

Danskir kaupmenn óttast nú aðra jólamartröð, það er að jólainnkaupin í Danmörku verði jafn slök og þau voru í fyrra.
Sveinung Hartvedt fyrrum forstjóri Glitnir Securites í Noregi er hættur í bankageiranum og hefur notað myndarlegar launa- og bónusgreiðslur sínar frá Glitni í fyrra til þess að fjárfesta í fyritæki sem framleiðir gardínur.
Flugfélögin á Norðurlöndunum munu þurfa 404 nýjar farþegaflugvélar með yfir 100 sæti næstu tuttugu árin, frá 2009-2028, samkvæmt nýjustu markaðsspá Airbus. Þörfin fyrir þessar nýju vélar er aðallega vegna endurnýjunar á eldri og eyðslufrekari vélum sem verður skipt út fyrir vistvirkari vélar sem endurspegla umhverfisvitundina á svæðinu.
„Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir efnhag Evrópu og iðnað álfunnar," segir Heri Guaino hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Evran hefur hækkað um 15% gagnvart dollaranum frá því í mars s.l. og í gærdag fór hún í 1.50 dollara um skamma stund.
Deutsche Bank skilaði uppgjöri sínu fyrir þriðja ársfjórðung í morgun. Hagnaður bankans nam 1,4 milljörðum evra, eða um 256 milljörðum kr. Er þetta þrefalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra er hann nam 435 milljónum evra.
Yfir 200.000 Danir eru nú á vanskilaskrá (RKI) í landinu og hafa þeir ekki verið fleiri frá árinu 2006. Stöðugt bætist í þennan hóp að því er segir í frétt um málið í Politiken.
Hagnaður Norræna fjárfestingarbankans (NIB) nam 231 milljónum evra, eða rúmum 42,5 milljörðum kr., á tímabilinu janúar til ágúst í ár. Til samanburðar nam hagnaður bankans 30 milljónum evra á sama tímabili í fyrra.
„Ef þið erum óánægð með órökstudd yfirverð DSB bankans á íbúðalánum sínum skulið þið taka peninga ykkar út úr bankanum í mótmælaskyni." Þetta er nokkurn veginn inntak orða hins virta hollenska hagfræðings, Pieter Lakeman, í beinni útsendingu á besta tíma í hollenska sjónvarpinu í byrjun mánaðarins. Orð Lakeman ollu áhlaupi á DSB sem varð að lýsa yfir gjaldþroti sínu 11 dögum síðar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur nú í hótunum við sænska banka sem starfa í Eystrasaltsríkjunum. AGS hefur komið þeim skilaboðum á framfæri í nýrri skýrslu að ef sænsku bankarnir standi ekki við lánaskuldbindingar sínar í þessum ríkjum muni sjóðurinn ekki standa gegn því að gengi gjaldmiðla þessara ríkja verði fellt.
Í nótt rauf heimsmarkaðsverð á olíu 80 dollara múrinn á mörkuðum í Bandaríkjunum. Bandaríska léttolían, til afhendingar í desember, fór þá í 80,79 dollara tunnan.
Heimsmarkaðsverð á gulli hefur hækkað um 19% í ár og er fyrir nokkru komið yfir 1.000 dollara á únsuna. Verð á gulli er samt mjög ódýrt í sögulegu samhengi. Ef tekið er tillit til verðbólguþróunnar á síðustu áratugum er gullverðið langt frá því að slá met.
Lögreglan í Bandaríkjunum undirbýr nú fjölda af nýjum handtökum meðal toppanna á Wall Street vegna ólöglegra innherjaviðskipta.
Bandaríski olíurisinn ConocoPhillips hefur áhuga á olíuleit og vinnslu á Jan Mayen svæðinu. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni offshore.no þar sem greint er frá árlegri ráðstefnu Samtaka norska olíuiðnaðarins (OLF) sem haldin var í síðustu viku.
Forstjóri Ikea í Óðinsvéum í Danmörku varð að lokum að gefast upp á að lesa yfir umsóknir um störf í nýtt vöruhús Ikea þar í borg. Tæplega 10.000 umsóknir bárust um þau 220 störf sem voru í boði.
Útflutningur frá evrusvæðinu dróst saman um 5,8 prósent á milli mánaða í ágúst, segir í upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar komu á óvart enda jókst vöruútflutningur um 4,7 prósent á milli mánaða í júlí.
Efnahagsbrotadeild Bretlands (SFO) skoðar hugsanleg lögbrot hjá Kaupþingi og Landsbankanum samvkæmt The Daily Telegraph. Um er að ræða þrjú hugsanleg sakamál gegn Kaupþingi og eitt gegn Landsbankanum.
Milljarðafjárfestirinn Raj Rajaratnam, fyrrum forstjóri Bear Steams, IBM, Intel and Mckinsey var ákærður á föstudaginn fyrir innherjasvik tengdum vogunarsjóði. Bandaríski saksóknarinn segir þetta stærsta svikamál sem upp hefur komið og tengist vogunarsjóði. Fimm aðrir hafa verið ákærðir í málinu.
Háskólinn í Michigan birti í dag nýja væntingavísitölu meðal bandarískra neytenda og olli hún ótta meðal fjárfesta á Wall Street sem tóku til við að selja hluti af miklum ákafa þannig að vísitölur þar fóru í mínus.
Deila Norðmanna og Evrópusambandsins um veiðar á makríl í lögsögu ESB tók nýja stefnu í gær er norsk stjórnvöld sendu öllum aðildarlöndum sambandsins bréf, þar sem hvatt er til þess að þau beiti sér fyrir því opnað verði fyrir makrílveiðar innan lögsögu ESB að nýju.
Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur, er að rétta úr kútnum eftir erfitt ár. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er skammt í að fjárhagslegri endurskipulaginu þess sé lokið. Aðeins eigi eftir að ganga frá lánalengingum og staðfesta áætlanir.
Danskir dómstólar fá nú svo mörg mál tengd efnahagskreppunni inn á borð til sín að þeir geta engan veginn annað vinnuálaginu.
Google hefur tilkynnt um mesta hagnað fyrirtækisins á einum ársfjórðungi. Hagnaður Google nam einum milljarði punda, eða rúmlega 200 milljörðum kr., á þriðja ársfjórðungi ársins.
Stjórnendur Magasin undirbúa opnun netverslunar þessa dagana. Strax í næstu viku verður hægt að kaupa meira en sjö þúsund vörur á netinu. Gert er ráð fyrir að innan skamms verði netverslunin orðin jafn umsvifamikil og aðrar verslanir Magasin keðjunnar.
Renault þarf að veita stærsta bílaframleiðanda í Rússlandi mikla aðstoð til að forðast gjaldþrot, annars missa 50 þúsund manns vinnuna. Þetta hefur Bloomberg fréttastofan eftir Vladimir Putin forsætisráðherra Rússa.
Finnska farsímafyrirtækið Nokia skilaði sínu fyrsta tapi frá aldamótum á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tapið nam tæplega 560 milljónum evra eða yfir 100 milljörðum kr. Í fréttum erlendra fjölmiðla segir að tapið hafi komið á óvart.
Hlutir í bandaríska bankanum Goldman Sachs hafa lækkað um 2% í utanmarkaðsviðskiptum í morgun þrátt fyrir að bankinn hafi skilað ofuruppgjöri eftir þriðja ársfjórðung að mati sérfræðinga.
Hin þekkta breska stórverslun Harrods mun frá og með deginum í dag bjóða viðskiptavinum sínum gullstangir og gullmyntir til sölu.
Norski olíusjóðurinn stækkaði um 23 milljarða norskra kr. eða rúmlega 500 milljarða kr. milli mánaðana ágúst og september. Stærð hans er nú í 2.545 milljörðum norskra kr. eða um 56.000 milljörðum kr.
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka.
Dow Jones vísitalan náði 10 þúsund stigum í dag. Meira en ár er liðið síðan hún náði yfir 10 þúsund stigin síðast. Það var þann 7. október í fyrra að Dow Jones var síðast yfir 10 þúsund stigum. Síðan þá hefur ein versta efnahagskrísa í manna minnum skekið heiminn og Dow Jones vísitalan hefur mælst eftir því. En nú blasir annað við og Dow Jones mældist 10.018 fyrir lokun í dag.