Ríkisstjórn dregin fyrir dómstóla 8. september 2004 00:01 Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. Eins og menn muna kom til ófriðar á milli öryrkja og ríkisstjórnarinnar í nóvember í fyrra, einu sinni enn kynnu einhverjir að segja. Tilefnið var samningur öryrkja við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra um róttækar breytingar á örorkubótum, meðal annars tvöföldun grunnlífeyris. Samningurinn var gerður skömmu fyrir síðustu kosningar og átti að taka gildi um síðustu áramót. Á haustmánuðum kom í ljós að heilbrigðisráðherra ætlaði að verja einum milljarði til málsins, en útreikningar sýndu að heildarkostnaður breytinganna væri einn og hálfur milljarður. Talsmenn öryrkja sökuðu ríkisstjórnina um svik, en Jón brást við með því að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann hygðist efna samkomulagið í áföngum og að stefndi að því að fullnusta samkomulagið eftir 12 mánuði. Sá tími er senn á enda, en Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist enn ekki vita hvort staðið verði við samkomulagið, þrátt fyrir að fjárlagafrumvarp næsta árs eigi að vera tilbúið eftir 3 vikur. Hann segir með ólíkindum að 20 dagar séu til stefnu og engin svör hafi borist um hvort staðið verði við samkomulagið. Hann segir einnig að þar sem tryggingamálaráðherra hafi gert samninginn fyrir hönd ríkisstjornar Íslands sé ríkisstjórnin öll aðili að samningnum. Garðar segir að ríkisstjórnin hljóti að þurfa að virða sína samninga eins og allir aðrir. Garðar segist fullviss um að fyrirstaðan sé annars staðar en í heilbrigðisráðuneytinu því Jón Kristjánsson, hafa alltaf sýnt vilja til að standa við samkomulagið. Ekki náðist í Jón í morgun, en Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort gert sé ráð fyrir fullnustu samkomulagsins í fjárlögum komandi árs. Garðar segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar ætli ríkisstjórnin sér ekki að standa við samkomulagið. Þá muni Öryrkjabandalag Íslands stefna ríkisstjórn Íslands eina ferðina enn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. Eins og menn muna kom til ófriðar á milli öryrkja og ríkisstjórnarinnar í nóvember í fyrra, einu sinni enn kynnu einhverjir að segja. Tilefnið var samningur öryrkja við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra um róttækar breytingar á örorkubótum, meðal annars tvöföldun grunnlífeyris. Samningurinn var gerður skömmu fyrir síðustu kosningar og átti að taka gildi um síðustu áramót. Á haustmánuðum kom í ljós að heilbrigðisráðherra ætlaði að verja einum milljarði til málsins, en útreikningar sýndu að heildarkostnaður breytinganna væri einn og hálfur milljarður. Talsmenn öryrkja sökuðu ríkisstjórnina um svik, en Jón brást við með því að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann hygðist efna samkomulagið í áföngum og að stefndi að því að fullnusta samkomulagið eftir 12 mánuði. Sá tími er senn á enda, en Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist enn ekki vita hvort staðið verði við samkomulagið, þrátt fyrir að fjárlagafrumvarp næsta árs eigi að vera tilbúið eftir 3 vikur. Hann segir með ólíkindum að 20 dagar séu til stefnu og engin svör hafi borist um hvort staðið verði við samkomulagið. Hann segir einnig að þar sem tryggingamálaráðherra hafi gert samninginn fyrir hönd ríkisstjornar Íslands sé ríkisstjórnin öll aðili að samningnum. Garðar segir að ríkisstjórnin hljóti að þurfa að virða sína samninga eins og allir aðrir. Garðar segist fullviss um að fyrirstaðan sé annars staðar en í heilbrigðisráðuneytinu því Jón Kristjánsson, hafa alltaf sýnt vilja til að standa við samkomulagið. Ekki náðist í Jón í morgun, en Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort gert sé ráð fyrir fullnustu samkomulagsins í fjárlögum komandi árs. Garðar segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar ætli ríkisstjórnin sér ekki að standa við samkomulagið. Þá muni Öryrkjabandalag Íslands stefna ríkisstjórn Íslands eina ferðina enn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira