Erlent

Solana fastur fyrir

Javier Solana, sem fer með utanríkismál ESB, segir að sambandið muni ekki halda sig frá friðarviðræðum í Mið-Austurlöndum þrátt fyrir að Ísraelsmenn segist ekki treysta þjóðum sambandsins til að koma að þeim. Solana fundaði í dag með Simon Peres, formanni Verkamannaflokksins í Ísrael. Ríkisstjórn Ísraels segist ekki geta treyst þjóðum Evrópusambandsins eftir að sambandið studdi við ályktun Sameinuðu þjóðanna um að öryggismúr Ísraela, sem þeir eru að byggja á Vesturbakkanum, skuli rifinn. Peres sagði að þjóðir ESB gætu ekki dæmt Ísraela fyrir aðgerðir sínar. Þjóð sem hefði ekki búið við hryðjuverk gæti ekki dæmt þjóð sem hefði búið við slíkt og Peres segist því harma ályktun Alþjóðadómstólsins og ákvörðun ESB. Solana sagði hins vegar að ESB myndi ekki halda sig frá viðræðunum því þeir sem hafi hagsmuna að gæta verði að eiga hlut að máli. Hann sagði Ísraelsmenn og Palestínumenn vera nágranna Evrópubúa og vini og að Ísrael sé álfunni hernaðarlega mikilvægt. Að sögn Solana er ESB gríðarlega sterkt á alþjóðavettvangi og mun gegna mikilvægu hlutverki, hvort sem mönnum líki betur eða verr.    "The role is played by those who have interest and we have interest. We have interests which are of neighbourhood, we have interests because we have friends and we also have a strategic interest and Europe as you know, and you have proven it now, is a very important international power and is going to play a role whether you like it or not."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×