Ríkisstyrkir til listamanna 18. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir og Friðbjörn Orri Ketilsson skiptast á skoðunum um réttmæti ríkisstyrkja til listamanna Katrín Jakobsdóttir Ríkisstyrkir til listamanna eru ekki aðeins réttlætanlegir heldur bráðnauðsynlegir. List og menning eru ómissandi í lífi okkar allra enda hefur menning verið skilgreind sem hluti mennskunnar. Við búum sem betur fer í samfélagi sem hefur viljað hlúa að menningu og listum, t.d. með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum. Um þetta hefur ríkt sátt í samfélaginu enda búum við við einkar blómlegt menningarlíf. Hér kemur út ótrúlegur fjöldi bóka á hverju ári, þökk sé Launasjóði rithöfunda, Menningarsjóði og öðrum opinberum styrkjum. Hér er blómlegt tónlistarlíf, framúrskarandi sinfóníuhljónsveit og mikill fjöldi tónlistarhópa. Leiklistarlíf er með miklum blóma, tvö stór atvinnuleikhús og flestir af sjálfstæðu leikhópunum njóta opinbers stuðnings. Við almenningur í landinu getum notið einhvers hluta þessa menningarlífs; keypt okkur bók, farið í bíó að sjá íslenska mynd eða á tónleika. Menningin á ekki að vera á uppsprengdu verði heldur á hún að vera fyrir alla. Og listamenn eiga að hafa frelsi til að skapa, rétt eins og við höfum frelsi til að velja hvaða menningar við njótum. Með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum tryggjum við fjölbreytt og blómlegt menningarlíf sem listamenn og almenningur geta notið, óháð efnahag.Friðbjörn Orri Ketilsson Listir eru fyrir listunnendur, neytendur listarinnar. Í núverandi kerfi ríkisstyrkja til listamanna eru allir landsmenn skattlagðir til þess að greiða ákveðnum listamönnum laun. Það hlýtur að vera augljóslega óréttlætanlegt að innheimta skatta með hótun um viðurlög til þess að sumir listamenn geti stundað listir sínar þar sem slík skattheimta dregur á sama tíma úr möguleikum annarra listamanna til að leggja rækt við list sína. Eðlilegast er að neytendur ákveði sjálfir hvað sé list og hvað ekki með viðskiptum sínum. Þannig fá listamenn skýr skilaboð á degi hverjum um hvað neytendur vilja og hvað ekki. Val ríkisnefnda er gjarnan háð smekk 4-5 nefndarmanna. Hvað neytendur vilja er jafn breytilegt og þeir eru margir. Með frjálsu vali fólks er öllum gefið tækifæri á að fá þörfum sínum fullnægt og listamönnum gefið tækifæri á að ná vinsældum. Engum er gert hærra undir höfði en öðrum. Neytendur velja daglega og því skapast tækifæri listamanna daglega. Vænlegast er því að leyfa hverjum og einum að velja í stað þess að þvinga alla til þátttöku í kostnaði við val nefndar á vegum ríkisins. Með niðurfellingu ríkisstyrkja til menningarmála er hægt að lækka skatta. Með þeim hætti aukast ráðstöfunartekjur allra og neytendur hafa auknar tekjur til að verja til menningarmála ef þeir svo kjósa. Listamenn hafa sjálfir auknar ráðstöfunartekjur og geta því ræktað list sína betur. Frjálst val fólks er betur til þess fallið að skila réttri niðurstöðu, um hvað sé list og hvað ekki, en val nefnda á vegum ríkisins. Það er fólkið sem borgar, því ætti fólkið að velja. Frelsið er lausnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir og Friðbjörn Orri Ketilsson skiptast á skoðunum um réttmæti ríkisstyrkja til listamanna Katrín Jakobsdóttir Ríkisstyrkir til listamanna eru ekki aðeins réttlætanlegir heldur bráðnauðsynlegir. List og menning eru ómissandi í lífi okkar allra enda hefur menning verið skilgreind sem hluti mennskunnar. Við búum sem betur fer í samfélagi sem hefur viljað hlúa að menningu og listum, t.d. með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum. Um þetta hefur ríkt sátt í samfélaginu enda búum við við einkar blómlegt menningarlíf. Hér kemur út ótrúlegur fjöldi bóka á hverju ári, þökk sé Launasjóði rithöfunda, Menningarsjóði og öðrum opinberum styrkjum. Hér er blómlegt tónlistarlíf, framúrskarandi sinfóníuhljónsveit og mikill fjöldi tónlistarhópa. Leiklistarlíf er með miklum blóma, tvö stór atvinnuleikhús og flestir af sjálfstæðu leikhópunum njóta opinbers stuðnings. Við almenningur í landinu getum notið einhvers hluta þessa menningarlífs; keypt okkur bók, farið í bíó að sjá íslenska mynd eða á tónleika. Menningin á ekki að vera á uppsprengdu verði heldur á hún að vera fyrir alla. Og listamenn eiga að hafa frelsi til að skapa, rétt eins og við höfum frelsi til að velja hvaða menningar við njótum. Með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum tryggjum við fjölbreytt og blómlegt menningarlíf sem listamenn og almenningur geta notið, óháð efnahag.Friðbjörn Orri Ketilsson Listir eru fyrir listunnendur, neytendur listarinnar. Í núverandi kerfi ríkisstyrkja til listamanna eru allir landsmenn skattlagðir til þess að greiða ákveðnum listamönnum laun. Það hlýtur að vera augljóslega óréttlætanlegt að innheimta skatta með hótun um viðurlög til þess að sumir listamenn geti stundað listir sínar þar sem slík skattheimta dregur á sama tíma úr möguleikum annarra listamanna til að leggja rækt við list sína. Eðlilegast er að neytendur ákveði sjálfir hvað sé list og hvað ekki með viðskiptum sínum. Þannig fá listamenn skýr skilaboð á degi hverjum um hvað neytendur vilja og hvað ekki. Val ríkisnefnda er gjarnan háð smekk 4-5 nefndarmanna. Hvað neytendur vilja er jafn breytilegt og þeir eru margir. Með frjálsu vali fólks er öllum gefið tækifæri á að fá þörfum sínum fullnægt og listamönnum gefið tækifæri á að ná vinsældum. Engum er gert hærra undir höfði en öðrum. Neytendur velja daglega og því skapast tækifæri listamanna daglega. Vænlegast er því að leyfa hverjum og einum að velja í stað þess að þvinga alla til þátttöku í kostnaði við val nefndar á vegum ríkisins. Með niðurfellingu ríkisstyrkja til menningarmála er hægt að lækka skatta. Með þeim hætti aukast ráðstöfunartekjur allra og neytendur hafa auknar tekjur til að verja til menningarmála ef þeir svo kjósa. Listamenn hafa sjálfir auknar ráðstöfunartekjur og geta því ræktað list sína betur. Frjálst val fólks er betur til þess fallið að skila réttri niðurstöðu, um hvað sé list og hvað ekki, en val nefnda á vegum ríkisins. Það er fólkið sem borgar, því ætti fólkið að velja. Frelsið er lausnin.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun