókst að enda taphrinu sínu á Santiago Bernabeu með glæsilegum 4-0 stórsigri á Osasuna í sænsku deildinni í dag. Fórnarkostnaðurinn var þó að missa tvo menn í meiðsli.

Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö
Hin sautján ára gamla Sigdís Eva Bárðardóttir nýtti vel tækifærið í byrjunarliðinu í sænsku kvennadeildinni í dag. Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í stórsigri Kristianstad þar sem landa hennar Katla Tryggvadóttir gaf tvær stoðsendingar.

Varsjáin tók mark af Jóni Degi
Jón Dagur Þorsteinsson hélt að hann hefði komið Herthu Berlín yfir í þýsku b-deildinni í fótbolta en þá gripu myndbandsdómararnir í taumana.

Sædís í stuði með meisturunum
Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir var í stuði með nýkrýndum Noregsmeisturum Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en bakvörðurinn var bæði með mark og stoðsendingu í góðum sigri.

Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið
Wolfsburg tók toppsætið af Bayern München í þýsku kvennadeildinni í fótbolta eftir 3-0 útisigur á Hoffenheim í dag.

„Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“
Norðmaðurinn Erling Haaland hefur raðað inn mörkum á árinu 2024 en hann á þó ekki mikla möguleika á því að jafna ótrúlegt markaskor Svíans Viktor Gyokeres.

Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane
Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann.

Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár
Finnar eru mikil formúluþjóð og hafa átt marga frábæra ökumenn í gegnum tíðina. Þeir eru hins vegar að missa sinn eina ökumann út úr formúlu 1.

Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, og enski landsliðsþjálfarinn Lee Carsley eru greinilega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að stöðunni á enskum landsliðsmanni í liði City.

Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni
Spænski knattspyrnumaðurinn Rodri vann Gullhnöttinn í ár með því að fá aðeins 41 stigi meira en Vinicius Junior. France Football hefur loksins gefið upp niðurstöður Ballon d'Or kjörsins.

Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp
Bronny James, sonur LeBron James, er á leiðinni í þróunardeild NBA, svokallaða G-deild, eftir að hafa byrjað tímabilið með föður sínum í Los Angeles Lakers.

Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur trú á því að liðið hans snúi við blaðinu í leik sínum á móti Osasuna í spænsku deildinni í dag. Hann mætti með kassann út á blaðamannfund fyrir leikinn.

Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann
Þjálfari ítalska fótboltafélagsins Triestina missti stjórn á skapi sínu þegar einn leikmanna hans lét reka sig út snemma leiks í gærkvöldi.

Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína
Það virðist enginn geta stoppað lið Cleveland Cavaliers í byrjun NBA tímabilsins í körfubolta.