Launamunur kynjanna 2. júlí 2004 00:01 SKIPTAR SKOÐANIR Launamunur kynjannaKatrín Jakobsdóttir:Er eðlilegt að annað kynið fái sjálfkrafa hærri laun fyrir sömu vinnu og hitt kynið? Ekki nokkur réttlátur maður getur svarað þessu játandi.Það er óhugnanlegt hve hægt þokast í að jafna laun kynjanna. Nýlega bárust fregnir af því að konur innan banka og fjármálafyrirtækja hafi að meðaltali rúmlega 60% af launum karlmanna í sömu fyrirtækjum. Að sama skapi fá konur með sambærilega menntun og í sambærilegum stöðum og karlar í þessum fyrirtækjum um fjórðungi lægri laun.Þetta er ekki eðlilegt og ekki nægir að benda á konur og segja þeim að "sækja sér hærri laun". Atvinnurekendur bera þunga ábyrgð í þessum efnum sem og ýmsar "leikreglur" markaðarins. Launaleynd gegnir einkum þeim tilgangi að hægt sé að borga sumum (oftast körlum) meira en öðrum (oftast konum) án rökstuðnings eða ástæðu.Konur þurfa auðvitað að standa fyrir máli sínu en launamisrétti er ekki bara mál þeirra sem standa höllum fæti heldur allra réttlátra manna. Atvinnurekendur kunna að telja karlmenn mikilvægari starfskrafta - allavega ef miða á við launatölur - en þá ættu þeir að rökstyðja þá skoðun.Ég vildi gjarnan heyra í þeim atvinnurekanda sem teldi mig verri starfskraft en Friðbjörn Orra hér hinum megin - því með fullri virðingu fyrir Friðbirni efast ég um að sá atvinnurekandi kæmist langt í rökstuðningi. Allar líkur eru á því að hann myndi greiða mér um 60% af því sem Friðbjörn Orri fengi. Réttlátt? Ég held ekki.Friðbjörn Orri Ketilsson:Mikilvægt er að horfa á fólk sem einstaklinga. Engir tveir einstaklingar eru eins þar sem þeir hafa ekki sama persónuleika, sömu þekkingu eða sömu lífsreynslu að baki. Því gengur ekki upp að tala um tvo jafnhæfa einstaklinga. Því má heldur aldrei gleyma að réttur fyrirtækjaeigandans til að ráðstafa fé sínu líkt og hann telur best er helgur rétt eins og réttur launþegans er að ráðstafa sér til vinnu er helgur.Rangt er að þvinga nokkurn mann til að ráða ákveðinn aðila til starfa vegna kynferðis. Sem dæmi má nefna að ef kona sem rekur fyrirtæki og vill aðeins ráða konur til vinnu á hún að hafa til þess fullt frelsi enda um ráðstöfun hennar á eigin verðmætum að ræða.Besta nálgun þess að hver og einn sé metinn af verðleikum er samkeppni um vinnuaflið. Ef hæf kona er sniðgengin af fyrirtæki vegna kynferðis getur næsta fyrirtæki ráðið hana til vinnu og með því sigrað hið fyrra í samkeppni. Vegna arðsemiskröfu er það eðli einkafyrirtækja að ráða til sín hæfa starfsmenn óháð kynferði þeirra. Þessu er aftur öfugt farið hjá hinu opinbera sem sést best á því að nánast allar lögsóknir um mismunun vegna kynferðis eru á hendur opinberum fyrirtækjum sem engan hag bera af því að ráða þann hæfasta til starfsins.Sé raunin sú að konur hafi lægri laun er karlar í sambærilegum störfum er lausnin fólgin í auknu frelsi svo einstaklingarnir hafi aukna möguleika á að bæta hag sinn. Bætt frelsi í fjármagnsflutningum og betra aðgengi að lánsfé til fjármögnunar, lægri sköttum til aukningar ráðstöfunartekna, og umfram allt frelsi til þess að velja og ná árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
SKIPTAR SKOÐANIR Launamunur kynjannaKatrín Jakobsdóttir:Er eðlilegt að annað kynið fái sjálfkrafa hærri laun fyrir sömu vinnu og hitt kynið? Ekki nokkur réttlátur maður getur svarað þessu játandi.Það er óhugnanlegt hve hægt þokast í að jafna laun kynjanna. Nýlega bárust fregnir af því að konur innan banka og fjármálafyrirtækja hafi að meðaltali rúmlega 60% af launum karlmanna í sömu fyrirtækjum. Að sama skapi fá konur með sambærilega menntun og í sambærilegum stöðum og karlar í þessum fyrirtækjum um fjórðungi lægri laun.Þetta er ekki eðlilegt og ekki nægir að benda á konur og segja þeim að "sækja sér hærri laun". Atvinnurekendur bera þunga ábyrgð í þessum efnum sem og ýmsar "leikreglur" markaðarins. Launaleynd gegnir einkum þeim tilgangi að hægt sé að borga sumum (oftast körlum) meira en öðrum (oftast konum) án rökstuðnings eða ástæðu.Konur þurfa auðvitað að standa fyrir máli sínu en launamisrétti er ekki bara mál þeirra sem standa höllum fæti heldur allra réttlátra manna. Atvinnurekendur kunna að telja karlmenn mikilvægari starfskrafta - allavega ef miða á við launatölur - en þá ættu þeir að rökstyðja þá skoðun.Ég vildi gjarnan heyra í þeim atvinnurekanda sem teldi mig verri starfskraft en Friðbjörn Orra hér hinum megin - því með fullri virðingu fyrir Friðbirni efast ég um að sá atvinnurekandi kæmist langt í rökstuðningi. Allar líkur eru á því að hann myndi greiða mér um 60% af því sem Friðbjörn Orri fengi. Réttlátt? Ég held ekki.Friðbjörn Orri Ketilsson:Mikilvægt er að horfa á fólk sem einstaklinga. Engir tveir einstaklingar eru eins þar sem þeir hafa ekki sama persónuleika, sömu þekkingu eða sömu lífsreynslu að baki. Því gengur ekki upp að tala um tvo jafnhæfa einstaklinga. Því má heldur aldrei gleyma að réttur fyrirtækjaeigandans til að ráðstafa fé sínu líkt og hann telur best er helgur rétt eins og réttur launþegans er að ráðstafa sér til vinnu er helgur.Rangt er að þvinga nokkurn mann til að ráða ákveðinn aðila til starfa vegna kynferðis. Sem dæmi má nefna að ef kona sem rekur fyrirtæki og vill aðeins ráða konur til vinnu á hún að hafa til þess fullt frelsi enda um ráðstöfun hennar á eigin verðmætum að ræða.Besta nálgun þess að hver og einn sé metinn af verðleikum er samkeppni um vinnuaflið. Ef hæf kona er sniðgengin af fyrirtæki vegna kynferðis getur næsta fyrirtæki ráðið hana til vinnu og með því sigrað hið fyrra í samkeppni. Vegna arðsemiskröfu er það eðli einkafyrirtækja að ráða til sín hæfa starfsmenn óháð kynferði þeirra. Þessu er aftur öfugt farið hjá hinu opinbera sem sést best á því að nánast allar lögsóknir um mismunun vegna kynferðis eru á hendur opinberum fyrirtækjum sem engan hag bera af því að ráða þann hæfasta til starfsins.Sé raunin sú að konur hafi lægri laun er karlar í sambærilegum störfum er lausnin fólgin í auknu frelsi svo einstaklingarnir hafi aukna möguleika á að bæta hag sinn. Bætt frelsi í fjármagnsflutningum og betra aðgengi að lánsfé til fjármögnunar, lægri sköttum til aukningar ráðstöfunartekna, og umfram allt frelsi til þess að velja og ná árangri.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun