Heimsmarkaðsverð á hrásykri hækkaði um þrjú prósent í dag og endaði í 22 sentum pundið, eða um 61 króna kílóið. Sykurverð hefur ekki verið hærra síðan 1981.
Þessi mikla hækkun á rætur sínar að rekja til vaxandi áhyggna af framboðsbresti, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.
Haft er eftir sérfræðingum í sykurbransanum að þessar áhyggjur séu einkum til komnar vegna aukinnar eftirspurnar eftir sykri til eldsneytisframleiðslu í Brasilíu. Þá hafi einnig orðið heilmikill brestur á sykuruppskeru á Indlandi, sem búist er við að muni versna.
Sykursérfræðingur hjá bandaríska fyrirtækinu Newedge telur sykurverð áfram munu hækka.
Sykurverð ekki hærra í 28 ár
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar

Mest lesið

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent


Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent