Gríðarlegt atvinnuleysi á Bretlandi og fer vaxandi Gunnar Örn Jónsson skrifar 12. ágúst 2009 10:24 Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Atvinnuleysi hefur ekki verið svona mikið síðan sumarið 1995 eða í fjórtán ár, um 2.500 manns missa atvinnu sína á hverjum degi. Það er fréttavefurinn Sky News sem greinir frá þessu. Sérfræðingar segja að þessi tíðindi muni auka þrýstinginn á ríkisstjórnina og hún verði að hefja frekari aðgerðir til að koma hjólum atvinnulífsins í réttan farveg. Vísir greindi frá því í síðustu viku að Seðlabanki Englands hafi aukið peningamagn í umferð um fimmtíu milljarða punda en nú virðist þörf á enn frekari aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Bankinn hefur þegar farið yfir þau mörk sem hann áætlaði en hann hefur sett 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið síðan lánsfjárkrísan hófst. Rannsóknarstofnun í viðskipta- og efnahagsmálum (CEBR) telur að fjöldi atvinnulausra geti hæglega náð fjórum milljónum. Það er meira atvinnuleysi en undir stjórn Margaret Thatcher, í upphafi níunda áratugarins. Nýútskrifuðum háskólastúdentum fjölgar auk þess með hverju árinu og atvinnuleysi hjá ungu fólki fer ört vaxandi. Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Atvinnulausum einstaklingum á breskum vinnumarkaði hefur fjölgað um 220 þúsund frá því í byrjun júní. Heildarfjöldi atvinnulausra er nú rúmlega 2,4 milljónir samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Atvinnuleysi hefur ekki verið svona mikið síðan sumarið 1995 eða í fjórtán ár, um 2.500 manns missa atvinnu sína á hverjum degi. Það er fréttavefurinn Sky News sem greinir frá þessu. Sérfræðingar segja að þessi tíðindi muni auka þrýstinginn á ríkisstjórnina og hún verði að hefja frekari aðgerðir til að koma hjólum atvinnulífsins í réttan farveg. Vísir greindi frá því í síðustu viku að Seðlabanki Englands hafi aukið peningamagn í umferð um fimmtíu milljarða punda en nú virðist þörf á enn frekari aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Bankinn hefur þegar farið yfir þau mörk sem hann áætlaði en hann hefur sett 175 milljarða punda inn í breska hagkerfið síðan lánsfjárkrísan hófst. Rannsóknarstofnun í viðskipta- og efnahagsmálum (CEBR) telur að fjöldi atvinnulausra geti hæglega náð fjórum milljónum. Það er meira atvinnuleysi en undir stjórn Margaret Thatcher, í upphafi níunda áratugarins. Nýútskrifuðum háskólastúdentum fjölgar auk þess með hverju árinu og atvinnuleysi hjá ungu fólki fer ört vaxandi.
Tengdar fréttir 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6. ágúst 2009 16:46