Intermarket semur við Rothschild vegna kaupa á West Ham 11. nóvember 2009 13:42 Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið. „Sumir hafa afskrifað okkur sem að okkur væri ekki alvara með tilboð okkar," segir Byrne í samtali við blaðið . „En okkur er alvara og við höfum fullnægt skilyrðum þeirra (Rothschild) um að við höfum fjármagnið." Intermarket greindi frá áhuga sínum á því að kaupa West Ham fyrir nokkrum vikum. Straumur, eða CB Holding, sem á meirihlutann í West Ham, tók þeim áhuga ekki mjög alvarlega. Straumur setti spurningamerki við fyrirtætlanir Intermarket og sagði fyrirtækinu að West Ham yrði ekki selt ódýrt. Telegraph segir að Intermark verðleggi West Ham á 100 milljónir punda þar með taldar skuldir upp á 48 milljónir punda og kostnaðurinn við Carlos Tévez málið. Þetta þýðir að Straumur og aðrir kröfuhafar á bakvið West Ham fengju rúmlega 30 miljónir punda eða rúmlega 6 milljarða kr. í sinn hlut. Þetta er mun minna en Straumur og aðrir eigendur vonast til að fá í sinn hlut með sölunni á félaginu. Byrne segir að fjárfestarnir sem hann er í forsvari fyrir hafi nægilegt fjármagn á bakvið sig til þess að betrumbæta stöðu West Ham í úrvalsdeildinni, með leikmannakaupum og stuðningi við framkvæmdastjórann Gianfranco Zola. Hann bætir því við að fjárfestarnir séu blanda af fjárfestingarfélögum og efnuðum einstaklingum. Hann hafnar því að um bandaríska aðila sé að ræða og tekur fram að Intermarket sé breskt félag. Telegraph tekur fram að þótt Intermark hafi gert fyrrgreindan samning við Rothschild, sem sér um fyrirhugaða sölu á West Ham, þýði það ekki að eiginlegar samningaviðræður um kaupin séu hafnar. Aðrir fjárfestar séu enn inn í myndinni hvað slíkt varðar. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið. „Sumir hafa afskrifað okkur sem að okkur væri ekki alvara með tilboð okkar," segir Byrne í samtali við blaðið . „En okkur er alvara og við höfum fullnægt skilyrðum þeirra (Rothschild) um að við höfum fjármagnið." Intermarket greindi frá áhuga sínum á því að kaupa West Ham fyrir nokkrum vikum. Straumur, eða CB Holding, sem á meirihlutann í West Ham, tók þeim áhuga ekki mjög alvarlega. Straumur setti spurningamerki við fyrirtætlanir Intermarket og sagði fyrirtækinu að West Ham yrði ekki selt ódýrt. Telegraph segir að Intermark verðleggi West Ham á 100 milljónir punda þar með taldar skuldir upp á 48 milljónir punda og kostnaðurinn við Carlos Tévez málið. Þetta þýðir að Straumur og aðrir kröfuhafar á bakvið West Ham fengju rúmlega 30 miljónir punda eða rúmlega 6 milljarða kr. í sinn hlut. Þetta er mun minna en Straumur og aðrir eigendur vonast til að fá í sinn hlut með sölunni á félaginu. Byrne segir að fjárfestarnir sem hann er í forsvari fyrir hafi nægilegt fjármagn á bakvið sig til þess að betrumbæta stöðu West Ham í úrvalsdeildinni, með leikmannakaupum og stuðningi við framkvæmdastjórann Gianfranco Zola. Hann bætir því við að fjárfestarnir séu blanda af fjárfestingarfélögum og efnuðum einstaklingum. Hann hafnar því að um bandaríska aðila sé að ræða og tekur fram að Intermarket sé breskt félag. Telegraph tekur fram að þótt Intermark hafi gert fyrrgreindan samning við Rothschild, sem sér um fyrirhugaða sölu á West Ham, þýði það ekki að eiginlegar samningaviðræður um kaupin séu hafnar. Aðrir fjárfestar séu enn inn í myndinni hvað slíkt varðar.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira