Þörf á annarri samsteypu 8. september 2004 00:01 Mun meiri samþjöppun er á íslenskum fjölmiðlamarkaði en í öðrum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum, samkvæmt útreikningum Eli Noam, fjölmiðlahagfræðings og prófessors í Columbia University í Bandaríkjunum. Hann er einn helsti ráðgjafi yfirvalda þar í landi varðandi samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla. Noam reiknaði lauslega út fyrir Fréttablaðið samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði út frá ákveðnum reikningsstuðli, sem kallast Herfindahl-Hirschman stuðullinn (HHI). Samkvæmt þeim útreikningum er samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði mjög mikil og töluvert mikið meiri en í þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Stærðarhagkvæmni mikil í fjölmiðlarekstri "Það verður að skoða hvaða ástæður eru fyrir þessari miklu samþjöppun. Ísland er lítill markaður með fámennri þjóð og eigin tungumáli. Framleiðsla á fjölmiðlaefni er kostnaðarsöm og stærðarhagkvæmnin er þar mikil. Fyrsta dagblaðseintakið er dýrt í framleiðslu en það kostar lítið að prenta fleiri eintök. Sama er upp á teningnum með framleiðslu á sjónvarpsefni," segir Noam. Hann bendir á að fjölmiðlafyrirtæki verði að vera af ákveðinni lágmarksstærð og það verði að fela í sér nokkra þætti fjölmiðlastarfsemi svo hægt sé að reka það á sem hagkvæmasta hátt. "Fjölmiðlar innan fyrirtækisins geta þá sameinast um fréttaöflun auk markaðssetningar, auglýsinga og annan rekstur. Hagkvæmissjónarmiðin benda öll í þessa átt, hvort sem er í Bandaríkjunum eða annars staðar," segir hann. Hann segir að taka þurfi pólitíska ákvörðun um hversu mikil samþjöppun sé æskileg á fjölmiðlamarkaði út frá lýðræðislegu sjónarmiði. "Það verður að gera á hlutlægan hátt og burtséð frá því hvaða stjórnmálaástand er við lýði í landinu á þeim tíma. Það verður að vera samstaða um ákveðinn stuðul sem stjórnamálamenn geta komið sér saman um að sé ásættanleg miðað við stærð og hagkerfi landsins. Síðan er spurningin hvernig megi koma samþjöppuninni niður í þessa tölu, það er að segja ef samþjöppunin er meiri en gert er ráð fyrir samkvæmt stuðlinum," segir Noam. Pólitísk átök um reglugerð um fjölmiðla í BandaríkjunumHann segir að hægt sé að fara nokkrar leiðir til þess að draga úr samþjöppun. Ein leiðin sé með lagasetningu sem takmarki eignarhald. "Þessi leið hefur verið farin í Bandaríkjunum. Síðustu tvo til þrjá áratugi hefur þó verið tilhneyging í þá átt að smám saman slaka á í löggjöfinni," segir Noam. Mikill pólitískur slagur átti sér stað í Bandaríkjunum á síðasta ári þegar Fjölmiðlaráð Bandaríkjanna lagði það til að enn frekar yrði slakað á reglum um fjölmiðla. Fjölmiðlaráðið er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir bandaríska þingið. "Hvíta húsið hótaði að skrifa ekki undir lögin og fella þar með ákvörðun Fjölmiðlaráðsins úr gildi. Ákvörðun Fjölmiðlaráðsins studdu hins vegar þingmenn úr báðum flokkum, bæði demókratar og repúblikanar. Deilan stóð því milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Hvíta húsið hefði tapað málinu í þinginu og því þurfti málamiðlun. Hún var sú að reglunum var breytt lítillega, en ekki eins mikið og framkvæmdavaldið hefði viljað," segir hann. Ekki víst að hér geti ríkt fjölbreytni Noam segir að hægt sé að fara aðra leið en þá að setja lög eða með reglugerðum. Einfaldlega sé hægt að gefa út fleiri útvarpsleyfi fyrir sjónvarp og útvarp. "Fjölgun sjónvarpsstöðva eykur fjölbreytni á markaði og dregur úr samþjöppun. Þá erum við að tala um sjónvarpsstöðvar sem framleiða íslenskt efni og reka eigin fréttastofur. Framleiðsla á fréttum er lykilatriði þegar tryggja á fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði, afþreyingarefni spilar þar ekki inní," segir Noam. Hann spyr hvers vegna það eru einungis tvær sjónvarpsstöðvar á Íslandi sem reki eigin fréttastofu og sendi út fréttir. "Það eru engin lög sem koma í veg fyrir að þær séu fleiri og útvarpsleyfi eru ekki af skornum skammti. Þá er heldur engin lagaleg hindrun gegn útgáfu fleiri dagblaða. Hér er hins vegar hagkvæmnissjónarmið sem spilar inní. Það er alls ekki víst að hér sé markaður fyrir fleiri fjölmiðla. Það er vel hugsanlegt að aldrei muni ríkja fullkomin fjölbreytni á íslenskum fjölmiðlamarkaði líkt og í stærri löndum," bendir hann á. Þarf að viðurkenna vandamálið Noam segir að það sé ljóst að samþjöppunarstuðullinn á fjölmiðlamarkaði á Íslandi sé mjög hár, bæði í samanburði við Bandaríkin og lönd í Evrópu. "Fyrsta skerfið er að viðurkenna það. Þetta vandamál er við lýði og hugsanlega er hægt að bregðast við því á annan hátt en önnur lönd hafa gert. Til að mynda er ritstjórnarlegur aðskilnaður fjölmiðla innan sömu samsteypu ein leið til þess að tryggja fjölbreytni," segir hann. "Ég tel þó að raunveruleg lausn sé falin í því að tryggja það að á Íslandi þrífist tvær fjölmiðlasamsteypur. Vandamálið varðandi samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði er ekki sá að Norðurljós séu of stór, heldur er vandinn sá að það er ekkert annað fyrirtæki af svipaðri stærðargráðu. Það er ákveðið ójafnvægi í gangi. Stóra spurningunni er hins vegar ósvarað: Hvers vegna eru ekki önnur Norðurljós á Íslandi?" spyr Noam. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Mun meiri samþjöppun er á íslenskum fjölmiðlamarkaði en í öðrum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum, samkvæmt útreikningum Eli Noam, fjölmiðlahagfræðings og prófessors í Columbia University í Bandaríkjunum. Hann er einn helsti ráðgjafi yfirvalda þar í landi varðandi samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla. Noam reiknaði lauslega út fyrir Fréttablaðið samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði út frá ákveðnum reikningsstuðli, sem kallast Herfindahl-Hirschman stuðullinn (HHI). Samkvæmt þeim útreikningum er samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði mjög mikil og töluvert mikið meiri en í þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Stærðarhagkvæmni mikil í fjölmiðlarekstri "Það verður að skoða hvaða ástæður eru fyrir þessari miklu samþjöppun. Ísland er lítill markaður með fámennri þjóð og eigin tungumáli. Framleiðsla á fjölmiðlaefni er kostnaðarsöm og stærðarhagkvæmnin er þar mikil. Fyrsta dagblaðseintakið er dýrt í framleiðslu en það kostar lítið að prenta fleiri eintök. Sama er upp á teningnum með framleiðslu á sjónvarpsefni," segir Noam. Hann bendir á að fjölmiðlafyrirtæki verði að vera af ákveðinni lágmarksstærð og það verði að fela í sér nokkra þætti fjölmiðlastarfsemi svo hægt sé að reka það á sem hagkvæmasta hátt. "Fjölmiðlar innan fyrirtækisins geta þá sameinast um fréttaöflun auk markaðssetningar, auglýsinga og annan rekstur. Hagkvæmissjónarmiðin benda öll í þessa átt, hvort sem er í Bandaríkjunum eða annars staðar," segir hann. Hann segir að taka þurfi pólitíska ákvörðun um hversu mikil samþjöppun sé æskileg á fjölmiðlamarkaði út frá lýðræðislegu sjónarmiði. "Það verður að gera á hlutlægan hátt og burtséð frá því hvaða stjórnmálaástand er við lýði í landinu á þeim tíma. Það verður að vera samstaða um ákveðinn stuðul sem stjórnamálamenn geta komið sér saman um að sé ásættanleg miðað við stærð og hagkerfi landsins. Síðan er spurningin hvernig megi koma samþjöppuninni niður í þessa tölu, það er að segja ef samþjöppunin er meiri en gert er ráð fyrir samkvæmt stuðlinum," segir Noam. Pólitísk átök um reglugerð um fjölmiðla í BandaríkjunumHann segir að hægt sé að fara nokkrar leiðir til þess að draga úr samþjöppun. Ein leiðin sé með lagasetningu sem takmarki eignarhald. "Þessi leið hefur verið farin í Bandaríkjunum. Síðustu tvo til þrjá áratugi hefur þó verið tilhneyging í þá átt að smám saman slaka á í löggjöfinni," segir Noam. Mikill pólitískur slagur átti sér stað í Bandaríkjunum á síðasta ári þegar Fjölmiðlaráð Bandaríkjanna lagði það til að enn frekar yrði slakað á reglum um fjölmiðla. Fjölmiðlaráðið er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir bandaríska þingið. "Hvíta húsið hótaði að skrifa ekki undir lögin og fella þar með ákvörðun Fjölmiðlaráðsins úr gildi. Ákvörðun Fjölmiðlaráðsins studdu hins vegar þingmenn úr báðum flokkum, bæði demókratar og repúblikanar. Deilan stóð því milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Hvíta húsið hefði tapað málinu í þinginu og því þurfti málamiðlun. Hún var sú að reglunum var breytt lítillega, en ekki eins mikið og framkvæmdavaldið hefði viljað," segir hann. Ekki víst að hér geti ríkt fjölbreytni Noam segir að hægt sé að fara aðra leið en þá að setja lög eða með reglugerðum. Einfaldlega sé hægt að gefa út fleiri útvarpsleyfi fyrir sjónvarp og útvarp. "Fjölgun sjónvarpsstöðva eykur fjölbreytni á markaði og dregur úr samþjöppun. Þá erum við að tala um sjónvarpsstöðvar sem framleiða íslenskt efni og reka eigin fréttastofur. Framleiðsla á fréttum er lykilatriði þegar tryggja á fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði, afþreyingarefni spilar þar ekki inní," segir Noam. Hann spyr hvers vegna það eru einungis tvær sjónvarpsstöðvar á Íslandi sem reki eigin fréttastofu og sendi út fréttir. "Það eru engin lög sem koma í veg fyrir að þær séu fleiri og útvarpsleyfi eru ekki af skornum skammti. Þá er heldur engin lagaleg hindrun gegn útgáfu fleiri dagblaða. Hér er hins vegar hagkvæmnissjónarmið sem spilar inní. Það er alls ekki víst að hér sé markaður fyrir fleiri fjölmiðla. Það er vel hugsanlegt að aldrei muni ríkja fullkomin fjölbreytni á íslenskum fjölmiðlamarkaði líkt og í stærri löndum," bendir hann á. Þarf að viðurkenna vandamálið Noam segir að það sé ljóst að samþjöppunarstuðullinn á fjölmiðlamarkaði á Íslandi sé mjög hár, bæði í samanburði við Bandaríkin og lönd í Evrópu. "Fyrsta skerfið er að viðurkenna það. Þetta vandamál er við lýði og hugsanlega er hægt að bregðast við því á annan hátt en önnur lönd hafa gert. Til að mynda er ritstjórnarlegur aðskilnaður fjölmiðla innan sömu samsteypu ein leið til þess að tryggja fjölbreytni," segir hann. "Ég tel þó að raunveruleg lausn sé falin í því að tryggja það að á Íslandi þrífist tvær fjölmiðlasamsteypur. Vandamálið varðandi samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði er ekki sá að Norðurljós séu of stór, heldur er vandinn sá að það er ekkert annað fyrirtæki af svipaðri stærðargráðu. Það er ákveðið ójafnvægi í gangi. Stóra spurningunni er hins vegar ósvarað: Hvers vegna eru ekki önnur Norðurljós á Íslandi?" spyr Noam.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira