Sérfræðingar gáttaðir á álmarkaðinum Gunnar Örn Jónsson skrifar 16. júní 2009 15:00 Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. Heimsbirgðir af áli fóru í sögulegt hámark í síðustu viku. Þrátt fyrir það hefur álverð haldið áfram að hækka og hefur það hækkað um 30% síðan í febrúar. „Ástandið er í raun fáránlegt", segir sérfræðingur hjá Royal bank of Scotland í Lundúnum. Sérfræðingum á mörkuðum þykir með ólíkindum að álverð sé enn á uppleið. Verð á tonni af áli undir lok síðustu viku var um 1,700 Bandaríkajdollarar sem er hæsta verð á áli í fimm mánuði. Það er þó töluvert lægra verð en í júlí á síðasta ári þegar álverð náði sögulegu hámarki er verð á tonni fór í 3,380 Bandaríkjadollara. Sérfræðingar telja að birgðir muni nema um 5 milljónum tonna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Nú eru birgðirnar um 4,3 milljónir tonna en árið 2005 námu álbirgðir í heiminum minna en einni milljón tonna. Ál er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfi heimsins. Það er mikið notað til framleiðslu í byggingariðnaði og er meðal annars lykilhráefni í framleiðslu flugvéla, bíla og lesta. Þessi framleiðslusvið hafa komið sérstaklega illa út úr alheimskreppunni þar sem eftirspurn eftir vörum á ofangreindum sviðum hefur dregist verulega saman. Telja sérfræðingar mjög ólíklegt að eftirspurn eftir áli aukist það mikið, á næstu mánuðum og árum, að birgðirnar klárist. Styður hættan á minnkandi framleiðslu enn frekar við álverð á mörkuðum. Stærstu álframleiðendur heims hafa dregið verulega úr framleiðslu sinni og telja sérfræðingar að heimsframleiðsla á áli dragist saman um 5% á þessu ári sem er mesta lækkun álframleiðslu í 27 ár eða síðan 1982. Heildarútflutingur áls nam rétt rúmum 761 þúsund tonnum hér á landi og var ál helsta útflutningsvara landsins árið 2008. Hér á landi nam útflutningur alls 466,9 milljörðum króna og nam útflutningur áls rétt rúmum 182 milljörðum eða 39% af heildarútflutningi landsins. Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. Heimsbirgðir af áli fóru í sögulegt hámark í síðustu viku. Þrátt fyrir það hefur álverð haldið áfram að hækka og hefur það hækkað um 30% síðan í febrúar. „Ástandið er í raun fáránlegt", segir sérfræðingur hjá Royal bank of Scotland í Lundúnum. Sérfræðingum á mörkuðum þykir með ólíkindum að álverð sé enn á uppleið. Verð á tonni af áli undir lok síðustu viku var um 1,700 Bandaríkajdollarar sem er hæsta verð á áli í fimm mánuði. Það er þó töluvert lægra verð en í júlí á síðasta ári þegar álverð náði sögulegu hámarki er verð á tonni fór í 3,380 Bandaríkjadollara. Sérfræðingar telja að birgðir muni nema um 5 milljónum tonna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Nú eru birgðirnar um 4,3 milljónir tonna en árið 2005 námu álbirgðir í heiminum minna en einni milljón tonna. Ál er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfi heimsins. Það er mikið notað til framleiðslu í byggingariðnaði og er meðal annars lykilhráefni í framleiðslu flugvéla, bíla og lesta. Þessi framleiðslusvið hafa komið sérstaklega illa út úr alheimskreppunni þar sem eftirspurn eftir vörum á ofangreindum sviðum hefur dregist verulega saman. Telja sérfræðingar mjög ólíklegt að eftirspurn eftir áli aukist það mikið, á næstu mánuðum og árum, að birgðirnar klárist. Styður hættan á minnkandi framleiðslu enn frekar við álverð á mörkuðum. Stærstu álframleiðendur heims hafa dregið verulega úr framleiðslu sinni og telja sérfræðingar að heimsframleiðsla á áli dragist saman um 5% á þessu ári sem er mesta lækkun álframleiðslu í 27 ár eða síðan 1982. Heildarútflutingur áls nam rétt rúmum 761 þúsund tonnum hér á landi og var ál helsta útflutningsvara landsins árið 2008. Hér á landi nam útflutningur alls 466,9 milljörðum króna og nam útflutningur áls rétt rúmum 182 milljörðum eða 39% af heildarútflutningi landsins.
Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira