Innlent

Heimilt að fella lögin úr gildi

Jón Sveinsson lögfræðingur telur að Alþingi sé heimilt að fella lög úr gildi og setja ný eins og ríkisstjórnin hyggst gera í fjölmiðlamálinu. Jón og Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur voru rétt í þessu að ganga út af fundi allsherjarnefndar. Fyrr í dag gengu Þorkell Helgason og Jakob Möller lögfræðingar á fund nefndarinnar. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur og Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður voru gestir nefndarinnar í morgun. Herdís telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar segir aðferð ríkisstjórnarinnar, að setja ný lög um leið og hin fyrri eru felld úr gildi, valdníðslu. Frestur til að skila inn umsögnum til allsherjarnefndar rennur út í kvöld þannig að líklegt er að hún ljúki umfjöllun um málið á morgun eða á fimmtudag. Í framhaldinu mun önnur umræða hefjast um málið á Alþingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×