Næsland frumsýnd í kvöld 30. september 2004 00:01 Næsland, kvikmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Friðrik segir það forréttindi að hafa fengið að vinna með frábærum leikurum að gerð myndarinnar. Kostnaður við hana er á þriðja hundrað milljóna króna. Kvikmyndafélagið Zik Zak er framleiðandi myndarinnar Næsland. Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik Þór leikstýrir kvikmynd fyrir annan framleiðanda. Margir þekktir leikarar, bæði innlendir og erlendir, leika í myndinni, meðal annars Gary Lewis sem lék í Billy Elliot og Martin Comston sem lék í myndinni Sweet Sixteen. Næsland er hugljúf ástarsaga með heimspekilegu ívafi, að sögn leikstjórans. Guðrún María Bjarnadóttir, sem fer með hlutverk Chloe, kærustu Jedd sem Compston leikur, segir þetta vera þroskasögu Jedds og fjalla um leit hans að ástinni og lífinu. Hún segir samstarfið við leikarana hafa gengið mjög vel. Friðrik Þór segir það ljúft að frumsýna Næsland og lofar áhorfendum að þeir geti búist við góðri skemmtun. Hann segir vinnuna við myndina hafa gengið vel og að það séu forréttindi að vinna með svona góðum leikurum, sem hann hafi reyndar alltaf gert því hann velji þá ávallt sjálfur. Friðrik segir leikarana hafa tekið mikinn þátt í að móta persónurnar sínar og það sé alltaf gaman að vinna með leikurum sem geri það; bæti við í stað þess að taka einungis við leiðbeiningum. Og hann er bjartsýnn á að Næsland verði vel tekið hér á landi. Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Næsland, kvikmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Friðrik segir það forréttindi að hafa fengið að vinna með frábærum leikurum að gerð myndarinnar. Kostnaður við hana er á þriðja hundrað milljóna króna. Kvikmyndafélagið Zik Zak er framleiðandi myndarinnar Næsland. Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik Þór leikstýrir kvikmynd fyrir annan framleiðanda. Margir þekktir leikarar, bæði innlendir og erlendir, leika í myndinni, meðal annars Gary Lewis sem lék í Billy Elliot og Martin Comston sem lék í myndinni Sweet Sixteen. Næsland er hugljúf ástarsaga með heimspekilegu ívafi, að sögn leikstjórans. Guðrún María Bjarnadóttir, sem fer með hlutverk Chloe, kærustu Jedd sem Compston leikur, segir þetta vera þroskasögu Jedds og fjalla um leit hans að ástinni og lífinu. Hún segir samstarfið við leikarana hafa gengið mjög vel. Friðrik Þór segir það ljúft að frumsýna Næsland og lofar áhorfendum að þeir geti búist við góðri skemmtun. Hann segir vinnuna við myndina hafa gengið vel og að það séu forréttindi að vinna með svona góðum leikurum, sem hann hafi reyndar alltaf gert því hann velji þá ávallt sjálfur. Friðrik segir leikarana hafa tekið mikinn þátt í að móta persónurnar sínar og það sé alltaf gaman að vinna með leikurum sem geri það; bæti við í stað þess að taka einungis við leiðbeiningum. Og hann er bjartsýnn á að Næsland verði vel tekið hér á landi.
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira