Formenn án framtíðar 6. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það er farið að há stjórnvöldum og skaða stjórnarflokkana að formenn þeirra hafa annars vegar takmarkalítið umboð frá flokksmönnum til ákvarðana en láta báðir hins vegar eins og þeir eigi sér ekki langa framtíð í stjórnmálum. Það er orðið flestum ljóst að Davíð Oddsson mun hætta afskiptum af stjórnvöldum 15. september eða fljótlega þar á eftir. Hann hefur boðað brotthvarf sitt svo lengi að honum er í raun ekki lengur til setunnar boðið. Sjálfstæðismenn hafa haft svo góðan tíma til að venja sig við brotthvarf Davíðs að það yrði mörgum þeirra áfall ef hann hætti nú við að hætta.Halldór Ásgrímsson virðist heldur ekki sjá fram yfir 15. september. Þann dag hlotnast honum verðlaunin fyrir langan pólitískan feril; verður loks forsætisráðherra. Halldór er ekki líklegur til að líta á embætti forsætisráðherra sem tækifæri til mikilla verka eða til að byggja upp langvarandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Ef hann nær þessum áfanga á annað borð verður hann lokahnykkur langs ferils.Sökum þess hversu miklum völdum stjórnarflokkarnir hafa afsalað til þessara manna án framtíðar eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar orðnar óskiljanlegar mönnum sem telja morgundaginn einhvers virði. Fyrir okkur hin sem viljum horfa til framtíðar er það fráleitt að Alþingi afnemi lög, sem forseti Íslands hefur hafnað staðfestngar og skotið i þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess eins að setja þau aftur svo til óbreytt og senda forsetanum að nýju. Forsetanum er ekki annað fært en standa við fyrri ákvörðun sína og neita endursettum fjölmiðlalögum staðfestingar. Í fyrsta lagi eru þetta jafn slæm lög og áður.Í öðru lagi er fjölmiðlar enn það veigamiklir í samfélaginu að gera má kröfu um víðtæka samstöðu um lagaumhverfi í þeirra. Í þriðja lagi hefur forsetinn þegar tekið úr allan þann sársauka af þessu máli sem hann getur búist við. Það ætti því að verða honum auðveld og sjálfsögð ákvörðun að senda nýju lögin aftur til þjóðarinnar. En þá bregður svo við að ekki er hægt að koma þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrr en undir lok septembermánuðar -- það er eftir 15. september. Og í huga formannanna tveggja, sem sjá ekki út yfir þessa dagsetningu en hafa samt ótakmarkað umboð til ákvarðana, tilheyrir þetta óskilgreindri og óljósri framtíð.Afstaða framtíðarlausu formannanna tveggja er orðin æði torræðin. Þannig vilja þeir til dæmis bjarga lýðræðinu frá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vilja efla fjölmiðla með því að leggja þá niður. Þeir vilja efna til víðtæks samráðs með því að ákveða niðurstöðuna fyrst en hefja síðan umræður um mögulega lendingu. Þeim fannst skynsamlegt í vor að setja lög sem tækju gildi eftir tvö ár en finnst þeir nú engan tíma mega missa til að setja sömu lög sem þó eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár. Þeim fannst öruggara gagnvart stjórnarskrá að láta útvarpsleyfi renna út í vor en telja nú í lagi að láta áður veitt leyfi falla niður.Núverandi afstaða formannanna gagnvart fjölmiðlamálinu er í anda upphafs þess og málsmeðferðar allrar -- óskiljanleg fólki sem telur að lífið hafi sinn vanagang eftir 15. september eins og hingað til. Eru ekki nógu margir í þeim hópi í stjórnarflokkunum til að setja einhverja framtíð í stjórnarstefnuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það er farið að há stjórnvöldum og skaða stjórnarflokkana að formenn þeirra hafa annars vegar takmarkalítið umboð frá flokksmönnum til ákvarðana en láta báðir hins vegar eins og þeir eigi sér ekki langa framtíð í stjórnmálum. Það er orðið flestum ljóst að Davíð Oddsson mun hætta afskiptum af stjórnvöldum 15. september eða fljótlega þar á eftir. Hann hefur boðað brotthvarf sitt svo lengi að honum er í raun ekki lengur til setunnar boðið. Sjálfstæðismenn hafa haft svo góðan tíma til að venja sig við brotthvarf Davíðs að það yrði mörgum þeirra áfall ef hann hætti nú við að hætta.Halldór Ásgrímsson virðist heldur ekki sjá fram yfir 15. september. Þann dag hlotnast honum verðlaunin fyrir langan pólitískan feril; verður loks forsætisráðherra. Halldór er ekki líklegur til að líta á embætti forsætisráðherra sem tækifæri til mikilla verka eða til að byggja upp langvarandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Ef hann nær þessum áfanga á annað borð verður hann lokahnykkur langs ferils.Sökum þess hversu miklum völdum stjórnarflokkarnir hafa afsalað til þessara manna án framtíðar eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar orðnar óskiljanlegar mönnum sem telja morgundaginn einhvers virði. Fyrir okkur hin sem viljum horfa til framtíðar er það fráleitt að Alþingi afnemi lög, sem forseti Íslands hefur hafnað staðfestngar og skotið i þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess eins að setja þau aftur svo til óbreytt og senda forsetanum að nýju. Forsetanum er ekki annað fært en standa við fyrri ákvörðun sína og neita endursettum fjölmiðlalögum staðfestingar. Í fyrsta lagi eru þetta jafn slæm lög og áður.Í öðru lagi er fjölmiðlar enn það veigamiklir í samfélaginu að gera má kröfu um víðtæka samstöðu um lagaumhverfi í þeirra. Í þriðja lagi hefur forsetinn þegar tekið úr allan þann sársauka af þessu máli sem hann getur búist við. Það ætti því að verða honum auðveld og sjálfsögð ákvörðun að senda nýju lögin aftur til þjóðarinnar. En þá bregður svo við að ekki er hægt að koma þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrr en undir lok septembermánuðar -- það er eftir 15. september. Og í huga formannanna tveggja, sem sjá ekki út yfir þessa dagsetningu en hafa samt ótakmarkað umboð til ákvarðana, tilheyrir þetta óskilgreindri og óljósri framtíð.Afstaða framtíðarlausu formannanna tveggja er orðin æði torræðin. Þannig vilja þeir til dæmis bjarga lýðræðinu frá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vilja efla fjölmiðla með því að leggja þá niður. Þeir vilja efna til víðtæks samráðs með því að ákveða niðurstöðuna fyrst en hefja síðan umræður um mögulega lendingu. Þeim fannst skynsamlegt í vor að setja lög sem tækju gildi eftir tvö ár en finnst þeir nú engan tíma mega missa til að setja sömu lög sem þó eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár. Þeim fannst öruggara gagnvart stjórnarskrá að láta útvarpsleyfi renna út í vor en telja nú í lagi að láta áður veitt leyfi falla niður.Núverandi afstaða formannanna gagnvart fjölmiðlamálinu er í anda upphafs þess og málsmeðferðar allrar -- óskiljanleg fólki sem telur að lífið hafi sinn vanagang eftir 15. september eins og hingað til. Eru ekki nógu margir í þeim hópi í stjórnarflokkunum til að setja einhverja framtíð í stjórnarstefnuna?
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun