Getur ekki flúið fortíðina 18. september 2004 00:01 Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna furða sig á þeim orðum forsætisráðherra að hann vilji ekki dvelja við í fortíðinni vegna umræðna um hvort innrásin í Írak hafi verið ólögleg heldur horfa til framtíðar. Þeir segja einnig fulla ástæðu til að rannsaka stuðning Íslands við innrásina og ákvarðanatöku um stuðninginn, ekki síst í ljósi orða forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar fyrir innrás. "Það er fáránlegt og út í hött að halda því fram að fortíðin skipti engu máli í þessu sambandi. Það er ekki hægt að styðja innrás í annað land, með þeim skelfilegu afleiðingum sem sú ákvörðun hefur haft fyrir íbúa Írak, og segja svo að fortíðin skipti engu máli," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. "Hún skiptir öllu máli varðandi siðferðilega ábyrgð á þeim óskaplegu hörmungum sem rangar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa kallað yfir íbúa Írak." Össur segir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um rangar upplýsingar þýða að hann hafi verið blekktur til stuðnings við innrás í Írak. Upplýsa þurfi hvernig sú ákvörðun var tekin og hverjir gáfu rangar upplýsingar. "Menn hljóta svo líka að spyrja: Hafi forsætisráðherra verið blekktur til stuðnings með röngum upplýsingum, telur hann þá ekki rökrétt að Ísland verði tekið úr hópi hinna staðföstu þjóða, jafnvel þó það sé líklega aðeins táknræn aðgerð í dag?" "Mér finnst svolítið ódýrt að kasta þessum syndum öllum aftur fyrir sig eins og menn hafi ekki haft neinar ástæður til þess að véfengja þessar upplýsingar eða að minnsta kosti að trúa þeim varlega," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. "Því var nú haldið fram að það væri vart að treysta öllu sem kæmi frá áróðursmaskínum stórveldanna í svona tilvikum." Hann segir fulla þörf á að rannsaka hvernig að ákvarðanatökunni var staðið, líkt og gert hafi verið víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. "Það er svo alvarlegur atburður ef brotið er gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að það þýðir ekkert að tala um að það sé eitthvað sem er liðið og eigi ekkert að gera með. Slíkt fyrnist ekkert á örfáum misserum," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna furða sig á þeim orðum forsætisráðherra að hann vilji ekki dvelja við í fortíðinni vegna umræðna um hvort innrásin í Írak hafi verið ólögleg heldur horfa til framtíðar. Þeir segja einnig fulla ástæðu til að rannsaka stuðning Íslands við innrásina og ákvarðanatöku um stuðninginn, ekki síst í ljósi orða forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar fyrir innrás. "Það er fáránlegt og út í hött að halda því fram að fortíðin skipti engu máli í þessu sambandi. Það er ekki hægt að styðja innrás í annað land, með þeim skelfilegu afleiðingum sem sú ákvörðun hefur haft fyrir íbúa Írak, og segja svo að fortíðin skipti engu máli," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. "Hún skiptir öllu máli varðandi siðferðilega ábyrgð á þeim óskaplegu hörmungum sem rangar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa kallað yfir íbúa Írak." Össur segir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um rangar upplýsingar þýða að hann hafi verið blekktur til stuðnings við innrás í Írak. Upplýsa þurfi hvernig sú ákvörðun var tekin og hverjir gáfu rangar upplýsingar. "Menn hljóta svo líka að spyrja: Hafi forsætisráðherra verið blekktur til stuðnings með röngum upplýsingum, telur hann þá ekki rökrétt að Ísland verði tekið úr hópi hinna staðföstu þjóða, jafnvel þó það sé líklega aðeins táknræn aðgerð í dag?" "Mér finnst svolítið ódýrt að kasta þessum syndum öllum aftur fyrir sig eins og menn hafi ekki haft neinar ástæður til þess að véfengja þessar upplýsingar eða að minnsta kosti að trúa þeim varlega," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. "Því var nú haldið fram að það væri vart að treysta öllu sem kæmi frá áróðursmaskínum stórveldanna í svona tilvikum." Hann segir fulla þörf á að rannsaka hvernig að ákvarðanatökunni var staðið, líkt og gert hafi verið víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. "Það er svo alvarlegur atburður ef brotið er gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að það þýðir ekkert að tala um að það sé eitthvað sem er liðið og eigi ekkert að gera með. Slíkt fyrnist ekkert á örfáum misserum," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira