Milljarðamæringar hafa nú fengið sinn eigin útimarkað eða kolaport á netinu. Síðan heitir billionaireXchange.com og þar getur maður m.a. skipta á villunni sinni í Beverly Hills fyrir víngarð í Frakklandi.
En það fylgir eitt skilyrði því að fá að versla á þessari vefsíðu. Viðkomandi þarf að geta skjalfest að hann eigi a.m.k 250 milljónir kr. í lausafé. Síðan hefur verið í undirbúningi í tíu mánuði en er nú opin fyrir viðskipti.
Samkvæmt frétt á business.dk eru um 100 auglýsingar um hluti til sölu á vefsíðunni. Þar má kaupa snekkjur, þotur, þyrlur og dýra bíla eins og Bugatti og Ferrari. Ein höll finnst þar einnig og nokkrar geðveikt dýrar íbúðir eins og það er orðað á business,dk.
Þrátt fyrir skilyrðinum um lausafjárstöðu hafa þegar 26.000 manns skráð sig á billionaireXchange.com. Stjórnendur síðunnar taka að sér að tryggja að þeir hlutir sem eru til sölu finnist í raunveruleikanum, sé hin ekta vara og að seljandinn sé hinn rétti eigandi.
Kaupin fara þannig fram að söluandvirðið er sett inn á lokaðan reikning þar til bæði seljandi og kaupandi eru samþykkir því að opna hann.
Cuntin Thompson forstjóri vefsíðunnar segir í samtali við Forbes að síðan hafi þegar gert 68 sölusamninga og að andvirði þeirra sé 22,5 milljarður kr. Af þeirri upphæð er söluþóknunin til billionaireXchange.com um 1,1 milljarður kr.