Breskur ráðherra til landsins 18. júlí 2004 00:01 MYND/Eggert Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands, mun flytja opinn fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin“ í Norræna húsinu nk. fimmtudag.. Auk þess mun hann ræða stuttlega varnarmálastefnu Evrópusambandsins, stöðu smærri Evrópulanda innan og utan ESB og hugsanlega aðild Íslands og Noregs að sambandinu. Aðalerindi MacShane hingað er að funda með íslenskum stjórnvöldum og mun hann eiga fund með Valgerði Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. MacShane er fyrsti ráðherra Bretlands sem kemur sérstaklega í heimsókn til Íslands síðan 1996. Fyrirlestur MacShanes er haldinn á vegum breska sendiráðsins í Reykjavík, utanríkisráðuneytisins og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Að loknu erindi hans munu þær Sólveig Pétursdóttir, formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz varaformaður Utanríkismálanefndar Alþingis og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, skiptast á skoðunum við MacShane um efni fyrirlestrarins. Fundarstjóri verður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. MacShane hefur verið þingmaður á breska þinginu frá árinu 1994. Hann skrifar reglulega í dagblöð og stjórnmálarit í Bretlandi, frönsk, þýsk og bandarísk dagblöð og er að auki höfundur nokkurra bóka um alþjóðastjórnmál. Hann nam við Merton College í Oxford og er með PhD gráðu í alþjóðahagfræði frá London University. Dagskrá fyrirlestrarins á fimmtudaginn er svohljóðandi: 12.05 Ávarp: Alp Mehmet, breski sendiherrann á Íslandi 12.10 „Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin“: Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands 12.50 Pallborðsumræður: Sólveig Pétursdóttir, formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz, varaformaður Utanríkismálanefndar Alþingis og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar 13.30 Fundi slitið. Vefur Háskóla Íslands greinir frá. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands, mun flytja opinn fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin“ í Norræna húsinu nk. fimmtudag.. Auk þess mun hann ræða stuttlega varnarmálastefnu Evrópusambandsins, stöðu smærri Evrópulanda innan og utan ESB og hugsanlega aðild Íslands og Noregs að sambandinu. Aðalerindi MacShane hingað er að funda með íslenskum stjórnvöldum og mun hann eiga fund með Valgerði Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. MacShane er fyrsti ráðherra Bretlands sem kemur sérstaklega í heimsókn til Íslands síðan 1996. Fyrirlestur MacShanes er haldinn á vegum breska sendiráðsins í Reykjavík, utanríkisráðuneytisins og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Að loknu erindi hans munu þær Sólveig Pétursdóttir, formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz varaformaður Utanríkismálanefndar Alþingis og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, skiptast á skoðunum við MacShane um efni fyrirlestrarins. Fundarstjóri verður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. MacShane hefur verið þingmaður á breska þinginu frá árinu 1994. Hann skrifar reglulega í dagblöð og stjórnmálarit í Bretlandi, frönsk, þýsk og bandarísk dagblöð og er að auki höfundur nokkurra bóka um alþjóðastjórnmál. Hann nam við Merton College í Oxford og er með PhD gráðu í alþjóðahagfræði frá London University. Dagskrá fyrirlestrarins á fimmtudaginn er svohljóðandi: 12.05 Ávarp: Alp Mehmet, breski sendiherrann á Íslandi 12.10 „Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin“: Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands 12.50 Pallborðsumræður: Sólveig Pétursdóttir, formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz, varaformaður Utanríkismálanefndar Alþingis og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar 13.30 Fundi slitið. Vefur Háskóla Íslands greinir frá.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira