Viðskipti erlent

Heimsins dýrasta frímerki selt

Heimsins dýrasta frímerki var selt á uppboði í Genf í gær, fullyrðir Ritzau fréttastofan. Frímerkið er svokallaður „Gulur þrískildingur“ og er hluti af frímerkjaröð sem byrjað var að gefa út í Svíþjóð árið 1855. Gulur þrískildingur var prentaður í grænu. Það sem gerir eintakið sem seldist um helgina svo sérstakt er að það var óvart prentað í gulum lit.

Viðskipti erlent

Neðri deildin samþykkti björgunarpakkann

Neðri deild þýska þingsins samþykkti í gær hlut Þýskalands í eitt þúsund milljarða evra björgunarpakka í Evrópu. Angela Merkel, kanslari, hafði varað við því að evran væru í hættu. „Ef evran bregst þá bregst Evrópa," sagði Merkel fyrr í vikunni þegar hún hvatti neðri deild þingsins til að samþykkja hlut Þýskalands. 319 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 73 á móti.

Viðskipti erlent

Betur horfir í efnahagslífinu

Bankastjórn japanska seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,1 prósenti. Almennt var reiknað með þessari ákvörðun bankastjórnarinnar í skugga hræringa á fjármálamörkuðum.

Viðskipti erlent

British Airways tapa sem aldrei fyrr

Breski flugrisinn British Airways skírði frá mesta tapi í sögu félagsins í dag. Félagið tapaði 531 milljónum sterlingspunda eða rétt tæplega hundrað milljörðum íslenskra króna síðasta reikningsárið sem laik í mars.

Viðskipti erlent

Veislan á Wall Street stöðvuð

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi nýtt frumvarp sem setur verulegar skorður á fjármálastarfsemi banka, fyrirtækja og félaga í Bandaríkjunum. Samþykktin þykir töluverður sigur fyrir Barack Obama bandaríkjaforseta enda málið eitt af stefnumálum hans í síðustu kosningum.

Viðskipti erlent

ESB þrengir reglur um fjárfestingar- og vogunarsjóði

Löndin innan ESB eru sammála um þörfina á því að herða og þrengja reglurnar um starfsemi fjárfestingar- og vogunarsjóða innan landamæra sambandsins. Fjármálaráðherrar ESB hafa samþykkt að unnið skuli að nýjum reglum um þessa sjóði og að þær eigi að lögfesta árið 2012.

Viðskipti erlent

Miðlarar veðja á að evran veikist áfram

Gengi evrunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið veikara í fjögur ár. Gjaldeyrismiðlarar veðja á að gengið muni veikjast enn frekar en fram kemur á Bloomberg fréttaveitunni að verðið fyrir að tryggja sig gegn frekari veikingu evrunnar hefur ekki verið hærra í sjö ár.

Viðskipti erlent

Málsókn gegn Actavis í Bandaríkjunum

Breska lyfjafyrirtækið Shire hefur tilkynnt að dótturfélag þess í Bandaríkjunum hafi höfðað mál gegn Actavis Elizabeth og Actavis Inc. þar í landi. Shire ákærir Actavis fyrir að hafa brotið gegn þremur einkaleyfum sínum á framleiðslu ofvirknilyfsins Intuniv.

Viðskipti erlent

Óróinn á mörkuðum veldur metverði á gulli

Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.218,5 dollara únsan í New York núna eftir hádegið og hefur verðið aldrei verið hærri í sögunni. Það er óróinn sem nú ríkir á mörkuðum vegna skuldavanda Evrópuríkja sem veldur þessari miklu hækkun á gullinu.

Viðskipti erlent

Yfir 60 milljarða viðsnúningur hjá Lego í Danmörku

Kirkbi A/S móðurfélag leikfangarisans Lego í Danmörku skilaði hagnaði upp á 2,4 milljarða danskra kr. á síðasta ári. Árið áður nam tapið af rekstrinum 550 miljónum danskra kr. og er þetta því viðsnúningur upp á tæplega 3 milljarða danskra kr. eða um 64 milljarða kr. á mili áranna.

Viðskipti erlent

Grikkland biður um fyrsta hlutann af lánapakkanum

Gríska ríkisstjórnin mun í dag fara formlega fram á að fá greiddan fyrsta hlutann, eða 20 milljarða evra, af lánapakka ESB/AGS upp á 110 milljarða evra sem veita á landinu. Þetta er haft eftir heimildarmanni í gríska fjármálaráðuneytinu í frétt á fréttastofunni ritzau um málið.

Viðskipti erlent

Hagnaður Carlsberg langt umfram væntingar

Carlsberg, stærsta brugghús Danmerkur, skilaði hagnaði upp á 471 milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljörðum kr. eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi árs. Þessi hagnaður er langt umfram væntingar sérfræðinga sem töldu að tap upp á 54 milljónir danskra kr. yrði á rekstrinum.

Viðskipti erlent

Bandaríski markaðurinn í uppsveiflu

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn hóf daginn með töluverði uppsveiflu og fylgir þar með í fótspor Evrópu í morgun og Asíu í nótt. Ástæðan er risavaxinn neyðarsjóður upp á 759 milljarða evra sem ESB samþykkti í nótt.

Viðskipti erlent

Seðlabankar Evrópu virkja „kjarnorkubombulausnina"

Seðlabankar á evrusvæðinu í Evrópu hafa ekki verið að eyða neinum tíma í hangs og kaupa nú í risaskömmtum ríkisskuldabréf Grikklands, Spánar og Portúgals. Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað „kjarnorkubombulausnina" það er síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir að gríska kreppan smitist yfir í önnur evrulönd.

Viðskipti erlent