Fleiri störf eða betri bætur 23. ágúst 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þrátt fyrir aukinn hagvöxt, ívið meiri verðbólgu og nokkra eignaþenslu þessi misserin er augljóst að ekki dregur úr atvinnuleysi fólks. Hagræðing innan fyrirtækja, sparnaðaraðgerðir og fækkun starfsfólks virðast vega upp áhrif af framkvæmdum tengdum álverum og virkjunum. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir -- sem nefndar hafa verið mestu framkvæmdir Íslandssögunnar -- hefur atvinnuleysi aukist fremur en að dregið hafi úr því. Í júlí voru rúmlega fimm þúsund manns án atvinnu. Það eru ekki mörg ár síðan slíkt hefði verið talið stórkostlegt vandamál sem bregðast yrði við sem allra fyrst. Þetta er hins vegar að verða sá fjöldi sem er reglulega án atvinnu. Innan þessa hóps er fólk sem hefur verið atvinnulaust mánuðum og jafnvel árum saman. Aukin samkeppni meðal íslenskra fyritækja, aukin samkeppni við vörur og þjónustu að utan og auknar kröfur hluthafa um arð af fjárfestingu sinni hafa breytt svipmóti íslensks atvinnurekstrar á undanförnum árum. Fyrirtækin hafa þurft að laga sig að þessum breytingum með hagræðingu, aukinni framlegð og betri nýtingu mannaflans. Þessi breyting er í sjálfu sér góð. Í einangruðu hagkerfi síðustu aldar urðu íslensk fyrirtæki helst til of löt og feit. Flestum þeirra veitti ekki af því að skerpa markmiðin og laga starfsemi sína að þeim. Gamla kerfið fól í sér verðmætasóun og lélega nýtingu á starfsorku fólks. Slíkt er léleg verkmenning. Ef við erum á annað borð að mæta til vinnu eigum við að gera þá kröfu að sem mest verðmæti verði til við vinnu okkar. Í breytingum á íslenskum fyrirtækjum liggja óteljandi tækifæri. Um leið og eitt fyrirtæki bætir framlegð starfsfólksins, og fækkar þar af leiðandi þeim einstaklingum sem þurfa að sinna störfunum án þess að draga úr framleiðslu sinni eða þjónustu, gefst öðrum fyrirtækjum tækifæri á að krækja í þetta starfsfólk og virkja það til nýrra verka. Það má jafnvel fagna því að ónýtt fyrirtæki með lélega framlegð og vonda nýtingu starfsfólks og fjármagns fari á höfuðið. Það má þá nýta orku starfsfólksins og hugmyndaflug betur á nýjum vettvangi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið að fara í gegnum svona umbreytingatíma um nokkurt skeið. Ef litið er yfir atvinnuleysistölur undanfarinna ára virðist hins vegar sem nýsköpun atvinnulífsins hafi ekki haldið í við umbreytinguna. Fyrirtæki hafa fækkað starfsfólki en ný störf hafa ekki orðið til í sama mæli. Og það er langt í land að atvinnulífinu takist að búa til störf fyrir reglulega fjölgun atvinnubærra manna. Atvinnulífinu virðist þannig hafa tekist að nýta fjármagnið betur en mannauðinn. Íslendingar hafa aldrei þurft að búa við langvarandi atvinnuleysi á borð við flestar Evrópuþjóðir. Það sést ekki aðeins á atvinnuleysistölum heldur ekki síður á stuðningskerfi okkar við þá sem ekki njóta atvinnu. Okkar kerfi er miðað við smávægilega aðstoð vegna mjög tímabundins ástands. Sá sem verður atvinnulaus mánuðum saman á Íslandi lendir í alvarlegum vanda; honum og fjölskyldu hans er í raun varpað niður að hungurmörkum. Ef atvinnulífinu tekst ekki að byggja upp meiri nýsköpun og fjölga störfum verðum við að endurskoða stöðuna og fara að feta okkur að evrópsku kerfi til stuðnings atvinnulausum. Og við skulum ekki blekkja okkur á því að við getum séð til og vonað að bráðum rætist úr. Þeir rúmlega fimm þúsund manns sem eru atvinnulausir -- og þær fimm þúsund fjölskyldur sem þetta atvinnuleysi snertir -- hafa ekki mikla biðlund við hungurmörkin. Íslenskt atvinnulíf stendur því frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að auka nýbreytni og fjölga störfum og hins vegar að bera kostnað af dýrara stuðningskerfi við atvinnulausa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þrátt fyrir aukinn hagvöxt, ívið meiri verðbólgu og nokkra eignaþenslu þessi misserin er augljóst að ekki dregur úr atvinnuleysi fólks. Hagræðing innan fyrirtækja, sparnaðaraðgerðir og fækkun starfsfólks virðast vega upp áhrif af framkvæmdum tengdum álverum og virkjunum. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir -- sem nefndar hafa verið mestu framkvæmdir Íslandssögunnar -- hefur atvinnuleysi aukist fremur en að dregið hafi úr því. Í júlí voru rúmlega fimm þúsund manns án atvinnu. Það eru ekki mörg ár síðan slíkt hefði verið talið stórkostlegt vandamál sem bregðast yrði við sem allra fyrst. Þetta er hins vegar að verða sá fjöldi sem er reglulega án atvinnu. Innan þessa hóps er fólk sem hefur verið atvinnulaust mánuðum og jafnvel árum saman. Aukin samkeppni meðal íslenskra fyritækja, aukin samkeppni við vörur og þjónustu að utan og auknar kröfur hluthafa um arð af fjárfestingu sinni hafa breytt svipmóti íslensks atvinnurekstrar á undanförnum árum. Fyrirtækin hafa þurft að laga sig að þessum breytingum með hagræðingu, aukinni framlegð og betri nýtingu mannaflans. Þessi breyting er í sjálfu sér góð. Í einangruðu hagkerfi síðustu aldar urðu íslensk fyrirtæki helst til of löt og feit. Flestum þeirra veitti ekki af því að skerpa markmiðin og laga starfsemi sína að þeim. Gamla kerfið fól í sér verðmætasóun og lélega nýtingu á starfsorku fólks. Slíkt er léleg verkmenning. Ef við erum á annað borð að mæta til vinnu eigum við að gera þá kröfu að sem mest verðmæti verði til við vinnu okkar. Í breytingum á íslenskum fyrirtækjum liggja óteljandi tækifæri. Um leið og eitt fyrirtæki bætir framlegð starfsfólksins, og fækkar þar af leiðandi þeim einstaklingum sem þurfa að sinna störfunum án þess að draga úr framleiðslu sinni eða þjónustu, gefst öðrum fyrirtækjum tækifæri á að krækja í þetta starfsfólk og virkja það til nýrra verka. Það má jafnvel fagna því að ónýtt fyrirtæki með lélega framlegð og vonda nýtingu starfsfólks og fjármagns fari á höfuðið. Það má þá nýta orku starfsfólksins og hugmyndaflug betur á nýjum vettvangi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið að fara í gegnum svona umbreytingatíma um nokkurt skeið. Ef litið er yfir atvinnuleysistölur undanfarinna ára virðist hins vegar sem nýsköpun atvinnulífsins hafi ekki haldið í við umbreytinguna. Fyrirtæki hafa fækkað starfsfólki en ný störf hafa ekki orðið til í sama mæli. Og það er langt í land að atvinnulífinu takist að búa til störf fyrir reglulega fjölgun atvinnubærra manna. Atvinnulífinu virðist þannig hafa tekist að nýta fjármagnið betur en mannauðinn. Íslendingar hafa aldrei þurft að búa við langvarandi atvinnuleysi á borð við flestar Evrópuþjóðir. Það sést ekki aðeins á atvinnuleysistölum heldur ekki síður á stuðningskerfi okkar við þá sem ekki njóta atvinnu. Okkar kerfi er miðað við smávægilega aðstoð vegna mjög tímabundins ástands. Sá sem verður atvinnulaus mánuðum saman á Íslandi lendir í alvarlegum vanda; honum og fjölskyldu hans er í raun varpað niður að hungurmörkum. Ef atvinnulífinu tekst ekki að byggja upp meiri nýsköpun og fjölga störfum verðum við að endurskoða stöðuna og fara að feta okkur að evrópsku kerfi til stuðnings atvinnulausum. Og við skulum ekki blekkja okkur á því að við getum séð til og vonað að bráðum rætist úr. Þeir rúmlega fimm þúsund manns sem eru atvinnulausir -- og þær fimm þúsund fjölskyldur sem þetta atvinnuleysi snertir -- hafa ekki mikla biðlund við hungurmörkin. Íslenskt atvinnulíf stendur því frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að auka nýbreytni og fjölga störfum og hins vegar að bera kostnað af dýrara stuðningskerfi við atvinnulausa.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun