Innlent

Lýðræðisandi er leiðarljósið

"Þakklæti til fólksins í landinu og virðing fyrir arfleifð Íslendinga og væntingum almennings um farsæla framtíð eru mér efst í huga á þessari stundu. Árin sem liðin eru frá því ég stóð fyrst í þessum sporum hafa verið lærdómsrík og gefandi, oft erfið en líka auðug af gleðistundum. Vonandi nýtist sú reynsla mér á þeirri göngu sem framundan er," sagði forsetinn í upphafi ávarps síns. "Embætti forseta Íslands hefur breyst í tímans rás og svo mun einnig verða um ókomin ár. Mikilvægt er þó að varðveita rætur þess í vitund þjóðarinnar og sess þess í stjórnskipun landsins um leið og tekist er á við umbreytingarnar sem einkenna framrás heimsins og framtíð Íslendinga," sagð forsetinn jafnframt. "Kjarni lýðræðisins er að forseti, Alþingi og stjórnvöld öll lúti vilja þjóðarinnar og leiðsögn, starfi í þágu markmiða sem hún hefur með samræðum og víðtækri þátttöku gert að sínum. "Trúin á þjóðina, traust á almenningi, er grundvöllur stjórnskipulags vors," sagði Ásgeir Ásgeirsson þegar hann tók við embætti forseta hið fyrsta sinn. Lýðræðisandi Íslendinga er leiðarljósið sem vísar veginn," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×