Sport

„Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“
Borche Ilievski fagnaði vel og innilega eftir sigur ÍR á KR í kvöld. Þetta er þriðji sigur ÍR í röð og annar sigurinn eftir að Borche tók við stjórn ÍR-liðsins.

„Við vorum sjálfum okkur verstir“
Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld.

Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd
Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn.

Stelpurnar hans Þóris unnu Dani
Noregur hefur unnið alla fjóra leiki sína á Evrópumóti kvenna í handbolta. Í kvöld sigruðu Norðmenn Dani, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 2.

Fulham upp í sjötta sætið
Alex Iwobi skoraði tvö mörk þegar Fulham sigraði Brighton, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu
Grótta og ÍR gerðu jafntefli, 29-29, í hörkuleik í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH og Fram unnu hins vegar örugga sigra á HK og Fjölni.

„Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“
„Þetta er frábær tilfinning, ég er ánægður að vera mættur aftur til Íslands eftir smá tíma í burtu. Þetta var sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti. Mér líður eins og við Þór þurftum á hvorum öðrum að halda,“ sagði Nikolas Tomsick, sem er snúinn aftur til Þórs Þorlákshafnar og lék með liðinu í 106-84 heimasigri gegn Hetti í kvöld.

Emil: Stundum þarf breytingar
Emil Barja er í afleysingavinnu hjá meistaraflokki Hauka í körfuknattleik og það hefur haft góð áhrif á liðið sem vann Val í hörkuleik í 9. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Hann var mjög ánægður með sína menn en mun ekki vera í umræðunni um að taka starfið að sér.

Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík
ÍR vann sinn þriðja sigur í röð í Bónus-deildinni í körfuknattleik þegar þeir lögðu KR 97-95 í miklum spennuleik í Vesturbænum.

Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn
Afturelding sigraði Val með fjórum mörkum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ og var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn þrátt fyrir jafnan fyrri hálfleik.Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks og voru hornamenn liðanna atkvæðamiklir í upphafi leiks. Liðin skiptust á að skora og var staðan 9-9 um miðbik fyrri hálfleiks.

Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð
Þór Þorlákshöfn vann öruggan 106-84 sigur gegn Hetti í níundu umferð Bónus deildar karla. Höttur hefur nú tapað þremur leikjum í röð, eins og Þór hafði gert fyrir þennan leik.

Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð
Nokkrir Íslendingar komu við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Haukur kom að níu mörkum gegn PSG
Dinamo Búkarest, lið Hauks Þrastarsonar, tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 33-40, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap rúmenska liðsins í Meistaradeildinni í röð.

Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin
Frakkland þurfti að hafa talsvert fyrir því að vinna Rúmeníu í milliriðli 1 á EM í handbolta kvenna. Lokatölur 30-25, Frökkum í vil. Þá unnu Hollendingar Slóvena, 26-22.

Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu
West Ham United ætlar ekki að reka Julen Lopetegui fyrir leikinn gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

Framkvæmdastjóraskipti hjá Val
Jóhanna Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vals. Hún tekur við starfinu af Styrmi Þór Bragasyni um áramótin.

Gauti komst á pall á Ítalíu
Skíðamaðurinn Gauti Guðmundsson náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hann endaði í 2. sæti á svigmóti á Ítalíu í gær.

Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi
Þýskaland og Svíþjóð áttu ekki í neinum vandræðum með að sækja sinn fyrsta sigur í milliriðlum EM í handbolta í dag.

Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund
Stuðningsmenn dönsku knattspyrnuliðanna AGF og Nordsjælland köstuðu snjóboltum inn á völlinn í leik liðanna í nóvember, og það hefur nú leitt til þess að hvort félag þarf að greiða 5.000 danskar krónur í sekt.

Verið meiddur í fjögur og hálft ár
Hinn 29 ára gamli Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, er algjörlega miður sín eftir að hafa í enn eitt skiptið á sínum ferli meiðst.

Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“
Cristiano Ronaldo sá ástæðu til að senda stutt skilaboð eftir gagnrýnina frá fyrrverandi liðsfélaga sínum, Hollendingnum Rafael van der Vaart.

Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes
Craig Dawson lék í gær sinn þrjú hundraðasta leik í ensku úrvalsdeildinni en kvöldið endaði ekki vel fyrir reynsluboltann.

Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal
Arsenal vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en bæði mörkin i leiknum komu eftir hornspyrnur.

Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi
Í dag verður fyrsta skóflustunga tekin á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, þar sem leggja á gervigras í stað grasvallarins sem þetta stórveldi í íslenskum fótbolta hefur spilað heimaleiki sína á.

Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér
Adomas Drungilas, Litháinn öflugi í toppliði Tindastóls í Bónus-deild karla í körfubolta, er að öllum líkindum á leið í leikbann. Það verður þó ekki strax og nær hann að spila tvo mikilvæga leiki við Keflavík áður en að því kemur.

Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur
Þór Þorlákshöfn hefur tryggt sér góðan liðsstyrk því félagið hefur endurheimt körfuboltamanninn öfluga Nikolas Tomsick. Samningur hans við félagið gildir út tímabilið.

Í árs bann fyrir óhófleg svipuhögg
Þrefaldi ólympíumeistarinn Charlotte Dujardin hefur verið dæmd í árs bann og sektuð um eina og hálfa milljón króna, fyrir að slá hest með svipu, með „óhóflegum“ hætti.

Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann
Stjarnan hefur kært framkvæmd leiks liðsins við HK, í Olís-deild karla í handbolta, eftir að dómarar nýttu síma til þess að skera úr um atvik í lok leiksins.

Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA
Kylfingar sem ætla að taka þátt í mótum á LPGA mótaröðinni eða á USGA mótaröð kvenna í golfi verða hér eftir, að hafa fæðst sem konur eða orðið að konum áður en þær urðu kynþroska, til að fá keppnisleyfi.

Ten Hag gæti orðið samstarfsmaður Klopp
Þýska félagið RB Leipzig er sagt vera íhuga það að skipta um þjálfara hjá sér og að stjórnarmenn félagsins horfi í staðinn til fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United.