Kaldaljós með flestar tilnefningar 25. október 2004 00:01 Kvikmyndin Kaldaljós, sem Hilmar Oddsson gerði eftir samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur hlýtur flestar tilnefningar til Eddunnar, verðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarspakademíunnar í ár. Kaldaljós er ein þriggja mynda sem tilnefndar eru sem bíómynd ársins. Hinar eru Dís eftir Silju Hauksdóttur og Næsland Friðriks Þórs Friðrikssonar. Kaldaljós var nýlega valin framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna en valið stóð á milli hennar og Dísar. Í umsögn dómnefndar segir að í Kaldaljósi miðli skáldsöguættaður bræðingur fortíðar og samtíðar séríslenskum áhrifum þróunarsögu sem dragi dám af umhverfi síhvikullar birtu og þjóðtrúar. Feðgarnir Ingvar E. Sigurðsson og Áslákur Ingvarsson eru báðir tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum leikari ársins í aðalhlutverki, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kaldaljós. Þeir feðgar unnu í sumar til verðlauna á Festroia kvikmyndahátíð fyrir leik sinn í myndinni. Áslákur fékk verðlaun sem besti nýliðinn og Ingvar hlaut Silfur-höfrunginn sem besti leikari í aðalhlutverki. Þá eru þrjár leikkonur tilnefndar til Edduverðlauna fyrir leik sinn í Kaldaljósi, þær Helga Braga Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Snæfríður Ingvarsdóttir. Allar eru tilnefndar í flokknum leikari/leikkona ársins í aukahlutverki. Myndataka Sigurðar Sverris Pálssonar í Kaldaljósi er einnig tilnefnd til Edduverðlauna í flokknum hljóð og mynd. Sjálfstætt fólk á Stöð 2, fréttaskýringaþáttur Sjónvarpsins Í brennidepli og Fólk með Sirrý á Skjá einum, eru tilnefndir sem sjónvarpsþættir ársins. Idol stjörnuleit, Svínasúpan og Soaugstofan, hlutu tilnefningu í flokknum skemmtiþáttur ársins í sjónvarpi. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður hlýtur heiðursverðlaun akademíunnar í ár. Hægt er að skoða tilnefningar í öllum flokkum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hér á Vísi. Þá verður einnig hægt að taka þátt í atkvæðagreiðslu og hefur val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. Eddan Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin Kaldaljós, sem Hilmar Oddsson gerði eftir samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur hlýtur flestar tilnefningar til Eddunnar, verðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarspakademíunnar í ár. Kaldaljós er ein þriggja mynda sem tilnefndar eru sem bíómynd ársins. Hinar eru Dís eftir Silju Hauksdóttur og Næsland Friðriks Þórs Friðrikssonar. Kaldaljós var nýlega valin framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna en valið stóð á milli hennar og Dísar. Í umsögn dómnefndar segir að í Kaldaljósi miðli skáldsöguættaður bræðingur fortíðar og samtíðar séríslenskum áhrifum þróunarsögu sem dragi dám af umhverfi síhvikullar birtu og þjóðtrúar. Feðgarnir Ingvar E. Sigurðsson og Áslákur Ingvarsson eru báðir tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum leikari ársins í aðalhlutverki, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kaldaljós. Þeir feðgar unnu í sumar til verðlauna á Festroia kvikmyndahátíð fyrir leik sinn í myndinni. Áslákur fékk verðlaun sem besti nýliðinn og Ingvar hlaut Silfur-höfrunginn sem besti leikari í aðalhlutverki. Þá eru þrjár leikkonur tilnefndar til Edduverðlauna fyrir leik sinn í Kaldaljósi, þær Helga Braga Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Snæfríður Ingvarsdóttir. Allar eru tilnefndar í flokknum leikari/leikkona ársins í aukahlutverki. Myndataka Sigurðar Sverris Pálssonar í Kaldaljósi er einnig tilnefnd til Edduverðlauna í flokknum hljóð og mynd. Sjálfstætt fólk á Stöð 2, fréttaskýringaþáttur Sjónvarpsins Í brennidepli og Fólk með Sirrý á Skjá einum, eru tilnefndir sem sjónvarpsþættir ársins. Idol stjörnuleit, Svínasúpan og Soaugstofan, hlutu tilnefningu í flokknum skemmtiþáttur ársins í sjónvarpi. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður hlýtur heiðursverðlaun akademíunnar í ár. Hægt er að skoða tilnefningar í öllum flokkum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hér á Vísi. Þá verður einnig hægt að taka þátt í atkvæðagreiðslu og hefur val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar.
Eddan Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira