Á Ísland að ganga úr ESB? Dagur B. Eggertsson skrifar 13. september 2004 00:01 Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra vakti athygli í vikunni. Hann sagðist fyrir sitt leyti útiloka aðild að Evrópusambandinu nema sjávarútvegsstefna þess breyttist. Þessi afstaða er ekki ný. Sá harði tónn sem ráðherrann valdi orðum sínum var það hins vegar. Halldór áttaði sig nefnilega á því fyrir nokkrum misserum að til að tryggja framtíðarhagsmuni Íslands þyrftu stjórnvöld að eiga hlut í ákvörðunum innan ESB. Þeir framtíðarhagsmunir eru miklu víðtækari og margþættari en orð Halldórs nú gáfu til kynna. Og það veit hann. Harði tónninn er þó heldur ekki nýr. Ummæli ýmissa stjórnmálamanna um Evrópusambandið hafa löngum minnt á vel upp alda unglinga sem tala niðrandi um fjarstadda foreldra sína til að stækka í augum félaganna. Innst inni vita þeir að leiðin liggur í Versló og viðskiptafræðina "af því að pabbi vildi það". Kjafturinn í garð ESB er til að breiða yfir núverandi stöðu: framsal fullveldis og skilyrðislausa hlýðni. Samfélagið er í flestum efnum þegar orðið hluti af ESB. Á meðan stjórnmálamenn tala flytja fyrirtækin verksmiðjur og fjármagn til Evrópu. Actavis byggir upp á Möltu, Samherji á 32% af þorskkvóta ESB í Barentshafi, Björgólfsfeðgar sækja fram í fjarskiptastarfsemi Austur-Evrópu og fjármálastofnanir hafa gert Norðurlönd og Bretland að heimamarkaði. Atvinnulífið er löngu gengið í Evrópusambandið. Leikreglur um samkeppni og viðskipti eru jafn evrópskar. Nýjar tillögur um samkeppnismál snúa ekki síst að því hvort hérlend samkeppnisyfirvöld fái sömu heimildir og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær í málefnum íslenskra fyrirtækja (án þess að Alþingi ráði þar nokkru). Evrópureglur settu boðuðum fjölmiðlalögum sömuleiðis skorður að margra mati. Sú skoðun var vissulega umdeild. Enginn efaðist þó um að fjölmiðlalögin yrðu að víkja ef þau stönguðust á við tilskipanir ESB. Ef til vill ekki að undra að umræður um Evrópumál snúist um sjávarútveg. Ísland er einfaldlega gengið í Evrópusambandið að flestu öðru leyti. Gjaldið sem þarf að greiða fyrir sjávarútvegshnútinn er að Ísland er eitt fárra ríkja sem eru fjarverandi við borðið þar sem framtíð Íslands og Evrópu ræðst. Líkt og við ríkisstjórnarborðið danska á nítjándu öld. Getur verið að harðorðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? Að kjark skorti til að benda á að hugsanlega þurfi einhverju að fórna til að Íslendingar öðlist áhrif á lög og reglur í eigin landi? Eða er utanríkisráðherra að hefja baráttu fyrir að Ísland gangi úr Evrópusambandinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra vakti athygli í vikunni. Hann sagðist fyrir sitt leyti útiloka aðild að Evrópusambandinu nema sjávarútvegsstefna þess breyttist. Þessi afstaða er ekki ný. Sá harði tónn sem ráðherrann valdi orðum sínum var það hins vegar. Halldór áttaði sig nefnilega á því fyrir nokkrum misserum að til að tryggja framtíðarhagsmuni Íslands þyrftu stjórnvöld að eiga hlut í ákvörðunum innan ESB. Þeir framtíðarhagsmunir eru miklu víðtækari og margþættari en orð Halldórs nú gáfu til kynna. Og það veit hann. Harði tónninn er þó heldur ekki nýr. Ummæli ýmissa stjórnmálamanna um Evrópusambandið hafa löngum minnt á vel upp alda unglinga sem tala niðrandi um fjarstadda foreldra sína til að stækka í augum félaganna. Innst inni vita þeir að leiðin liggur í Versló og viðskiptafræðina "af því að pabbi vildi það". Kjafturinn í garð ESB er til að breiða yfir núverandi stöðu: framsal fullveldis og skilyrðislausa hlýðni. Samfélagið er í flestum efnum þegar orðið hluti af ESB. Á meðan stjórnmálamenn tala flytja fyrirtækin verksmiðjur og fjármagn til Evrópu. Actavis byggir upp á Möltu, Samherji á 32% af þorskkvóta ESB í Barentshafi, Björgólfsfeðgar sækja fram í fjarskiptastarfsemi Austur-Evrópu og fjármálastofnanir hafa gert Norðurlönd og Bretland að heimamarkaði. Atvinnulífið er löngu gengið í Evrópusambandið. Leikreglur um samkeppni og viðskipti eru jafn evrópskar. Nýjar tillögur um samkeppnismál snúa ekki síst að því hvort hérlend samkeppnisyfirvöld fái sömu heimildir og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær í málefnum íslenskra fyrirtækja (án þess að Alþingi ráði þar nokkru). Evrópureglur settu boðuðum fjölmiðlalögum sömuleiðis skorður að margra mati. Sú skoðun var vissulega umdeild. Enginn efaðist þó um að fjölmiðlalögin yrðu að víkja ef þau stönguðust á við tilskipanir ESB. Ef til vill ekki að undra að umræður um Evrópumál snúist um sjávarútveg. Ísland er einfaldlega gengið í Evrópusambandið að flestu öðru leyti. Gjaldið sem þarf að greiða fyrir sjávarútvegshnútinn er að Ísland er eitt fárra ríkja sem eru fjarverandi við borðið þar sem framtíð Íslands og Evrópu ræðst. Líkt og við ríkisstjórnarborðið danska á nítjándu öld. Getur verið að harðorðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? Að kjark skorti til að benda á að hugsanlega þurfi einhverju að fórna til að Íslendingar öðlist áhrif á lög og reglur í eigin landi? Eða er utanríkisráðherra að hefja baráttu fyrir að Ísland gangi úr Evrópusambandinu?
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun