Viðskipti erlent

Google gerir 25 ára mann ríkan

Google hefur keypt netfyrirtæki af hinum 25 ára gamla Nat Turner og hermt er að verðið hafi verið um 70 milljónir dollara eða um níu milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt Business Insider.

Viðskipti erlent

JP Morgan fær risasekt í Bretlandi

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur skellt risavaxinni sekt á JP Morgan Securites. Sektarupphæðin nemur 33,3 miljónum punda eða um 6,3 milljörðum kr. Í frétt um málið á BBC segir að þetta sé hæsta sekt sinnar tegundar í sögu Bretlands.

Viðskipti erlent

Næstum hundrað bankar á hliðina

Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) tók yfir fimm banka um síðustu helgi. Þrír þeirra eru í Flórída, einn í Nevada og annar í Kaliforníu. Bankarnir höfðu lánað mikið til íbúðakaupa og fóru því illa út úr hruni á fasteignamarkaðinum.

Viðskipti erlent

Herra Dómsdagur vill gjaldeyrishöft

Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Brasilíu verða að innleiða gjaldeyrishöft ætli þau að koma í veg fyrir gengishrun brasilíska realsins.

Viðskipti erlent

Toys R Us á hlutabréfamarkað

Eigendur bandarísku leikfangakeðjunnar Toys R Us hyggjast skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað. Vonir standa til að með því safnist 800 milljónir dollara. Ef fram fer sem horfir verður þetta ein stærsta skráning á verslunarfyrirtæki á hlutabréfamarkað á síðustu árum, samkvæmt frétt BBC.

Viðskipti erlent

EasyJet í hópmálsókn vegna eldgossins

Lággjaldaflugfélagið EasyJet hyggst fara í hópmálsókn til þess að fá bætur vegna flugbanns sem flugmálayfirvöld í Evrópu lögðu á í apríl og maí vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. EasyJet á í viðræðum við önnur flugfélögum um að taka þátt í málsókninni gegn flugmálayfirvöldum. Þetta kemur fram í frétt Timesonline.

Viðskipti erlent

Ætlar að breyta öryggisstillingum á Fésbókinni

Mark Zuckerberg, stofnandi Fésbókarinnar, segist ætla að breyta öryggisstillingum á vefsíðunni. Tilgangurinn er að bregðast við gagnrýni frá notendum. Zuckerberg viðurkennir að öryggisstillingarnar séu orðnar of flóknar. Nauðsynlegt sé að einfalda þær. Hann sagðist, í samtali við

Viðskipti erlent

Sumir sjá tækifæri í fallinu

Helstu hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Asíu og Evrópu leituðu upp á við í gær. Netútgáfa Börsen segir fjárfesta hafa séð tækifæri í hagstæðu gengi eftir verðfall síðustu daga.

Viðskipti erlent