Sport

Orri og fé­lagar duttu út með hádramatískum hætti

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad duttu út úr spænska bikarnum eftir hádramatískan leik og einvígi gegn Real Madrid sem endaði 5-4. Orri kom inn á seinni hálfleik framlengingar, eftir að sjö mörk voru skoruð í venjulegum leiktíma. Antonio Rudiger skallaði Madrid svo áfram í úrslitaleikinn á 115. mínútu.

Fótbolti

„Ekki tími ársins til að fara inn í ein­hverja skel“

„Mér fannst við vera í hörku séns á vinna þennan leik þrátt fyrir þunnskipaðan hóp og án stórra pósta en fínasta frammistaða, bara leiðinlegt að þetta sveiflast til þeirra þarna í restina“, sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Val í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna en úrslitin réðust á lokamínútu leiksins.

Körfubolti

Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu

Nottingham Forest vann 1-0 gegn Manchester United í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og hefur þar með haldið hreinu oftast allra liða í deildinni. Rauðu djöflarnir voru hársbreidd frá því að jafna leikinn undir lokin.

Enski boltinn

Íslendingalið í átta liða úr­slit Evrópudeildarinnar

Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto komust áfram í átta liða Evrópudeildarinnar, þrátt fyrir tveggja marka tap í kvöld. Melsungen komst einnig, naumlega, áfram í átta liða úrslitin. Þrátt fyrir að Elvar Örn Jónsson hafi lítið tekið þátt. 

Handbolti

Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu

Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg í Þýskalandi, hefur sagt starfi sínu lausu. Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir mun því spila undir nýrri stjórn það sem eftir er tímabils en samningur hennar rennur út í sumar.

Fótbolti

Sagði Fernandes að hann færi hvergi

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United.

Enski boltinn

„Ég veit bara að þetta er mjög vont“

„Þetta er alveg nýtt fyrir mér en ég hef reynt að horfa á þetta sem lærdóm,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Bayern München. Í fyrsta sinn á ferlinum glímir hún við meiðsli sem auk þess eru snúin og bataferlið óljóst. Hún vonast þó til að EM í sumar sé ekki í hættu.

Fótbolti