Fyrrum lögmaður SEC lék forstjóra íslensks vogunarsjóðs 10. nóvember 2009 08:10 Marc Deier. Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Málið hefur vakið mikla athygli vestan hafs og skrifað er um það m.a. á Bloomberg og Reuters. Þar kemur fram að Miller sé þriðji maðurinn sem játað hefur sök í málinu. Réttarhald er hafið yfir Miller fyrir dómstóli á Manhattan í New York. Deier og Miller reyndu að spranga skuldabréfinu inn á tvo vogunarsjóði. Í samskiptum við fyrri sjóðinn var Miller í gerfi fulltrúa frá kanadískum lífeyrissjóði og í seinna tilfellinu kynnti hann sig sem forstjóra íslensks vogunarsjóðs. Fram kom við réttarhaldið að áður en Miller hafði samband við seinni sjóðinn í gerfi vogunarsjóðsstjórans hafi Dreier hringt til Íslands til að athuga hvernig veðrið væri í Reykjavík. Kom hann þeim upplýsingum svo til Miller svo hann gæti verið meira sannfærandi í hlutverkinu. Miller segir að hann hafi fengið 100.000 dollara frá Dreier fyrir þessi viðvik. Miller á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi en hann vinnur nú með saksóknara málsins í von um að fá mildari dóm. Miller starfaði sem lögmaður SEC á árunum 1983 til 1986. Marc Dreier var sakfelldur fyrir fjársvik upp á 400 milljónir dollara í gegnum svokölluð ponzi-svik. Deier rak um tíma lögmannsstofu í New York með 25 starfsmönnum en sú stofa er nú gjaldþrota. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Málið hefur vakið mikla athygli vestan hafs og skrifað er um það m.a. á Bloomberg og Reuters. Þar kemur fram að Miller sé þriðji maðurinn sem játað hefur sök í málinu. Réttarhald er hafið yfir Miller fyrir dómstóli á Manhattan í New York. Deier og Miller reyndu að spranga skuldabréfinu inn á tvo vogunarsjóði. Í samskiptum við fyrri sjóðinn var Miller í gerfi fulltrúa frá kanadískum lífeyrissjóði og í seinna tilfellinu kynnti hann sig sem forstjóra íslensks vogunarsjóðs. Fram kom við réttarhaldið að áður en Miller hafði samband við seinni sjóðinn í gerfi vogunarsjóðsstjórans hafi Dreier hringt til Íslands til að athuga hvernig veðrið væri í Reykjavík. Kom hann þeim upplýsingum svo til Miller svo hann gæti verið meira sannfærandi í hlutverkinu. Miller segir að hann hafi fengið 100.000 dollara frá Dreier fyrir þessi viðvik. Miller á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi en hann vinnur nú með saksóknara málsins í von um að fá mildari dóm. Miller starfaði sem lögmaður SEC á árunum 1983 til 1986. Marc Dreier var sakfelldur fyrir fjársvik upp á 400 milljónir dollara í gegnum svokölluð ponzi-svik. Deier rak um tíma lögmannsstofu í New York með 25 starfsmönnum en sú stofa er nú gjaldþrota.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira