Erlent

Bush formlega útnefndur

George W. Bush Bandaríkjaforseti var í gær formlega útnefndur forsetaframbjóðandi repúblíkana. Kona hans, Laura Bush, og Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, veittu honum útnefninguna og sögðu af því tilefni að hann væri maður mikils styrks og samúðar. Bush, sem er á kosningaferðalagi, hélt stutt ávarp með hjálp gervihnattarsíma. Hann var að vonum brattur og með bros á vör. Á flokksþinginu í gær var reynt að draga upp mynd af Bush sem hófsömum íhaldsmanni en það er svipuð mynd og reynt var að draga upp af honum fyrir síðustu kosningar. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×