Viðskipti erlent

Listaverkasafn Morten Lund komið á uppboð

Nú stendur yfir uppboð á listaverkasafni Morten Lund sem áður keypti fríblaðið Nyhedsavisen af Íslendingum og fór með það endanlega á hausinn. Í framhaldi af gjaldþroti blaðsins var Morten lýstur persónulega gjaldþrota í janúar s.l.

Viðskipti erlent

Reyndu að smygla 17.000 milljörðum til Sviss

Tveir Japanir voru nýlega gripnir á járnbrautarstöð á landamærum Ítalíu og Sviss með bandarísk ríkisskuldabréf upp á 134 milljarða dollara falin í töskum sínum. Upphæðin nemur 17.000 milljörðum kr. en mennirnir voru á leið til Sviss með töskurnar.

Viðskipti erlent

House of Fraser með tilkynningu vegna lánasamninga

Breska verslunarkeðjan House of Fraser hefur sent frá sér tilkynningu vegna orðróms um að keðjan uppfylli ekki lengur lánasamninga við viðskiptabanka sína. Segir þar að ekkert sé hæft í þessum orðrómi en hann hefur orðið til þess að margir telja yfirtöku Debenhams á keðjunni yfirvofandi.

Viðskipti erlent

Hlutabréfaverð í Noregi hækkar

Úrvalsvísitala Óslóarkauphallarinnar í Noregi hefur hækkað um 37 prósent frá áramótum. Og það þrátt fyrir að hægt hafi á hjólum atvinnulífsins þar, líkt og annars staðar í heiminum.

Viðskipti erlent

Auknar afskriftir á evrusvæðinu

Ennfrekari afskriftir eru væntanlegar hjá bönkum á evrusvæðinu og býst Seðlabanki Evrópu við því að afskrifa þurfi 283 milljarða Dollara til viðbótar á þessu ári og því næsta vegna slæmra lána og verðbréfa

Viðskipti erlent

Rolexúr Steve McQueen selt á 25 milljónir

Rolexúr sem áður var í eigu leikarans Steve McQueen seldist á uppboði fyrir yfir 25 milljónir kr. Verðið var nær tuttugufalt matsverð á úrinu en greinilegt var á uppboðinu að margir vildu eignast þetta úr sem fyrrum prýddi manninn sem hafði viðnefnið Konungur Kúlsins.

Viðskipti erlent

Harrison Ford tekjuhæstur karlleikara í heiminum

Hinn 66 ára gamli Harrison Ford reyndist vera tekjuhæstur karlleikara í heiminum á síðasta ári samkvæmt nýbirtum lista Forbes tímaritisins. Tekjur Ford reyndust 9 milljarðar kr., að mestu vegna nýjustu Indiana Jones myndarinnar Kingdom of the Crystalskull.

Viðskipti erlent

Spá því að álverðið hækki um 23% til áramóta

Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið.

Viðskipti erlent

Bankahrun framundan í Eve Online tölvuleiknum

Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn.

Viðskipti erlent

Royal Unibrew býr sig undir það versta í Lettlandi

Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna.

Viðskipti erlent

Bagger í sjö ára fangelsi

Danski fjárglæframaðurinn Stein Bagger var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa dregið til sín jafnvirði nærri þrjátíu milljarða íslenskra króna þegar hann var stjórnandi upplýsingatæknifyrirtækisins IT Factory.

Viðskipti erlent

Eigendur D´Angleterre hafa tapað öllu eiginfé

Íslenska félagið NP Hotels Holding, sem á m.a. hótelin D´Angleterre og Kong Fredrik, hefur tapað öllu eigin fé sínu og er eiginfjárstaðan orðin neikvæð um 3 milljónir danskra kr. eða 72 milljónir kr. Tapið af rekstri NP Hotels Holding á síðasta ári nam 22 milljónum dkr. eða rúmlega hálfum milljarði kr.

Viðskipti erlent