Næsland frumsýnd í kvöld 30. september 2004 00:01 Næsland, kvikmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Friðrik segir það forréttindi að hafa fengið að vinna með frábærum leikurum að gerð myndarinnar. Kostnaður við hana er á þriðja hundrað milljóna króna. Kvikmyndafélagið Zik Zak er framleiðandi myndarinnar Næsland. Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik Þór leikstýrir kvikmynd fyrir annan framleiðanda. Margir þekktir leikarar, bæði innlendir og erlendir, leika í myndinni, meðal annars Gary Lewis sem lék í Billy Elliot og Martin Comston sem lék í myndinni Sweet Sixteen. Næsland er hugljúf ástarsaga með heimspekilegu ívafi, að sögn leikstjórans. Guðrún María Bjarnadóttir, sem fer með hlutverk Chloe, kærustu Jedd sem Compston leikur, segir þetta vera þroskasögu Jedds og fjalla um leit hans að ástinni og lífinu. Hún segir samstarfið við leikarana hafa gengið mjög vel. Friðrik Þór segir það ljúft að frumsýna Næsland og lofar áhorfendum að þeir geti búist við góðri skemmtun. Hann segir vinnuna við myndina hafa gengið vel og að það séu forréttindi að vinna með svona góðum leikurum, sem hann hafi reyndar alltaf gert því hann velji þá ávallt sjálfur. Friðrik segir leikarana hafa tekið mikinn þátt í að móta persónurnar sínar og það sé alltaf gaman að vinna með leikurum sem geri það; bæti við í stað þess að taka einungis við leiðbeiningum. Og hann er bjartsýnn á að Næsland verði vel tekið hér á landi. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Næsland, kvikmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Friðrik segir það forréttindi að hafa fengið að vinna með frábærum leikurum að gerð myndarinnar. Kostnaður við hana er á þriðja hundrað milljóna króna. Kvikmyndafélagið Zik Zak er framleiðandi myndarinnar Næsland. Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik Þór leikstýrir kvikmynd fyrir annan framleiðanda. Margir þekktir leikarar, bæði innlendir og erlendir, leika í myndinni, meðal annars Gary Lewis sem lék í Billy Elliot og Martin Comston sem lék í myndinni Sweet Sixteen. Næsland er hugljúf ástarsaga með heimspekilegu ívafi, að sögn leikstjórans. Guðrún María Bjarnadóttir, sem fer með hlutverk Chloe, kærustu Jedd sem Compston leikur, segir þetta vera þroskasögu Jedds og fjalla um leit hans að ástinni og lífinu. Hún segir samstarfið við leikarana hafa gengið mjög vel. Friðrik Þór segir það ljúft að frumsýna Næsland og lofar áhorfendum að þeir geti búist við góðri skemmtun. Hann segir vinnuna við myndina hafa gengið vel og að það séu forréttindi að vinna með svona góðum leikurum, sem hann hafi reyndar alltaf gert því hann velji þá ávallt sjálfur. Friðrik segir leikarana hafa tekið mikinn þátt í að móta persónurnar sínar og það sé alltaf gaman að vinna með leikurum sem geri það; bæti við í stað þess að taka einungis við leiðbeiningum. Og hann er bjartsýnn á að Næsland verði vel tekið hér á landi.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira