Viðskipti erlent

Hagnaður Bank of America langt yfir væntingum

Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins í dag. Hagnaður bankans reyndist vera langt yfir væntingum greinenda og sérfræðinga. Bankinn er sá fjórði af stórbönkum Bandaríkjanna sem skilar góðu uppgjöri það sem af er ári.

Viðskipti erlent

Exxon stærst bandarískra fyrirtækja á ný

Olíu- og gasframleiðandinn Exxon Mobil hefur endurheimt toppsætið á lista Fortune yfir 500 stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Verslunarkeðjunni Wal-Mart, sem vermt hefur fyrsta sætið síðasta árið, var velt úr sessi og skipar hún nú annað sætið.

Viðskipti erlent

Söguleg ofurvika í kauphöll Kaupmannahafnar

Þessi vika er ein sú besta í kauphöll Kaupmannahafnar frá árinu 1996 þegar núverandi úrvalsvísitala þar, C20, var tekin í notkun. C20 hækkaði um 12,6% í vikunni. þar af 4,7% í dag, en tekið skal fram að aðeins var um fjóra virka daga að ræða þar sem kauphöllin var lokuð s.l. mánudag.

Viðskipti erlent

AGS segir kreppuna alvarlegri en áður var talið

Í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) segir að núverandi kreppa muni verða meira langvarandi og dýpri en áður var talið. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því hve kreppan nú sé samstíga Kreppunni miklu á þriðja áratuginum.

Viðskipti erlent

Hagnaður Google fram úr væntingum

Hagnaður leitarvélarisans Google fór fram úr því sem spáð var á fyrsta ársfjórðungi og var sex prósentum meiri en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Í samanburði við önnur net- og hugbúnaðarfyrirtæki hefur Google staðið kreppuna merkilega vel af sér þótt nokkuð hafi dregið úr hagnaði fyrirtækisins síðan harðna tók á dalnum.

Viðskipti erlent

Annar bandarískur stórbanki laus úr kreppunni

Bandaríski stórbankinn JP Morgan skilar afargóðu uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins. Er JP Morgan annar stórbankinn vestanhafs sem skilar góðum hagnaði í ár en Goldman Sachs skilaði nýlega svo góðu uppgjöri að það kom flestum í opna skjöldu.

Viðskipti erlent

Sér glitta í vonarneista í hagkerfinu

Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagðist sjá glitta í vonarneista í efnahag landsins. Þetta sagði hann á fundi með háskólanemum við Georgetown University í dag. Hann varaði menn þó við að botninum væri þegar náð.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í Royal Unibrew rjúka upp í verði

Mikill skriður hefur verið á verði hlutabréfa í bruggverksmiðjunum Royal Unibrew í kauphöllinni í Kauðmannahöfn í morgun. Hefur verðið á bréfunum hækkað um 22% m.v. stöðuna á þeim fyrir páska. Stoðir er einn stærsti hluthafinn með fimmtungshlut.

Viðskipti erlent

Bjartsýni á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum

Nokkur bjartsýni ríkir á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Það skýrist af afkomutölum bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs, sem var talsvert betri en spár gerðu ráð fyrir. Helst eru það fjármálafyrirtæki sem draga vísitölur á mörkuðunum upp.

Viðskipti erlent

Goldman Sachs fyrsti bankinn á leið út úr kreppunni

Goldman Sachs skilaði hagnaði upp á 1,8 milljarða dollara eða rúmlega 200 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Er þetta uppgjör töluvert umfram væntingar sérfræðinga og virðist Goldman vera fyrsti bandaríski bankinn sem er að komast út úr fjármálakreppunni.

Viðskipti erlent