Enginn fundur fyrr en eftir helgi 16. júlí 2004 00:01 Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd Alþingis mótmæla því harðlega að fundum í nefndinni skuli hafa verið frestað fram yfir helgi. Eftir að fundi í allsherjarnefnd var slitið í gær krafðist stjórnarandstaðan þess að fundum í nefndinni yrði framhaldið strax í dag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar boðaði hins vegar næsta fund á mánudaginn klukkan 10. Stjórnarandstaðan er afar ósátt við þennan gang mála. Nú var að ljúka fundi stjórnarandstæðinga í nefndinni og mótmæla þeir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir að áform og fyrirætlanir formanns nefndarinnar, um fundarhald og afgreiðslu mála, hafi ekki staðist. Hann segir að nefndinni hafi ekkert verið að vandbúnaði að klára vinnuna á miðvikudagskvöld eða fyrir hádegi á fimmtudag. Steingrímur segir áform hafa verið um það af hálfu formannsins að fundur yrði haldinn í allsherjarnefnd í dag en svo tilkynni Davíð Oddssyni forsætisráðherra, í beinni útsendingu fjölmiðla, að ekki verði fundur í nefndinni fyrr en eftir helgi, „... bókstaflega ekkert liggi á í málinu og talar jafnvel um 7-10 daga í viðbót. Þetta er komið út í hreint ábyrgðarleysi og er að okkar dómi vítavert í ljósi þeirrar skyldu sem hvílir á Alþingi að vinna þessi mál hratt og markvisst,“ segir Steingrímur. Hann vísar í þessu sambandi einnig í stjórnarskrána og segir Alþingi núna eiga að vera að undirbúa þá kosningu sem eigi að fara fram, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Aðspurður hvort ekki liggi fyrir að meirihlutinn vilji ekki láta kosninguna fara fram segir Steingrímur að Alþingi hafi ekki tekið neina ákvörðun um það. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sér ekki ástæðu til að nefndin hittist í dag. Hann segist hafa gert grein fyrir því á fundi hennar í gær að hann myndi boða til fundar í dag ef hann teldi gagn af því. Bjarni segist svo hafa metið stöðuna þannig seinni partinn í gær að ekki væri ástæða til að funda í dag. Aðspurður hvort ekki sé það mikið að tala um að ástæða sé til að funda í dag segir Bjarni svo ekki vera. Hann sjái meiri skynsemi í því að vinna málið áfram, fara dýpra ofan í þau gögn og upplýsingar sem menn hafi undir höndum, yfir helgina og hittast á mánudag. Spurður hvort meirihluti nefndarinnar sé að bíða eftir því hvað Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson segi honum að gera segir Bjarni að nefndarmenn séu að leggja mat á þær leiðir sem komi til greina og honum finnist „fullkomlega eðlilegt að það taki par dag að komast að endanlegri niðurstöðu í þessu máli. En það virðist mjög erfitt að gera stjórnarandstöðunni til geðs. Í vor fannst henni við alltof fljótir en núna erum við alltof lengi að því er mér sýnist,“ segir Bjarni. Hann vill ekki fullyrða hvort málið verði afgreitt úr nefndinni á mánudag. Steingrímur J. Sigfússon segir að ekki sé hægt að bera saman umfjöllun um fjölmiðlafrumvarpið í vor og vinnu allsherjarnefndar núna. Nú sé ekki verið að tala um efnisinnihald fjölmiðlafrumvarpsins heldur um viðbrögð Alþingis við ákvörðun forseta Íslands að senda fjölmiðlalögin frá því í vor í þjóðaratkvæðagreiðslu. Steingrímur segir allsherjarnefnd vera núna að einbeita sér að hinum stóru stjórnskipunarlegu álitamálum og hann telur niðurstöðuna í því liggja fyrir og því sé nefndinni ekkert að vandbúnaði að afgreiða málið inn til Alþingis svo það geti tekið sína ákvörðun. Hann segir að ekki eigi að gera það að gamni sínu að tefja málið um daga vikur, m.a. með tilliti til fjölskyldna þingmanna. Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hittust í gær til að leysa þann ágreining sem upp er kominn á milli flokkanna um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir freista þess að ná sátt í málinu um helgina en þeir segja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Þó er ljóst að enn er mikill ágreiningur á milli flokkanna þar sem fjöldi framsóknarmanna vill að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka en sjálfstæðismenn hafa ekki viljað ljá máls á því. Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins eru enn þeirrar skoðunar að heppilegast sé að draga fjölmiðlalögin til baka og hefja smíði nýs frumvarps í haust. Heimildir fréttastofu úr röðum framsóknarmanna herma að nú sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að setja ný fjölmiðlalög. Hvort það breytist í viðræðum á milli stjórnarflokkanna um helgina er svo önnur saga. Ekki var ríkisstjórnarfundur í dag, einsog venja er á föstudögum þegar þing stendur yfir, enda er forsætisráðherra fjarverandi. Hægt er að hlusta á viðtöl við Steingrím J. Sigfússon og Bjarna Benediktsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd Alþingis mótmæla því harðlega að fundum í nefndinni skuli hafa verið frestað fram yfir helgi. Eftir að fundi í allsherjarnefnd var slitið í gær krafðist stjórnarandstaðan þess að fundum í nefndinni yrði framhaldið strax í dag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar boðaði hins vegar næsta fund á mánudaginn klukkan 10. Stjórnarandstaðan er afar ósátt við þennan gang mála. Nú var að ljúka fundi stjórnarandstæðinga í nefndinni og mótmæla þeir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir að áform og fyrirætlanir formanns nefndarinnar, um fundarhald og afgreiðslu mála, hafi ekki staðist. Hann segir að nefndinni hafi ekkert verið að vandbúnaði að klára vinnuna á miðvikudagskvöld eða fyrir hádegi á fimmtudag. Steingrímur segir áform hafa verið um það af hálfu formannsins að fundur yrði haldinn í allsherjarnefnd í dag en svo tilkynni Davíð Oddssyni forsætisráðherra, í beinni útsendingu fjölmiðla, að ekki verði fundur í nefndinni fyrr en eftir helgi, „... bókstaflega ekkert liggi á í málinu og talar jafnvel um 7-10 daga í viðbót. Þetta er komið út í hreint ábyrgðarleysi og er að okkar dómi vítavert í ljósi þeirrar skyldu sem hvílir á Alþingi að vinna þessi mál hratt og markvisst,“ segir Steingrímur. Hann vísar í þessu sambandi einnig í stjórnarskrána og segir Alþingi núna eiga að vera að undirbúa þá kosningu sem eigi að fara fram, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Aðspurður hvort ekki liggi fyrir að meirihlutinn vilji ekki láta kosninguna fara fram segir Steingrímur að Alþingi hafi ekki tekið neina ákvörðun um það. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar sér ekki ástæðu til að nefndin hittist í dag. Hann segist hafa gert grein fyrir því á fundi hennar í gær að hann myndi boða til fundar í dag ef hann teldi gagn af því. Bjarni segist svo hafa metið stöðuna þannig seinni partinn í gær að ekki væri ástæða til að funda í dag. Aðspurður hvort ekki sé það mikið að tala um að ástæða sé til að funda í dag segir Bjarni svo ekki vera. Hann sjái meiri skynsemi í því að vinna málið áfram, fara dýpra ofan í þau gögn og upplýsingar sem menn hafi undir höndum, yfir helgina og hittast á mánudag. Spurður hvort meirihluti nefndarinnar sé að bíða eftir því hvað Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson segi honum að gera segir Bjarni að nefndarmenn séu að leggja mat á þær leiðir sem komi til greina og honum finnist „fullkomlega eðlilegt að það taki par dag að komast að endanlegri niðurstöðu í þessu máli. En það virðist mjög erfitt að gera stjórnarandstöðunni til geðs. Í vor fannst henni við alltof fljótir en núna erum við alltof lengi að því er mér sýnist,“ segir Bjarni. Hann vill ekki fullyrða hvort málið verði afgreitt úr nefndinni á mánudag. Steingrímur J. Sigfússon segir að ekki sé hægt að bera saman umfjöllun um fjölmiðlafrumvarpið í vor og vinnu allsherjarnefndar núna. Nú sé ekki verið að tala um efnisinnihald fjölmiðlafrumvarpsins heldur um viðbrögð Alþingis við ákvörðun forseta Íslands að senda fjölmiðlalögin frá því í vor í þjóðaratkvæðagreiðslu. Steingrímur segir allsherjarnefnd vera núna að einbeita sér að hinum stóru stjórnskipunarlegu álitamálum og hann telur niðurstöðuna í því liggja fyrir og því sé nefndinni ekkert að vandbúnaði að afgreiða málið inn til Alþingis svo það geti tekið sína ákvörðun. Hann segir að ekki eigi að gera það að gamni sínu að tefja málið um daga vikur, m.a. með tilliti til fjölskyldna þingmanna. Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hittust í gær til að leysa þann ágreining sem upp er kominn á milli flokkanna um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir freista þess að ná sátt í málinu um helgina en þeir segja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Þó er ljóst að enn er mikill ágreiningur á milli flokkanna þar sem fjöldi framsóknarmanna vill að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka en sjálfstæðismenn hafa ekki viljað ljá máls á því. Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins eru enn þeirrar skoðunar að heppilegast sé að draga fjölmiðlalögin til baka og hefja smíði nýs frumvarps í haust. Heimildir fréttastofu úr röðum framsóknarmanna herma að nú sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að setja ný fjölmiðlalög. Hvort það breytist í viðræðum á milli stjórnarflokkanna um helgina er svo önnur saga. Ekki var ríkisstjórnarfundur í dag, einsog venja er á föstudögum þegar þing stendur yfir, enda er forsætisráðherra fjarverandi. Hægt er að hlusta á viðtöl við Steingrím J. Sigfússon og Bjarna Benediktsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira