Á að lækka skatta? 24. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um hvort lækka eigi skatta. Katrín Jakobsdóttir: Svarið við þessari spurningu er já og nei. Skattar eiga að tryggja að hér sé rekin öflug grunnþjónusta sem standi öllum til boða, óháð efnahag. Æskilegt er að skattar séu þrepaskiptir; að skattar á lágtekjufólki séu lækkaðir, t.d. með lægri skattprósentu eða hærri skattleysismörkum, að millitekjufólk greiði svipaða skatta og nú og svo að á raunverulegt hátekjufólk sé lagður hátekjuskattur. Hér á landi er reyndar þrepaskipt kerfi; einstaklingar greiða tæplega 40% skatt af atvinnutekjum en hlutafélög 18% og svo er aðeins greiddur 10% skattur af fjármagnstekjum. Þetta kerfi býður upp á að þeir sem mest hafa á milli handanna (atvinnurekendur og fjármagnseigendur) greiða hlutfallslega minna en þeir sem minna hafa. Þessu þarf að breyta. Skattarnir eiga að standa undir samneyslunni og á móti eiga ekki að vera nein komugjöld í heilbrigðiskerfinu og engin skólagjöld í skólakerfinu. Skattar eru einfaldasta leiðin til að jafna aðstöðu manna og tryggja öllum góða menntun, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt almannatryggingakerfi o.s.frv. Ég tel mannvænt að við stöndum öll undir slíku kerfi fyrir alla og tryggjum þar með jafnréttissamfélag þar sem hver einstaklingur fær frelsi til að njóta sín en er ekki hamlað af bágum efnahag eða bágri heilsu.Friðbjörn Orri Ketilsson: Í huga þeirra sem velja frelsi umfram þvinganir, og hvers konar nauðung, er rangt að þvinga aðra til að gera eitthvað sem þeir ekki sjálfir kjósa. Óverjandi er að þvinga frjálsa einstaklinga til að vinna marga mánuði á ári fyrir aðra en þá sjálfa. Miðað við skatthlutfall einstaklinga hér á landi þarf hver og einn að vinna frá áramótum fram til 7. júní fyrir ríkið en það sem eftir er ársins fyrir sjálfan sig. Rúmir 5 mánuðir fyrir ríkið og 7 fyrir einstaklinginn. Er þetta rétt? Er það verjandi að hóta fólki, sem aðeins vill njóta betra lífs í dag en í gær, refsingum á borð við eignaupptöku eða fangelsisvist ef það vinnur ekki allan þennan tíma fyrir ríkisvaldið? Hverjir eru vinstrimenn að stíga inn í líf annarra og krefja þá um eignir og peninga sjálfum sér og öðrum til handargagns? Réttara væri að hver og einn mundi sjálfur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa allir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir nýbakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höfuð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerfið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. Lækka ber skatta sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um hvort lækka eigi skatta. Katrín Jakobsdóttir: Svarið við þessari spurningu er já og nei. Skattar eiga að tryggja að hér sé rekin öflug grunnþjónusta sem standi öllum til boða, óháð efnahag. Æskilegt er að skattar séu þrepaskiptir; að skattar á lágtekjufólki séu lækkaðir, t.d. með lægri skattprósentu eða hærri skattleysismörkum, að millitekjufólk greiði svipaða skatta og nú og svo að á raunverulegt hátekjufólk sé lagður hátekjuskattur. Hér á landi er reyndar þrepaskipt kerfi; einstaklingar greiða tæplega 40% skatt af atvinnutekjum en hlutafélög 18% og svo er aðeins greiddur 10% skattur af fjármagnstekjum. Þetta kerfi býður upp á að þeir sem mest hafa á milli handanna (atvinnurekendur og fjármagnseigendur) greiða hlutfallslega minna en þeir sem minna hafa. Þessu þarf að breyta. Skattarnir eiga að standa undir samneyslunni og á móti eiga ekki að vera nein komugjöld í heilbrigðiskerfinu og engin skólagjöld í skólakerfinu. Skattar eru einfaldasta leiðin til að jafna aðstöðu manna og tryggja öllum góða menntun, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt almannatryggingakerfi o.s.frv. Ég tel mannvænt að við stöndum öll undir slíku kerfi fyrir alla og tryggjum þar með jafnréttissamfélag þar sem hver einstaklingur fær frelsi til að njóta sín en er ekki hamlað af bágum efnahag eða bágri heilsu.Friðbjörn Orri Ketilsson: Í huga þeirra sem velja frelsi umfram þvinganir, og hvers konar nauðung, er rangt að þvinga aðra til að gera eitthvað sem þeir ekki sjálfir kjósa. Óverjandi er að þvinga frjálsa einstaklinga til að vinna marga mánuði á ári fyrir aðra en þá sjálfa. Miðað við skatthlutfall einstaklinga hér á landi þarf hver og einn að vinna frá áramótum fram til 7. júní fyrir ríkið en það sem eftir er ársins fyrir sjálfan sig. Rúmir 5 mánuðir fyrir ríkið og 7 fyrir einstaklinginn. Er þetta rétt? Er það verjandi að hóta fólki, sem aðeins vill njóta betra lífs í dag en í gær, refsingum á borð við eignaupptöku eða fangelsisvist ef það vinnur ekki allan þennan tíma fyrir ríkisvaldið? Hverjir eru vinstrimenn að stíga inn í líf annarra og krefja þá um eignir og peninga sjálfum sér og öðrum til handargagns? Réttara væri að hver og einn mundi sjálfur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa allir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir nýbakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höfuð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerfið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. Lækka ber skatta sem allra fyrst.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar