Viðskipti erlent

Bréf í Amazon hríðlækka

Verð hlutabréfa í Amazon.com féll um þrettán prósent á föstudag þrátt fyrir að fyrirtækið tilkynnti daginn áður um hagnað og veltuaukningu á síðasta ársfjórðungi. Hagnaðurinn og veltuaukningin reyndust minni en spáð var og því hríðlækkuðu bréf í félaginu. Amazon var rekið með átján prósenta hagnaði á síðasta ársfjórðungi, eða einu prósentustigi minni hagnaði en spáð hafði verið. Hagnaðurinn nam samtals um 5.400 milljörðum króna, sem er um 8.500 milljarða króna viðsnúningur frá síðasta ári þegar fyrirtækið tapaði 3.100 milljörðum króna..





Fleiri fréttir

Sjá meira


×