Mikil vonbrigði með tap Royal Bank of Scotland 7. ágúst 2009 10:01 Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði einum milljarði punda á fyrstu sex mánuðum ársins. Umtalsverður hagnaður af fjárfestingabankastarfsemi nægði bankanum ekki til að skila hagnaði þar sem afskriftir vegna slæmra lána bankans voru enn meiri. Vonbrigðin eru töluverð þar sem markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hagnaði hjá bankanum. RBS, sem er í 70 prósenta eigu ríkisins segir að fleiri slæm uppgjör eigi eftir að fylgja í kjölfarið. Reuters greinir frá þessu í dag. „Það er ekki til nein töfralausn við þessu ástandi, það mun taka RBS og hagkerfi heimsins nokkur ár í viðbót að koma efnahagslífinu í eðlilegt horf," segir forstjóri bankans, Stephen Hester, og bætir við að um maraþonhlaup sé að ræða en ekki spretthlaup. Niðurstöðurnar eru mikil vonbrigði en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hagnaði hjá bankanum. Hlutabréf í bankanum hækkuðu töluvert dagana áður en niðurstöðurnar voru gerðar opinberar. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir hvarf sú hækkun snögglega. Í gær greindi Vísir frá því að Seðlabanki Englands hafi ákveðið að setja fimmtíu milljarða punda inn í breskt hagkerfi, með þeim aðgerðum hefur bankinn því sett 175 milljarða punda inn í hagkerfið í þeirri viðleitni að reisa við efnahagslíf landsins. Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. 24. júlí 2009 12:33 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði einum milljarði punda á fyrstu sex mánuðum ársins. Umtalsverður hagnaður af fjárfestingabankastarfsemi nægði bankanum ekki til að skila hagnaði þar sem afskriftir vegna slæmra lána bankans voru enn meiri. Vonbrigðin eru töluverð þar sem markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hagnaði hjá bankanum. RBS, sem er í 70 prósenta eigu ríkisins segir að fleiri slæm uppgjör eigi eftir að fylgja í kjölfarið. Reuters greinir frá þessu í dag. „Það er ekki til nein töfralausn við þessu ástandi, það mun taka RBS og hagkerfi heimsins nokkur ár í viðbót að koma efnahagslífinu í eðlilegt horf," segir forstjóri bankans, Stephen Hester, og bætir við að um maraþonhlaup sé að ræða en ekki spretthlaup. Niðurstöðurnar eru mikil vonbrigði en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hagnaði hjá bankanum. Hlutabréf í bankanum hækkuðu töluvert dagana áður en niðurstöðurnar voru gerðar opinberar. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir hvarf sú hækkun snögglega. Í gær greindi Vísir frá því að Seðlabanki Englands hafi ákveðið að setja fimmtíu milljarða punda inn í breskt hagkerfi, með þeim aðgerðum hefur bankinn því sett 175 milljarða punda inn í hagkerfið í þeirri viðleitni að reisa við efnahagslíf landsins.
Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. 24. júlí 2009 12:33 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46
Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. 24. júlí 2009 12:33