Fátt kom á óvart 26. október 2004 00:01 Birtist í DV 26. október TILKYNNT var um tilnefningar til Eddu-verðlauna í gær. Kom reyndar fáum á óvart að kvikmynd tvegga tíma, örlagasaga byggð á skáldsögu, skyldi fá flestar tilnefningar. Kaldaljós var fyrir nokkrum dögum send í Óskarsverðlaun og næsta líklegt að Hilmar Oddsson hampi Eddunni þann fjórtánda nóvember. FEÐGARNIR Ingvar og Áslákur eru báðir tilnefndir sem aðalleikarar en ekki kæmi á óvart að Jón Sigurbjörnsson stikaði fram úr þeim á lokasprettinum. Akademían er að átta sig á að senioritet er kostur í iðnaði sem vill láta taka sig alvarlega. Reyndar kemur Ingvar til álita í Felixnum líka sem vefkosning er hafin í á mbl.is. KONUR eru ráðandi í aukaleikaraflokknum, Kristbjörg, Helga Braga og Snæfríður Ingvarsdóttir. Við þær keppa úr Dís: Ilmur Kristjáns og Þórunn Clausen. STÖÐVAR 2 menn hljóta að vera himinlifandi að hafa tekið tvær tilnefningar af þremur í flokknum skemmtiþáttur ársins. Stóð nokkur styrr um formats-þáttinn Idol og má mikið vera að hópurinn kringum Idol einsetji sér nú á tveimur vikum að taka þennan slag og treysti þá ekki síst á þáttöku almennings en atkvæði þeirra vega 30% á móti þúsund atkvæðum Akademíunnar. HEIÐURSVERÐLAUNIN fær Páll Steingrímsson fyrir ára langt framlag sitt til bransans. Hann er vel að því kominn, svona rétt til áminningar að þessi iðnaður er að mestu samansettur af einyrkjafyrirtækjum, fólki í þjónustu- og sjónvarpsbransanum þótt leiknu myndinni hafi um stundarsakir tekist að ná verðlaununum og athyglinni til sín. JÓN Ársæll snýr aftur í keppninni um sjónvarpsþátt ársins, ásam Brennidepli sjónvarps og kvöldvöku Sirríar. Verðlaunin í þeirri deild verða sorglegur minnisvarði um stöðu innlendrar dagskrárgerðar í lagaumhverfi sjónvarpsstöðva á Íslandi. FÁTT kom á óvart: Erla B. Skúladóttir komst á blað sem leikstjóri ársins fyrir stuttmyndina sína - prófverkefni? Móða Jóns Karls fleytti honum líka inn í þann flokk. Virðist valnefndin þar hafa einsett sér að velja hina óreyndari til að ýta við þeim ráðsettu. EDDAN verður send út þann 14. nóvember á RUV. Fréttablaðið hefur tekið að sér að styðja dæmið sem samstarfsaðili - Mogginn er að linast í svona liðveislu. Ætli þeim veiti ekki af öllum kröftum. VIÐ sem heima sitjum getum séð Edduna í sjötta sinn í framleiðslu Egils Eðvarðssonar sem Rúnar Gunnarsson treystir einum til verksins. Væri nýnæmi að sjá einhvern annan höndla þetta prógram. Þeir sem komast á ballið munu sem fyrr verða vitni að óborganlegri skemmtun í auglýsingahléum, frábærri skipulagningu í sal og öðru sem aðeins býðst á þessu kvöldi. Eddan Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Birtist í DV 26. október TILKYNNT var um tilnefningar til Eddu-verðlauna í gær. Kom reyndar fáum á óvart að kvikmynd tvegga tíma, örlagasaga byggð á skáldsögu, skyldi fá flestar tilnefningar. Kaldaljós var fyrir nokkrum dögum send í Óskarsverðlaun og næsta líklegt að Hilmar Oddsson hampi Eddunni þann fjórtánda nóvember. FEÐGARNIR Ingvar og Áslákur eru báðir tilnefndir sem aðalleikarar en ekki kæmi á óvart að Jón Sigurbjörnsson stikaði fram úr þeim á lokasprettinum. Akademían er að átta sig á að senioritet er kostur í iðnaði sem vill láta taka sig alvarlega. Reyndar kemur Ingvar til álita í Felixnum líka sem vefkosning er hafin í á mbl.is. KONUR eru ráðandi í aukaleikaraflokknum, Kristbjörg, Helga Braga og Snæfríður Ingvarsdóttir. Við þær keppa úr Dís: Ilmur Kristjáns og Þórunn Clausen. STÖÐVAR 2 menn hljóta að vera himinlifandi að hafa tekið tvær tilnefningar af þremur í flokknum skemmtiþáttur ársins. Stóð nokkur styrr um formats-þáttinn Idol og má mikið vera að hópurinn kringum Idol einsetji sér nú á tveimur vikum að taka þennan slag og treysti þá ekki síst á þáttöku almennings en atkvæði þeirra vega 30% á móti þúsund atkvæðum Akademíunnar. HEIÐURSVERÐLAUNIN fær Páll Steingrímsson fyrir ára langt framlag sitt til bransans. Hann er vel að því kominn, svona rétt til áminningar að þessi iðnaður er að mestu samansettur af einyrkjafyrirtækjum, fólki í þjónustu- og sjónvarpsbransanum þótt leiknu myndinni hafi um stundarsakir tekist að ná verðlaununum og athyglinni til sín. JÓN Ársæll snýr aftur í keppninni um sjónvarpsþátt ársins, ásam Brennidepli sjónvarps og kvöldvöku Sirríar. Verðlaunin í þeirri deild verða sorglegur minnisvarði um stöðu innlendrar dagskrárgerðar í lagaumhverfi sjónvarpsstöðva á Íslandi. FÁTT kom á óvart: Erla B. Skúladóttir komst á blað sem leikstjóri ársins fyrir stuttmyndina sína - prófverkefni? Móða Jóns Karls fleytti honum líka inn í þann flokk. Virðist valnefndin þar hafa einsett sér að velja hina óreyndari til að ýta við þeim ráðsettu. EDDAN verður send út þann 14. nóvember á RUV. Fréttablaðið hefur tekið að sér að styðja dæmið sem samstarfsaðili - Mogginn er að linast í svona liðveislu. Ætli þeim veiti ekki af öllum kröftum. VIÐ sem heima sitjum getum séð Edduna í sjötta sinn í framleiðslu Egils Eðvarðssonar sem Rúnar Gunnarsson treystir einum til verksins. Væri nýnæmi að sjá einhvern annan höndla þetta prógram. Þeir sem komast á ballið munu sem fyrr verða vitni að óborganlegri skemmtun í auglýsingahléum, frábærri skipulagningu í sal og öðru sem aðeins býðst á þessu kvöldi.
Eddan Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira