Stjórnmálasamband við þrjú smáríki 29. september 2004 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur á síðustu dögum undirritað yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands fyrir Íslands hönd við þrjú ríki: Gíneu-Bissá, Míkrónesíu og Vanúatú. Geir hefur setið 59. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York undanfarna daga í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Það voru utanríkisráðherrar þessara þriggja ríkja sem undirrituðu samkomulagið í viðurvist sendinefnda landanna á allsherjarþinginu. Öll þessi ríki reiða sig á fiskveiðar sem mikilvæga atvinnugrein og eiga á alþjóðavettvangi samleið með Íslandi varðandi gæslu hagsmuna í málefnum hafsins að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gínea-Bissá liggur á vesturströnd Afríku og er um það bil þriðjungur af stærð Íslands. Íbúar landsins eru 1,4 milljónir talsins. Landið liggur milli Senegal og Gíneu og var portúgölsk nýlenda uns það hlaut sjálfstæði árið 1974. Gínea-Bissá er eitt af tíu snauðustu ríkjum heims. Landsmenn lifa að mestu af kotbúskap og fiskveiðum. Meðaltekjur á mann eru jafnvirði 200 íslenskra króna á dag. Stjórnarfar hefur lengi verið óstöðugt í landinu og borgarastyrjöld ríkt og efnahagsþróun verið ein sú lakasta af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Hlutfall barnadauða er hátt, ólæsi er almennt, þjóðartekjur lágar og meðalævi skömm, innan við 47 ár. Míkrónesía er eyjaklasi (Karólínueyjar) í norðanverðu Kyrrahafi, aðeins 700 ferkílómetrar að stærð og íbúar liðlega 100 þúsund. Míkrónesar tilheyra níu mismunandi þjóðflokkum. Þeir eru kristinnar trúar, um það bil helmingur kaþólskir en aðrir af mótmælendasið. Míkrónesía var gæsluríki Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra til ársins 1979 er landið hlaut sjálfstæði. Þar ríkir lýðræði og stöðugleiki, ólæsi nær óþekkt, meðalævi nokkuð löng en efnahagslíf byggir á óstöðugum grunni. Flestir lifa af landbúnaði eða fiskveiðum en landið er snautt af öðrum hráefnum. Efnahagur þess er verulega háður aðstoð, einkum frá Bandaríkjunum. Vanúatú hlaut sjálfstæði og varð lýðveldi árið 1980. Það samanstendur af 80 eyjum sem áður hétu Nýju-Hebrídeyjar og tilheyrðu áður Bretlandi og Frakklandi. Búið er á 65 þessara eyja. Íbúafjöldi er liðlega 200 þúsund. Tveir þriðju íbúa Vanúatú lifa af kotbúskap en fiskveiðar, ferðaþjónusta og erlend bankaþjónusta eru vaxandi gjaldeyrislind. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur á síðustu dögum undirritað yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands fyrir Íslands hönd við þrjú ríki: Gíneu-Bissá, Míkrónesíu og Vanúatú. Geir hefur setið 59. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York undanfarna daga í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Það voru utanríkisráðherrar þessara þriggja ríkja sem undirrituðu samkomulagið í viðurvist sendinefnda landanna á allsherjarþinginu. Öll þessi ríki reiða sig á fiskveiðar sem mikilvæga atvinnugrein og eiga á alþjóðavettvangi samleið með Íslandi varðandi gæslu hagsmuna í málefnum hafsins að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gínea-Bissá liggur á vesturströnd Afríku og er um það bil þriðjungur af stærð Íslands. Íbúar landsins eru 1,4 milljónir talsins. Landið liggur milli Senegal og Gíneu og var portúgölsk nýlenda uns það hlaut sjálfstæði árið 1974. Gínea-Bissá er eitt af tíu snauðustu ríkjum heims. Landsmenn lifa að mestu af kotbúskap og fiskveiðum. Meðaltekjur á mann eru jafnvirði 200 íslenskra króna á dag. Stjórnarfar hefur lengi verið óstöðugt í landinu og borgarastyrjöld ríkt og efnahagsþróun verið ein sú lakasta af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Hlutfall barnadauða er hátt, ólæsi er almennt, þjóðartekjur lágar og meðalævi skömm, innan við 47 ár. Míkrónesía er eyjaklasi (Karólínueyjar) í norðanverðu Kyrrahafi, aðeins 700 ferkílómetrar að stærð og íbúar liðlega 100 þúsund. Míkrónesar tilheyra níu mismunandi þjóðflokkum. Þeir eru kristinnar trúar, um það bil helmingur kaþólskir en aðrir af mótmælendasið. Míkrónesía var gæsluríki Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra til ársins 1979 er landið hlaut sjálfstæði. Þar ríkir lýðræði og stöðugleiki, ólæsi nær óþekkt, meðalævi nokkuð löng en efnahagslíf byggir á óstöðugum grunni. Flestir lifa af landbúnaði eða fiskveiðum en landið er snautt af öðrum hráefnum. Efnahagur þess er verulega háður aðstoð, einkum frá Bandaríkjunum. Vanúatú hlaut sjálfstæði og varð lýðveldi árið 1980. Það samanstendur af 80 eyjum sem áður hétu Nýju-Hebrídeyjar og tilheyrðu áður Bretlandi og Frakklandi. Búið er á 65 þessara eyja. Íbúafjöldi er liðlega 200 þúsund. Tveir þriðju íbúa Vanúatú lifa af kotbúskap en fiskveiðar, ferðaþjónusta og erlend bankaþjónusta eru vaxandi gjaldeyrislind.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira