Þroskuð stúlka og treg hasarhetja 25. júní 2004 00:01 Þeir sem hafa séð myndirnar Big, Freaky Friday eða Vice Versa ættu að kannast við þemað sem stuðst er við í nýjustu mynd leikkonunnar Jennifer Garner. Einlæg ósk táningsins, sem á erfitt með að aðlagast hormónum sínum, um að verða fullorðin strax rætist. Lífið virðist loksins ganga að óskum þar til að krakkarnir átta sig á því að það er ekki svo slæmt að vera unglingur. Í þessari mynd er Jenna 13 ára stúlka árið 1987 sem á erfitt með að ná vinsældum í skólanum. Strákurinn sem hún er skotinn í veit varla af tilveru hennar. Hún heldur partí sem fer úrskeiðis þegar krakkarnir læsa hana inn í eigin fataskáp og fara. Þar óskar hún þess að vera orðin fullorðin og vaknar svo daginn eftir í líkama hinnar 30 ára Jennifer Garner. Ólíkt öðrum myndum með svipað þema hefur tíminn liðið líka, og hún er stödd í sinni eigin framtíð árið 2004 þar sem hún er framakona á uppleið. Hún grennslast fyrir um æskuástina og kemst að því að hann er við það að giftast annarri konu. Hún ákveður að reyna allt til þess að heilla hann upp úr skónum. Geimævintýramyndin Chronicles of Riddick skartar hasarhetjunni Vin Diesel í aðalhlutverki en myndin er sjálfstætt framhald af Pitch Black frá árinu 2000. Riddick er nú hundeltur um geiminn og blandast inn í frelsisbaráttu gegn illum kynþætti sem er að ná yfirvöldum yfir alheiminum. Riddick gæti ekki verið meira sama hver stjórnar, eins lengi og hann er látinn í friði. Nú neyðist hann þó til að taka á honum stóra sínum. Menning Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þeir sem hafa séð myndirnar Big, Freaky Friday eða Vice Versa ættu að kannast við þemað sem stuðst er við í nýjustu mynd leikkonunnar Jennifer Garner. Einlæg ósk táningsins, sem á erfitt með að aðlagast hormónum sínum, um að verða fullorðin strax rætist. Lífið virðist loksins ganga að óskum þar til að krakkarnir átta sig á því að það er ekki svo slæmt að vera unglingur. Í þessari mynd er Jenna 13 ára stúlka árið 1987 sem á erfitt með að ná vinsældum í skólanum. Strákurinn sem hún er skotinn í veit varla af tilveru hennar. Hún heldur partí sem fer úrskeiðis þegar krakkarnir læsa hana inn í eigin fataskáp og fara. Þar óskar hún þess að vera orðin fullorðin og vaknar svo daginn eftir í líkama hinnar 30 ára Jennifer Garner. Ólíkt öðrum myndum með svipað þema hefur tíminn liðið líka, og hún er stödd í sinni eigin framtíð árið 2004 þar sem hún er framakona á uppleið. Hún grennslast fyrir um æskuástina og kemst að því að hann er við það að giftast annarri konu. Hún ákveður að reyna allt til þess að heilla hann upp úr skónum. Geimævintýramyndin Chronicles of Riddick skartar hasarhetjunni Vin Diesel í aðalhlutverki en myndin er sjálfstætt framhald af Pitch Black frá árinu 2000. Riddick er nú hundeltur um geiminn og blandast inn í frelsisbaráttu gegn illum kynþætti sem er að ná yfirvöldum yfir alheiminum. Riddick gæti ekki verið meira sama hver stjórnar, eins lengi og hann er látinn í friði. Nú neyðist hann þó til að taka á honum stóra sínum.
Menning Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira